mánudagur, 17. október 2005

blesspartý nr 1

hvað skal segja...
Það var auðvitað snilldarkvöld hjá Svenna á föstudaginn...
Hann hélt upp á blesspartý á Madonnu þar sem flestir hans bestu vina söfnuðust saman og snæddu góðan mat.
Ræður voru haldnar og ég fór að hugsa hve stutt í þetta allt saman er eiginlega !
Eftir að hafa borðað, sem tók langan tíma... ultum við afvelta út af staðnum og niðrá Pravda þar sem við vorum á gestalista og fengum VIP meðferð uppi á annari hæð þar sem hvít leðursæti hituðu lendar okkar, þó sérstaklega Bjögga sem sat á púða mestan hluta kvöldsins.
Fólk var eitthvað seint til að dansa en ég þurfti ekki að tala Dodda mikið til að fá hann út á gólf, og eftir fylgdi Kalli á nó tæm.
Dönsuðum eitthvað, en DJ-inn fær slæma dóma... ekki alveg að meika það greyið og tæmdist gólfið fljótt...
Sveinn tók þá þá ákvörðun að fara heim, og peysan mín var í bílnum hans, ákvað ég því að fylgja honum og ná í peysuna, ekki tóks það betur til en að ég var keyrð beinustu leið heim! Ragna ekki sátt á því augnabliki enda klukkan bara um 3 og því var heimferð frá dán tán reykjavík á þeim tíma against all rules!
ekki segja Svenna og Dodda... en ég hafði kannski bara gott af því... *hóst*
enda blesspartýið mitt daginn eftir í VÍK og allt varð að smella ! :D

skoðið myndir af ósköpunum í boði bth.is
Kíkið við fljótt aftur
því að blogg frá blesspartýinu mínu er á leiðinni.. :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig