miðvikudagur, 12. október 2005

Komin í smá vesen hérna...

Nýtnin er að drepa mig :)
Ég kenni Höllu Rós um .... :)
Verst er að það er bara gott og gilt að vera svona nýtinn...

Þetta byrjaði allt í gær þegar ég átti bara gmjólk og langaði í eitthvað að borða í hádegismatinn...
Fann pakka-sveppasúpu og kokkaði hana með gmjólk, hver finnur hvort sem er muninn?? Ég reyndar bragðbætti hana mikið enda veit ég alveg hvernig ég vil hafa sveppasúpuna mína.
Auðvitað eru 8 dl af súpu og mikið fyrir mig eina og ég þoli ekki að borða sama matinn aftur og aftur til þess eins að klára hann bara...
um kvöldið "varð" ég því að ofnsteikja kjúklingabita til að geta nýtt súpuna. Þeir sem vita úr hverju súpur og sósur eru búnar til, þá er afar lítill munur á þeim nema að í sósunum er kjötkraftur og oft kjötsafi... namm... en það er það sem gerir þær svona góðar. ég bætti líka nokkrum sveppum útí.
þar kom vesen 2. ég gat ómögulega notað HEILA ORA dós af sveppum í sósuna. það hefði eiginlega verið too much.
því varð ég að gera Rögnupizzu í hádeginu til að klára sveppina... sniðug finnst þér ekki? :)
Þorbjörg varð sú heppna að fá að koma og snæða með mér og Þráni pizzu svona snemma dags. með ferskum Parmesan osti, kokteilsósu og heimatilbúinni hvítlauksolíu (hættiði að slefa :) )
í kvöld var svo loka vesenið. Það var nefnilega smá kjúklingur eftir á 3 bitum síðan í gærkvöldi... of lítið fyrir mig og þráinn bæði! eitthvað varð ég því að gera...
Tælenskar Núðlur með kjúkling í teriaki sósu ásamt gulrótarstrimlum og blaðlauk sem fannst í ískápnum! :) skelfilega gott!!
Nú er ég semsagt komin á byrjunarreit aftur og afgangalaus! :)

Snillingur eða hvað! :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig