sunnudagur, 11. febrúar 2007

helgarrapport

jæja, það er eiginlega bara best að skrifa þetta núna, það ef
nefnilega ekkert svo gaman að fara þessa leið "Vík-Reykjvík" í enn
eitt skiptið.

ég ákvað það semsagt að skella mér bara austur um helgina, samt
eiginlega vitandi það að ég væri þar með búin að eyðileggja lærdóm
helgarinnar, en það verður að hafa það, ég var búin að lesa aðeins
fyrirfram í fósturfræði sem r kennd á mándudaginn og því sleppur
þetta eiginlega alveg. :)

plan helgarinnar var ekki mikið á föstudaginn, bara það að fara á
Tunguballið á laugardaginn :)
það breyttist samt ansi snögglega í kvöldkaffi hjá Ingvari og Carinu
því að þá ákvað ég að skutlast með í fjallferð með Kristjáni, bróður
Ingvars ásamt Utanvinafélaginu og gista í Laufafelli, inn við Hofsjök

ul og koma því til baka
á sunnudaginn.
sem betur fer hafði ég tekið með mér útifatakassann ( eins og ég
reyni oftast að gera ) og Þráinn á líka góðan fjallapoka eins og ég,
sem ég fékk lánaðan til að sofa í. Ég átti n

óg af bjór og ekki var
ískápurinn heima eitthvað tómur frekar en fyrridaginn svo það var
ekkert mál að nesta mig .

ég fór samt svoooooldið of seint að sofa, en ekki fyrr en hálf 3
( þurfti að græja og gera einhverja hluti áður en ég gat farið að
sofa) og svo var ræs kl hálf 7 því að strákarnir Orri og Atli ætluðu
ða pikka mig upp kl hálf 8.
hittust allir heima hjá Ingvari í morgunkafffi og svo var raðað í
bílana, fólki og einhverjum farangri

bílarnir voru

Kristján á Ford "44+ Ragna
Orri á Datsun "44+ Atli
Ægir á krúser "38+ María
Ingvar á krúser "44+ Ingus

ferðin lá svo austur þar sem var keyrt upp tunguna og síðan brunað
upp í Hóla. Þetta var ekki sama umhverfið og hafði verið þarna
sunnudeginum áður, mikið af snjónum farinn og eftir var allt öðruvísi
snjór en hafði verið þá.
við Hóla tóku þeir bílar sem áttu það eftir, þ

jóðvegaloftið úr og
héldum svo áfram. Fyrsta festan kom í okkar hlut þegar Kristján náði
að spóla sig niður rétt eftir Álftavatnaskiltið, það var þó eiginlega
alfarið vegna þess að við sáum hreinlega ekki hvort við værum að fara
áfram eða afturábak, eða á ferð yfir höfuð, snjóblindan var ÞVÍLÍK!!!
við störðum út um gluggana og sáum EKKERT nema hvítt, engar misfellur
engar gjótur bara eeeeekkert ! best var því að horfa út um
hliðargluggann og beint oná jörðina beint á snjóinn til þess að sá
ferðarhraðann á okkur :)

við töltum svo inn í Eldgjá og komumst að því að ER FÆRT UPP BÁÐAR
LEIÐIR og erum því búin að brauta upp fyrir Þorraferðina sem verður
farin eftir 2 vikur :)

þegar upp var komið var allt í einu komin smá sólarglæta sem stoppaði
þó stutt en vonuðum við að veðrið væri að lagast og við værum að
keyra upp úr því.
okkur varð samt ekki við ósk okkar, því að snjóblindan var mætt á
svæðið eftir smá stund og því fórum við aftur að horfa út um
hliðargluggana, ekki bætti svo úr skák að það skall á með éljum inná
milli.

Rétt eftir langasjósskiltið ákváðu strákarnir leiðina sem átti að
fara og vorum við að skiptast á kubbum í GPS tækjunum ( ægir og
kristján) með trökkuðum leiðum þegar allt í einu heyrist í Ingvari
( furðu rólegum) "komiði, fjlótt" strákarnir héldu áfram að skipta
um kubbana og þá leit ég í átt til Orra og Ingvars og mér til smá
sjokks sá ég ekkert nema bílinn hjá Ingvari, oltinn !
ég kallaði því upp yfir mig "ingvar er oltinn" og olli það þeim
viðbrögðum að þeir RUKU af stað á svaka h

raða og ingvar kallaði aftur
í VHF "flýtiði ykkur!" , aftur jafn skuggalega rólegur, miðaða við
ástandið á bílnum hjá honum.
ægir rauk út og batt spotta í hann til að toga hann sem fyrst niður
aftur því eins og margir vita er ekkert gott að láta bíla vera í
svona ónáttúrulegum stellingum uppá að olían fari nú að troða sér á
óvinsæla staði eins og uppfyrir stimplana eða í túrbínuna, já eða
einhvert annað bara.
Ægir var svo fljótur að toga hann aðeins niður

að það náðist bara ein
mynd af þessu og hún er hér fyrir neðan í síðustu færslu. takið bara
eftir Orra sem stendur .þarna upp við bílinn, hvað bíllinn var
algerlega stunginn niður.
Ingvar hafði sumsé rambað á fyrsta lækinn eftir Langasjósskiltið og
auðvitað ekki séð hann vegna snjóblindu, og hann var líka hulinn
snjó. Hann pompaði þarna svona skemmtilega niður. Grey svíinn
nýsofnaður ! :) og það er ekki gott að lenda í svona þegar þú kemur

að þessu í 45 gráða horni, það allavegana getur endað svona !
svo hefði hann kannski líka sloppið ef hann hefði farið aðeins
hraðar, hann var nú bara á dóli.
en þetta slapp alllt mjög vel, fyrir utan frambrettið sem beyglaðist,
og olían rann hvergi inn í neitt svo að þegar búið var að draga hann

upp ogberja aðaeins til brettið héldum við áfram.
ég SKIL samt ekki af hverju hann fór ekki á hliðina !! hann stoppaði
bara á frambrettinu og hefði verið aðeins minni snjór þá hefði hann
sko farið á hliðina !
anyway...
til fullt af myndum af þessu í myndaalbúminu og líka video sem ég

kannski klippi saman við tækifæri og set inn.

útsýnið hélt áfram að hamla okkur og var plan að borða og þá myndi
vera komið betra skyggni, ó nei .. alls ekki, það nefnilega versnaði
ef eitthvað var !
þegar við vorum farin að þræða okkur áfram og sjá gil og læki allt í
einu komin hliðina á okkur, ræddum við saman og það var ekki orðinn
fýsilegur kostur að fara að halda þessu eitthvað áfram, í fyrsta lagi
áttum við breiðbak eftir, og þó svo við myndum ekki fara inn
Laufafell, heldur inn í Botnlanga sem var varakosturinn þá væri þetta
ekki skemmtileg ferð. og svo var þarna kominn kafbylur, rugl mikið

rok og í alla staði, glórulaust ferðaveður !
við byrjuðum þá að feta okkur til baka eftir trackinu okkar og það
var ekkert auðvelt heldur, því við sáum ekkert, ekki einu sinni eigin
för !

um leið og ivð komum aftur í Eldgjá var komin sól ? ! ? fúlt !

kíktum aðeins upp á Axlir og þar var aftur komið glórulaust v eður,

svo við fórum bara alla leið niður á þjóðveg aftur, upp hjá Hafursey,
yfir Múlakvísl og komum svo niður höfðabrekkuheiði.

frábær dagur samt ! ! ! :)
svoldið fúlt ða þurfa að snúa við :/ en þetta var engin glóra :(

lærin voru svo snædd heima hjá Ingvari ásamt ferðafélögunum og stökk

ég svo í veg fyirr sætaferðarútuna út á þjóðvegi um 12 þar sem ég fór
á ball í tunguseli í griðarstemmingu ! :)

kl 5 þegar var svo að fara að sofa var ég orðin svoldið lúin ... enda
búin að vera vakandi í 22 og 1/2 tíma eftir 4 tíma svefn ( og 6 tíma
svefn nóttina áður ) og ekki búin að fá lausan hálftíma allan
laugardaginn.
Þið sem hafið farið í fjallaferð, þá er ansi þreytandi og erfitt að
hristast í bíl í marga marga marga tíma ! :)

þetta er þá komið, myndirnar eru að koma inn á netið og enjoy ! :)

SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus4:03 e.h.

    Þetta hefur verið skrautleg ferð...og já maður kannast við það að hrisstast í bíl allan daginn og ekki er nú betra ef maður er skelþunnur eftir að hafa tekið vel á því í kofa;)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig