miðvikudagur, 6. apríl 2005

þekkir þú einhvern sem er svona??

Fann þetta, þetta kallast 5 stig drykkju.

Ég hef alveg hitt nokkra svona, en auðvitað verð ég aldrei svona *blikkblikkblikk*

1.stig - GÁFAÐUR
Þetta er þegar þú ert allt í einu orðinn snillingur í öllu sem er þekkt í heiminum. Þú veist allt og vilt miðla kunnáttu þinni til allra sem vilja hlusta. Á þessu stigi hefur þú ALLTAF rétt fyrir þér, og auðvitað hefur sá/sú sem þú ert að tala við MJÖG rangt fyrir sér. Þetta geta orðið skrautlegar umræður þegar báðir aðilar eru GÁFAÐIR.

2.stig - MYNDARLEGUR
Þetta er þegar þú gerir þér grein fyrir að þú ert einfaldlega MYNDARLEGASTUR á öllum barnum og allir eru hrifnir af þér. Þú getur farið til einhverrar ókunnugrar manneskju þar sem að þú veist að hún er hrifin af þér og vill tala við þig. Hafðu í huga að þú ert GÁFAÐUR, þannig að þú getur talað við manneskjuna um hvaða málefni sem er

3.stig - RÍKUR
Þetta er þegar þú verður skyndilega ríkasta manneskjan í öllum heiminum. Þú splæsir drykkjum á alla á barnum af því að þú átt stóran vörubíl fullan af peningum á bílastæðinu fyrir aftan barinn. Þú getur líka farið að veðja á þessu stigi, af því að auðvitað ertu enn GÁFAÐUR, þannig að þú vinnur að sjálsögðu öll veðmál. Það er sama hvað þú veðjar miklu af því að auðvitað ertu RÍKUR. Þú kaupir líka drykki handa öllum sem þú ert hrifinn af, af því að þú ert MYNDARLEGASTUR í öllum heiminum.

4.stig - SKOTHELDUR
Núna ertu til í slagsmál við hvern sem er, sérstaklega þá sem þú hefur verið að veðja og rífast við. Þetta er vegna þess að ekkert getur skaðað þig. Á þessu stigi geturu líka farið til félaga þeirra sem þú ert hrifinn af og skorað þá á hólminn. Þú óttast alls ekki að tapa af því að þú ert GÁFAÐUR, þú ert RÍKUR og anskotinn hafi það, þú ert MYNDARLEGRI en þeir að minnsta kosti!

5.stig - ÓSÝNILEGUR
Þetta er lokastig drykkjunnar. Á þessu stigi geturu gert hvað sem er af því að ENGINN SÉR ÞIG. Þú dansar uppi á borði til að heilla þá sem að þú ert hrifinn af, af því að enginn annar í herberginu getur séð þig. Þú ert líka ósýnilegur fyrir þeim sem vilja slást við þig. Þú getur sungið eins hátt og þú getur á götunum af því að enginn sér þig eða heyrir í þér og vegna þess að þú ert ennþá GÁFAÐUR og getur allt.


Ef þið eruð ennþá að lesa ( bíddu, af hverju ættirðu ekki að vera að því??? ) þá ætla ég að setja hér inn nokkrar tillögur á merkingum á vínflöskum í framtíðinni...

-Þú átt á hættu að dansa eins og fífl ef þú drekkur úr þessari flösku.

-Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú segir sömu leiðinlegu söguna aftur og aftur, þar til vini þína langar mest til að berja þig.

- Neysla áfengis getur orðið til þess að þú "þegir þlutina þvona".

- Neysla áfengis getur komið þeirri ranghugmynd inn hjá þér að fyrrverandi elskhugar þrái að heyra í þér klukkan fjögur að morgni.

- Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú hafir ekki hugmynd um hvar nærbuxurnar þínar eru niðurkomnar.

- Neysla áfengis getur orðið til þess að þegar þú opnar augun morguninn eftir sjáirðu eitthvað sem vekur þér ótta (eitthvað, sem þú getur ómögulega munað hvað heitir).

- Neysla áfengis getur valdið því að þú teljir þig miklu laglegri, og gáfaðri en þú ert, sem getur leitt til óteljandi vandræða!


Sko, maður veit þetta ekkert :) alveg ástæða til að vara mann við!!! :))))

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig