mánudagur, 5. febrúar 2007

helgarrapport

*geisp*
ég þarf að skrifa svo mikið en nenni því ekki...

ok ...
föstudagur...
varð alveg freeeeeekar slöpp og að endingu ALVEG raddlaus... jább...
ekki kom mikið upp úr mér þann daginn nema kannski líkast einhverjum
hljóðum úr gömlum traktor með gangtruflanir!
týpiskt, hugsaði ég... þetta hlýtur að vera sálrænt ! að veikjast og
missa röddina rétt fyrir mikilvæg gigg! en reyndar er flensan, jú og
hitt og þetta að ganga svo að ég hlaut nú að geta skellt einni slíkri
í mig líka! ég hélt bara að ég hefði tekið þetta úr á sunnudeginum/
mánudeginum, og slappleikinn á þri, mi og fi hefði átti að vera "til
að jafna mig" :) ó nei
jú, upp á röddina að gera, vissi ég að ég YRÐI að fá stera, svo að
upp á bráðavakt þrammaði ég, óslasaða manneskjan og var þaðan vísað
upp á "háls nef og eyrnadeild " á Lansanum, eftir að ég hafði skrifað
niður kennitöluna mína, því að grey ritarinn skildi EKKERT
gangtruflana-traktorsröddina mína ( WHY ? :) )
upp á HNE talaði voooðalega næs kall við mig og skoðaði mig, jú,
svaka bólgin raddbönd, vegna sýkingar í barka? gr8! þess vegna var ég
slöpp ?
ég fékk því að fara í sterainnöndun ( æði og svaka stuð í því skal ég
segja ykkur! ) ásamt skemmtilegum lyfseðli sem kostaði mig marga
þúsundkalla til að leysa út ! en á honum voru 100 steratöflur, já
eins gott að löggan mæti ekki hingað ! ( held að ég verði ekki sterk
af þessum samt, en bíðiði bara!! )
röddin hrökk við þetta í gang! aaaalveg stóóóóórmagnað!!!!
fór svo á föstudagskvöldið á langdregna æfingu og var alveg
rooosalega pirruð og þreytt... og hálfraddlaus, en þetta hafðist. ég
vonaði bara að sándið yrði betra kvöldið eftir, á stóra kvöldinu

Laugardagur ...
hmmm hvaaaað gerði ég þá ? ? ? jú, byrjaði á að sofa svoooo vel...
mmmmmm, fór á lokaæfingu fyrir ballið og þaðan beint í að gera mig
reddí fyrir dómarastörfin.
söngvakeppnin var mjög flott... í alla staði, bjóst kannski við
fleiri krökkum, en það skiptir nú litlu. Við dómnefndin fengum
fallegt hásæti með þjóna til ða þjónusta okkur og þurftum að sitja
mjög alvarleg ( neee ) og hlusta. það var ekekrt mjög erfitt að stija
og hlusta bara á krakkana, en að dæma þau! æj nei... erfitt! og það
að mega bara velja 5 áfram, já, díses hvað ég hef oft hrist höfuðið
yfir dómnefnd sem kemur fram eftir að hafa látið mann bíða eftir sér
í 45 mínútur og segir að ákvörðunin hafi verið erfið... yeah right.
en ó jú! eeeerfitt! það voru alveg 3 atriði sem áttu "skilið" að
fara áfram, en svo vantaði kannski svooo lítið upp á að þau hefðu
getað farið í gegn. annars ætla ég ekkert að skrifa um þetta hérna
svosem.
Ballið... í alla staði frábært, sterarnir stóðu sig og stemmingin
alveg roooosaleg uppi við sviðið! haha, svoldið skemmtilegt að sjá
þetta frá sviðinu, ekki vera í æsta múgnum fyrir neðan. Krakkarnir
voru líka hress í að syngja með og hoppa og tralla og tjútta!
En eitthvað voru þau orðin þreytt kl hálf 1, enda ekkert skrítið,
langur dagur búinn og mörg búin að keyra til víkur um morguninn.
ég nýtti því tímann eftir ballið í að stökkva heim, ná mér í bjór og
TRALLA svo sjálf á Þorrablótinu á Ketilsstöðum! I'm NOT mad.
*hristahaus*

Sunnudagur
Eftir aðeins nokkurra tíma svefn var ég vöknuð, vaknaði bara sjálf
við að vera stressuð við að sofa yfir mig ! ég í einhverju móki hafði
talið orra frænda á að taka mig með í jepparúnt á sunnudagsmorgninum.
ég skreið því uppí til strákanna, og hellti upp á kaffi þarna rétt
fyrir 10 ! haha... hressir með það - eða ekki. ;)
3 bílar fóru í ferðina
Atli á Afa + Jakob
Orri á Datsun + Ragna og Kári
Ingvar á krúser + Guðni og Pernilla

upp úr 11 lögðum við af stað frá Víkurskála og skautuðum í átt að
Klaustri, með snöggri vinstribeygju hjá Laufskálavörðu, það var smá
snjór yfir öllu og rugl gott veður, logn og sól ! og reyndar svoldið
kalt, svona til að hafa þetta alvöru.
Það var ekkert kapphlaup upp í Hólaskjól, sem var fyrst ákveðni
stoppstaðurinn, en við reyndum að hafa auga með stórri HOLU sem gæti
leynst fyrir okkur á veginum og hafði valdið einhverju tjóni hjá
einhverjum. enginn tók þó stóra stökkið, því að hvergi fundum við
holuna.
Fallegt var í Hólaskjóli eins og þið sjáið á myndunum. Við renndum
þvínæst aðeins inn í Eldgjá, bara svona aðallega að athuga hvort það
væri fært upp skarðið, held ég.. Annars held ég að við vitum ekkert
eiginlega hvað við ætluðum að gera :) En þar sem að engin auðveld
leið var upp snérum við við, klöngruðumst upp á Axlir ( já eða Jakob
upp á axlirnar á Atla ) og fórum þaðan Áltftavatnakrók inn á
Öldufellsleið og svo til að gera langa sögu stutta, yfir jökul heim.
Enginn fór í spotta heim *húrrahúrra* og enginn er bilaðu ( svo að
við vitum til :) )
eitt kom þó fyrir sem stoppaði okkur aðeins í kuldanum. Eftir að hafa
stoppað aðeins og talað við Ingvar um hvert förinni væri heitið,
eftir hádegismatinn, snéri Orri bílnum við og í miðri beygju sjáum
við snjóstrók skjótast upp hjá hægra framhjólinu. Kári sagði þá alveg
pollrólegur "ég held að þú hafir affelgað" svona eins og ekkert væri
sjálfsagðara og eins og hann hefði verið að spurja hvort við ættum
tyggjó :)
en júbb... dekkið vandlega krumpað saman og affelgað.
enginn dánarúrskurður var kveðinn upp, en mig grunar að Atli hafi
verið tilbúinn að taka punk af bílnum... BARA svona til að stríða
orra aðeins. Það kom nefnilega aðeins til tals að Atli væri bara með
"tvo punkta í GPS tækinu sínu og þær hétu báðir Willis! " lol
í miklum kulda *brrrr* smelltu þessir handlögnu strákar dekkinu aftur
uppá, tjökkuðu bílinn niður og brunuðu af stað.
Orðið "brunuðu" átti vel við mest allan seinni hluta leiðarinnar,
skemmtilegt færi, púður og meira púður og lítið vesen. Mátti maður
því halda sér í og/eða skoppa og renna út um allt sæti í Datsun,
EN ... það gerir þetta svo þess virði *tell me I'm crazy*
hopp og skopp, frábært veður, góð færð, engin skakkaföll og
skemmtilegir ferðafélagar --> frábært

jökullinn hafði fengið að kynnast nokkrum jeppum og sleðum fyrr um
daginn og var hann líkastur hraðbraut, allur út brautaður. Ferðin
yfir jökul gekk því vel og við vorum komin til Víkur rúmlega 8

Myndirnar tala sínu máli :)

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig