mánudagur, 18. apríl 2005

jæja, nú skal þetta hafast.

smá framhald...

föstudagurinn:
Vorum komin á Eskifjörð aðeins fyrir áætlaðan tíma, en hann hafði verið hafður svolítið rúmur svo að við gætum verið komin á réttum tíma :)
Fórum bara fyrst á Café Kósý og sándtjékkuðum. Kynnti mig fyrir stelpunni á barnum "hæbb. ég heiti Ragna" og rétti fram spaðann, hún glotti aðeins og tók í höndina á mér og svaraði að bragði "hæ, ég heiti Ragna" skondið... Mother bitch gott hljóðkerfi á staðnum samt, og kostaði líka sitt heyrði ég svo. Verst var kannski með lýsinguna, við sáum HREINLEGA ekkert á möppuna... en það hlaut að reddast.
Komum svo til Helgu seint og síðar meir og þangað var Guðni mættur með bjór í hönd. gat nú verið :D En helga ekkert að drekka eins og hún sagði "ég er sko búin að vera hætt að drekka í marga mánuði!" mjög stolt, en hugsaði sig svo aðeins um "jah, eða allavegana 2!" Snillingur :) já, þetta er ekkert auðvelt!
Vorum komin á Kósý rétt fyrir 11 og slatti af liði mætt, fullt af fullum köllum! Jón Þór mættur manna fyrstur, auðvitað. og Árni Þór mættur með uppsteyt :) jah, allavegana vinir hans sem að hættu ekki fyrr en að hann fengi að spila. Svo var þarna á barnum ansi sérstök tegund af manni. Honum fannst nefnilega kúl að líta út eins og Selfyssingur og monntaði sig af því og vildi svo endilega vinna stelpu í sjómann, gaf henni svo bjór og dreyfði þúsundköllum út um allt borð svona "alveg óvart" til að sýna henni nú hvað hann var ógisslega ríkur!!! (stúlkan var ég og gleypti ekki við töfrum töffarans) svona menn mættu alveg vera í útrýmingarhættu!
stuðið var ekki lengi við lýði á barnum enda menn flestir að mæta í vinnu kl korter í 7 um morguninn og þeir eru sko látnir blása áður en þeir setjast upp í vörubílana í Álversbyggingu. flestir fóru því snemma og við hættum bara hálf 3 enda fáar hræður eftir í húsinu.
Helga og Ægir voru sérlegar grúbbpíur, að ótöldum Guðna sem gleymdi að ég held að fara úr að ofan! humm.... Verst var kannski að við sáum EKKERT á textana, ég samdi því bara erindin sem ég mundi ekki alveg og Fúsi rýndi í gripin í 10 cm fjarlægð.
þegar við svo komum heim fór Ægir í það að elda, eins og í síðustu heimsókn minni til þeirra. Held bara að Fúsi gæti gifst honum! :) enda Fúsi alltaf við hungurmörk þegar hann kemur heim á næturnar og lætur sig það ekki skipta ef hann þarf að borða hart brauð með engu smjöri og gamalli spægipylsu, hann alltaf ÞAÐ svangur!
Samlokurnar voru geðveikt góðar. alveg í topp klassa! enda mjög sérstakar!!! Ægir hafði nebbla sett þær í vöfflujárnið! :) hahahaha. Hann skyldi heldur ekkert hvað það var erfitt að pressa samlokurnar saman. Verð samt að segja að þetta vöfflujárn var frekar líkt samlokugrilli! :) set mynd af samlokunni hér fyrir neðan. Svaf svo alveg helvíti vel í svefnsófanum.

Laugardagur:
Við hvað haldiði að ég hafi vaknað?! já, og Fúsi líka.... Það stendur maður fyrir ofan höfuðið á okkur með 2 vatnsglös og spyr "viljiði ekki fá vatn" sko, hefði þetta verið Árún eða Inga þá hefði ég búist við að fá innihaldið yfir mig, en trúði því ekki alveg upp á samlokugerðarmanninn mikla og í ljós kom svo að hann var virkilega að gefa okkur vatnssopa þessi elska. Fúsi fór meir og meir að líka við Ægi, enda vanalega það FYRSTA sem hann gerir á morgnana eftir fyllerí er að rjúka í vaskinn og tæma helstu vatnsból af vatni. Helga, þú verður að hafa augun hjá þér með smsum frá Fúsa :) hehe
dagurinn fór svo í almenna rúnta og prufukeyrslu á nýjum Passat, flottur bíll verð ég bara að segja. Ég Helga kíktum svo á fatamarkað :) ég var reyndar alveg róleg þar inni, annað en Helga, en hún keypti sér mesta gellu belti sem sést hefur lengi!
Um 6 fórum við Helga svo að elda. Maturinn hefði verið nægur fyrir 8 en við sáum fram á nasl bara um nóttina :) í matinn var kjöt af kind, sem var sérvalinn af Fúsa og hafði verið sérstaklega vel hugsað um allt fram að slátrun, heyrst hefur af fúsa úti í fjárhúsi á uppeldisári hennar að læða að henni prótínstöngum og rippedfuel (sneiðarnar grillaðar svo í ofni). Steiktar kjúklingabringur með slatta mörgum tegunum af kryddi, piparsósa og hrásalat, að ógleymdum kappeddlum sem settar voru í ofninn líka.
Allt þetta bragaðist mjög vel !
vorum svo bara alveg róleg yfir sjónvarpinu að horfa á "death becomes her" og fórum svo á Kósý. Kvöldið þar mjög gott og fólk í miklu betri gír en á föstudeginum. Dansað og læti! Redduðum ljósleysinu snilldarlega. hengdum bara hausljósið mitt á mic standinn og höfðum kveikt á díóðunum, Fúsi var samt farinn að gera mig hálf smeyka, hann ætlaði nebbla að hafa það á hausnum! ég hótaði öllu illu skyldi hann gera það og ætlaði að sitja úti í sal. Var því frekar ánægð með mic standa reddinguna ! :)
komum heim á Eskifjörð rúmlega 3 og fórum eigilega bara beint að sofa, allavegana eftir að hafa nagað smá kaldan kjúlla og kjöt.

Sunnudagur
Vöknuðum svo um hálf 12 og vorum farin af stað um 1 minnir mig...
Ferðin gekk vel þar sem við ákváðum að fara suðurleiðina til baka. eitthvað sem ég ætlaði ekki að gera. en það var krapi og snjór á allri norðurleiðinni og spáð ekkert spennandi og var eila ekkert að nenna ða keyra í 9 tíma í svoleiðis færð þó svo að 2 - 3 tímar myndu nú sleppa. Var ekkert ósátt við suðurleiðina þegar við fórum af stað enda frábært veður alla leið, sól og geggjað útsýni.
Fúsi tók svo við akstrinum á Höfn, og okkur enn ekkert farið að sinnast. Enduðum í kvöldmat á selfossi um 8 á Subway's þar skildu leiðir okkar úr þessari miklu road trip ferð
Frábær ferð! :)

takk enn og aftur Helga og Ægir !!!!! xxx
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig