mánudagur, 11. apríl 2005

2 Snafsar á Eskifirði

Jæja. þá er ég komin heim eftir langt og strangt ferðalag.
Ég fór nefnilega ásamt honum Fúsa á Eskifjörð ( svona fyrir þá sem EKKI vissu að :) )
Planið gekk eiginlega allt samkvæmt áætlun en svona var ferðin:

Föstudagur:
Ég vaknaði snemma við það að ég átti eftir að gera mikið... Pakkaði niður og braut saman öllum þvottinum sem ég var búin að þvo síðustu daga... pakkaði svo niður dótinu sem ég hélt að ég þyrfti nú að nota. Reyndar var dótið ekkert svo mikið en fötin voru ansi mörg, ég endaði semsagt með eitt bjútíbox og heila GENGIS-tösku af dóti :D Fór með allt út í bíl sem tók alveg 3 ferðir enda koddi, svefnpoki, mappan og gítar ásamt miklu víni líka með í för líka.
Anyway, ég fór í Vistfræðitíma og svo strax eftir það fór ég á Selfoss þar sem Fúsi beið orðinn alveg spinnegal og spenntur. Reyndar stoppaði aðeins og tók bensín. 2000 kall sem átti að endast vonum framar.
Selfoss beið spenntur, en ekki jafn spinnegal og Fúsi :) Ferðin að hefjast um 1 og nokkrir tímar framundan í bíl... úff... hljómar ekkert vel.
Stoppuðum smá í Vík, fyrst að Brekkum og svo heima þar sem við sóttum um matarstyrk og ég tók með nmt síma, jah, mar veit aldrei hvar bíllinn getur bilað. Svo hefur þessi sími líka bjargað mér einu sinni. Sakaði ekki að hafa hann með.
Tókum svo bensín í Freysnesi þar sem að það var aldeilis okrað á okkur!!!
Ferðin gekk svo pretty vel og sparnaðar aksturinn gekk framar öllum vonum.
Sparnaðaraksturinn var semsagt ekki hraðar en 110 og keyra í 4. gír. með því sparar maður bensín á Dihatshu Charade krakkar. :)

úff
skrif ameira á morgun
Stay tuned :D
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig