föstudagur, 9. febrúar 2007

iðnaðarmenn islands !

það er varla að ég nenni að pirra mig hérna á netinu yfir iðnaðarmönnunum mínum.

Það fór nebblilega að leka frá afrennslispípunum frá hæðinni að ofan, ofan á gifsplöturnar okkar, fyrir ofan sturtuna. Sem gerði þennan fína rakablett, sem við kenndum um, eins og einfaldast var, sturtunni !
Bróðir minn fékk samt einhverja snilldarhugmynd einhverntíman í sturtu og POTA í rakablettinn, sem endaði þannig að hann stóð með fingurinn í gegnum gifsplötuna... úps!

nokkrum morgnum eftir stóð ég inná baði að slétta á mér hárið og það dropaði úr sturtuhausnum ( þetta er eitt það mest pirrandi sem ég heyri) svo að ég fór og ætlaði að skrúfa fyrir.
mér til smá furðu, lá sturtuhausinn í sturtubotninum, og þá koma nú engin dropahljóð!
uuu já
þið giskuðuð kannski rétt!

það dropaði úr pot-gatinu hans þráins !

seinna þennan dag var gert stærra gat og séð orsökina. vúhú, afrennslisrör ! ! ! ( gubb! )

svo byrjuðu iðnaðarmennirnir mínir að streyma!

Tryggingarmaðurinn kom
- gamall og ljótur! -
Píparinn kom
-gamall og ljótur-
smiðurinn kom
-smá gamall og mjög ljótur
málarinn kom
-gamall og ljótur

gr8!

en gatið er nú lokað og á bara eftir að mála ....

allt á réttir leið semsagt :) . . . . þrátt fyrir ómyndarlega iðnaðarmenn !
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig