mánudagur, 10. október 2005

enn styttist í þann 19..

já, þann 19. er ég nefnilega að flytja af landi brott góðir hálsar. svona ef það hefur farið algerlega fram hjá ykkur!!

Helgin...
hún var samt ansi góð!

er alveg að fara að læra hvernig á að sofa út, en ég hætti einmitt í vinnunni á miðvikudaginn síðasta og er nú ólaunaður iðjuleysingi. það er nú til margt verra en það skal ég segja ykkur :)

en allavegana
föstudagurinn
hundskaðist ekki á lappir fyrr en um 12 (þökk sé nýja starfinu mínu) og ákvað að hitta mö og pa á stað þar sem við ætluðum öll að borða. Ég rauk út á met tíma enda voru þau stödd nálægt veitingastaðnum og áttu þau eftir að fara á einn varahlutastað áður sem var gott sem hliðina á og so ætluðum við að hittast á veitingastaðnum, ég var greinilega búin að gleyma að það tekur allaf ENDALAUSAN tíma að fá afgreidda eina skrúfu á þessum stað svo að ég varð að húka og bíða eftir foreldrunum í langan tíma að krókna úr kulda inn á staðnum.
södd og sæl fór ég þó svo upp í ökuskóla í mjódd og náði í umsóknareyðublað til að fá nýtt ökuskírteini, ég ætla nebbla að skella mér í leigubílaprófið áður en ég fer út, þar sem ég er hvort sem er búin að taka allt bóklega námið og því ekki að taka bara restina, gæti alltaf nýst mér..
Leið mín lá svo í smáralind að kaupa augnskugga :D ég var búin að vera í heljarinnar vandræðum með nýja bolinn minn.. ég átti engan augnskgga sem gat mögulega passað við! já, ragna vesenisti! :) henti helstu nauðsynjum svo niðrí tösku hérna heima og pikkaði upp Ragnar frænda og súsönnu sem fengu að fljóta með til Víkur.
oh, vitiði bara... hefði ég fundið annað far fyrir þau., þá hefði ég farið á blönduós með Atla má á föstudaginn í vörubílarúnt! hefði skemmt mér konunglega við að lesa fyrir hann "Bílar og Sport" og gömul "Bleik og blá" hehe. og sungið svo á heimleiðinni. Ég fékk bara að eiga rúntinn inni..
allavegana. þegar ég kom til víkur fór ég með bróður mínum á kaffið í pizzu og bjór áður en ég fór á Drangur-Fsu körfuboltaleik úti í íþróttahúsi. fylgdist lítið með leiknum sem áður, en myndi nú þekkja alla sætu rassana í mílufjarlægð án þess að sjá andlitin ! :) hvað annað á maður að gera á körfuboltaleikjum??? svo eru líka komnir 2 nýjir kjötskrokkar í Drang sem maður þurfti að skoða vel! fengu ágætis einkunn.. :p
sleppti þó seinni hálfleik þar sem ég skundaði heim til að drekka í mig kjark til þess að horfa á Idol... Idol var skemmtilegt. þekkti marga sem komu fram núna, og einhverjir sýndir núna sem komu í 35 manna úrslitin. annað en í síðasta þætti. já, og ég sást... í split second! :D hehe. virðist sem svo þó að allir hafi fattað að þetta var ég. ég sem var að vona að enginn hefði séð þetta.
enn er hættan ekki alveg liðin hjá því að einn þáttur enn verður næsta föstudag frá loftleiðum.
Eftir idol fór ég ásamt hildi út í kringlu út á tjaldstæði þar sem Fúsi, Pálmi og Haukur voru að halda upp á afmælin sín saman. Bjór mátti finna í 2 kútum framan af kvöldi, þó svo að þeir hafi tæmst hratt og örugglega. Ekkert prenthæft gerðist nema að Bjössi lögga þurfti að koma og opna klósettið fyrir okkur stelpunum, enda hafði einhver FF (Fúll Frakki) læst sig þar inni þar sem að það voru svo mikil læti í okkur í pissustandinu, hann hafði ákveðið að sofa inni á klósetti þar sem að strákarnir stjökuðu honum út úr salnum ( enda búnir að leigja hann ). Þó svo að hafa útskýrt fyrir honum að kvennaklósettið væri það eina í notkun fyrir alla sem í afmælið komu þá varð hann eitthvað pirr pirr. mín vegna mátti hann nú vera þarna. bara ef við fengjum að pissa! :) 20 stelpur úti að pissa í -3° C... brr..... Afmælið fór vel fram þó svo að ég hafi flúið heim frekar í fyrra fallinu. þetta var farið að fara út í smá rugl á því tímabili og svo var alveg skrambi kallt þarna, enda enginn ofn í húsinu í gangi.
tel mig bara vera góða og sjálfstjórnin fyrsta flokkks! :)

Laugardagurinn var ekki helgaður þynnku og ómögulegheitum vegna sjálfstjórnar minnar kvöldinu áður og gerði ég bílinn minn voða sætann... það tók alveg 3 tíma! púff.... en alveg hreinn... innan sem utan núna! (mikið rosalega var ég viss um að hann myndi örugglega deyja á leiðnni í bæinn eða ég myndi velta honum... fyrst að hann var orðinn svona hreinn)
var komin í bæinn svona rúmlega 8 og fór svo með Jóa frænda út að borða á Ruby Tuesday í fínt salat og svo sótti Árún mig heim og við pilluðumst í afmæli til ÞIngu Bryndísar.
Sveppi kom mér í ruglið þar, og kenni ég honum um allt sem miður fór eftir það :)
ætlaði niðrá Ara að hitta fólkið, nei ég komst aldrei þangað. Hitta fúsa á Celtic Cross og þar hitti hann svo bróður sinn. Vissi ég svo af fólkinu sem var á Ara, og ætlaði að hitta það í staðinn á Gauknu,... nei ég komst heldur aldrei þangað! Einhvernveginn endaði ég á Skímó balli á Nasa... don't ask. en skemmti mér þó bara vel og Svenni og Kalli komu t.d. þangað. Fúsi villtist svo eitthvað á austurvelli og ákvað að koma sér heim eftir það, fékk lykilinn hjá mér og ákvað að crasha í sófanum heima. Sveppi skilaði sér loksins til okkar á Nasa eftir miiiikil ævintýri á leiðinni frá Sólon. Sveppi hittirði færeying einhversstaðar? ég var að frétta það? náðirðu að spjalla eitthvað við hann??? :)
Quiznos varð fyrir valinu, en þá var ég farin að halda á höfðinu undir hendinni á tímabili. fann það þó í trópífernunni og var svo ekkert á því að vilja fara heim! en engu fékk ég um ráðið og keyrðu æðri yfirvöld mig beinustu leið heim... ætli það hafi þó ekki verið best bara ...

sunnudagurinn var lítið slæmur á heilsunni og sótti ég pálma, sjonna og fúsa og fórum við á American style. góð skemmtun þar á ferð! :D
slökun var svo yfirvofandi sem endaði í Bíó í gærkvöldi á Stealth sem var svo bara ekkert slæm og mér leiddist ekki einu sinni!!

iðjuleysingja dagur í dag.is :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig