mánudagur, 25. apríl 2005

Ástand í Stúfholtinu

já, nú var tekið á því!

Þvílíkt þunglyndi á föstudaginn þar sem enginn nennti að gera neitt eða var ekki hér (í rvk semsagt) Ég tók því snögga ákvörðun kl kortér í 8 um kvöldið! að skella mér austur!!! Gulla var lika á leiðinni og við ákváðum að djamma þar saman!
Var komin eitthvað um 10 heim foreldrum mínum til mikillar furðu en þau vissu ekkert af mér frekar en nokkur annar. Endaði á upphitun heima í boði fm 957 og Tuborg. Fór svo á barinn með Gullu þar sem stemmarinn var góður og hélt áfram drykkju og djammi í góðra vina hópi.
Var komin heim á tiltölulega skikkanlegum tíma enda heimferð til rvk plönuð snemma daginn eftir. Lagði af stað aftur í bæinn kl hálf 1 á hálf skrítnum bíl sem pabbi sagði mér að væri allt í lagi með, væri bara einhver skítur í honum, sko ég veit sko betur en að Trausti sé ekkert skítugur! hrumpf!
Ástæðan fyrir þessari hraðferð á mér var sú að ég var að fara á árshátíð pítunnar í Viðey á laugardagskvöldinu. Fyrirpartý heima hjá unni og jónsa í boði Carlsberg og svo skutluðumst við öll niðrá höfn til að taka viðeyjarferjuna. Flottur staður!
maturinn slapp alveg en ég er ekkert endilega hrifin af lambakjöti yfir höfuð samt! fann þarna merkilegan bækling um Viðey sem ég las og lærði utan að og komst að því að það má tjalda í viðey! hver kemur með!!!!!?????? snilld !!
fór svo í kirkjuna líka sem ég komst að skv bæklingnum að er sú næst elsta á landinu með elstu innanstokksmunum. Það allra merkilegast er þó að í gamla daga þá voru konurnar látnar sitja á bekkjunum vinstra megin og karlarnir vooru hægra megin. Þess vegna voru konubekkirnir (vinstra megin) smíðaðir 7 cm lægri!!! pæliði í því :)
leiðin lá svo niðrí bæ á NASA og þaðan á Pravda. Tímaskynið ekki aaaaalveg í lagi en ég var komin heim þegar það var orðið bjart, það eitt man ég ! :)

Vegna fyrrgreindra ástæðna var haldinn hvíldardagurinn ógurlegi í gær.
Trausti er veikur, sko pabbi, hann var ekkert einhver skítur í honum! en það mun allt reddast á morgun því að ég fæ líklega varabíl að láni ef að eitthvað mikið er að trausta litla en hann mun líklegast verða sjúkdómsgreindur í kvöld...
Fyndna er að Þráinn er líka bíllaus en hann tapaði allri olíunni af honum uppá heiði seint í gærkvöldi! hann er þó trúlegast í lagi, eða það vonar hann...
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig