fimmtudagur, 21. apríl 2005

Ragna... Sú heppna?

Ég hef nú sjaldan verið talin heppin, allavegana finnst mér ekkert vera neitt voðalega heppin...
Nema þegar kemur að utanlandsferðum kannski! enda hef ég unnið 2 nú þegar og báðar verið alveg geðveikar.
Nú stefnir líf mitt í enn meiri geðveiki í sumar þar sem ég vann á Fm 957 í samstarfi við Tuborg ferð á Hróarskeldu fyrir 2, VIP miðar og læti!!!!!
Shit hvað mig hefur alltaf langað að fara þangað!!
og þetta er að verða að veruleika. Er ekki aaaalveg búin að meðtaka þetta.
Staðan er samt þannig að ég má bjóða einum með mér... og ég er EKKI búin að ákveð hver það á að vera. Það verður bara EINHVER svo að sá sem býður betur hefur vinninginn :)
Ekki eru boðin orðin góð ennþá, jah, nógu góð, en það eina sem hefur borist er Nautnalegt kynlíf :)
Ekki má gleyma að í pakkanum var líka kassi af Tuborg í dós, kippa af pepsí og 6 doritos pokar, og mig sem vantaði einmitt EKKI snakk... Bjórinn samt VEL þeginn :) hehe. Þið vitið semsagt hvert þið eigið að koma ef ykkur vantar snakk!

Fór á Kiss fm afmælið í gær. Skemmti mér mjöööög vel þar og náði að verða heavy full á tæpum 2 tímum, dansaði fullt! þurfti svo að fara þegar Fúsi kom og sótti mig, enda við að spila á Celtic í gær. Mjög gaman bara... Fínt hafa svo driver umnóttina enda var mér orðið heavy illt í löppunum á að standa svona grafkyrr niðri.

Er að fara í Hellaskoðun núna á eftir með Sveppa, Stebba og Kalla. Best að fara að skipta um batterí í hausljósinu og jú, kannski fara í sturtu líka :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig