laugardagur, 2. apríl 2005

sagan endalausa

Sæl öll og blessuð...
Ekki sjéns að ég geti farið að telja upp nákvæmlega hvað er búið að gerast en ég ætla bara að stikla á stóru og setja niður nokkra punkta...

-Fór á Selfoss á fyllerí fyrir páskafrí og fékk mér góðan drátt á leiðinni....
-Datt ærlega í það á Selfossi sem aldrei fyrr og slasaði mig ekkert í þetta skipti.
- átti svo að vera að spila um helgina eftir Selfoss ævintýrið en nei, einhver leiðinleg misbókun svo ég fór bara til víkur í páskafrí, aðeins fyrr en áætlað hafði verið og skellti mér á gott fyllerí með Víkurbúum, jesús, þetta er allt runnið saman.... get ekkert munað hvað ég gerði!!! þarf að hringja eitt símtal... ahaaaa!!! búin að hringja í heimildarmann sem mundi þetta ekki heldur, en eftir smá umhugsun (alveg 5 mín!) rifjaðist þetta upp...
-semsagt, Fúsi ég og haukur fórum til Elsu þar sem var svona mismikið stuð og Siggi bauð mér svo til Orra og Esterar en þar voru einhverjir fuglar að drekka.... eftir að hafa étið grafna önd og drukkið einhvern bjór gerði ég heiðarlega tilraun til að kenna manni á hækjum að dansa. tókst svona líka bara príðilega :) Varð svo samferða Sigga Gými áleiðis heim (eða þangað til að hann var kominn að sínu húsi) og ég hélt svo áfram labbandi í GRENJANDI rigningu!!! úff... var alveg ííís kalt !
- Mission páskanna var að horfa á alla Lost þættina sem eru í tölvunni minni, en komst að því svo að þeir voru ekki allir þarna! urg, og ég ennþá að bíða úr spenningi, þvi allt að gerast þegar það var ekki meir. :(
-Laugardagurinn fór í annað fyllerí, á kaffihúsinu semsagt. allt í tómu tjóni og ég orðin full einu sinni enn ( ekki láta ykkur detta það í hug að ég sé samt að breytast í byttu! ) :) Enduðu svo allir í partýi heima hjá Helga þar sem Palli á Heiði stökkbreyttist og fór að tala "kokka-frönsku" og elda hamborgara, ég fékk það verkefni að krydda smá og fannst alveg stórsniðug hugmynd að setja rósmarín á borgarana, örugglega útrunni 1802 og þeir sem vita hvað rósmarín er, þá er EKKI gott að hafa of mikið af því, enda hálfgerðar greininálar. Palli sagði að smjör myndi bæta allan mat og skellti hálfu smjörstykki út á, svo að smjörsoðnir hamborgarar voru í eldun, Steini Á Heiði mætir þá hress og kátur og finnst eitthvað að þessari eldamennsku okkar, ekkert "fútt" í þessu og skellir GÓÐUM slurk af norskum brjóstdropum, nei, ekki yfirheiti yfir Jaagermaster, neibb, heldur svona í brúnni flösku, BEINT úr apótekinu,! oooooj!!! lyyyyktin! heyrðu, ekki nóg með það, vorum varla búin að stjaka honum í burtu þegar hann hverfur aftur, og kemur aftur galvaskur segjandi það að það verði að setja smá fyrirbyggjandi þynnkubana í þetta og fleygir muldri alkaseltzer töflu útí !!!! the rest is history og þetta formlega verstu hamborgarar sem ég hef smakkað!!!
-Ragna á leiðinni heim fattar það að skórnir eru horfnir!!!!!
-Verður með endæmum þrjósk og neitar að fara fyrr en fær sína skó, og endar á að sofa í sófanum hjá Helga
-Þráinn mætir um hádegið sposkur á svip með auka skó!
-Ragna í missioni um 1 leitið að leita að þeim bjána sem tók skóna hennar og ræðst á ræfil í sjoppunni sem átti að hafa sést í svipuðum skóm á leiðinni heim og rukkar hann um skóna, hann verður hálf ræfilslegur enda stúlkan úfin, illa sofin og enn í sömu fötunum ekkert allt of glöð að sjá og hann gefst upp og losar skóna mína úr gíslingu.
-Ég er bara ekkert frá því að ég hafi haldist edrú næstu daga...
-NEMA fram að miðvikudegi!! þá fór ég í eitt það fyndnasta fyllerí sem ég hef farið lengi, enda varð ég svo skuggalega drukkin, endaði í partýi hjá Sigga Gými, BARA með strákum að horfa á klámyndir, verð að segja ða sú danska, "jomfruens tegn" sló sko ærlega í gegn og var genni skolað niður með ómældu magni af bjór. Eitthvað voru Tobbi og Helgi að missa sig og í símtali frá skúrnum heyrðist í gegnum hláturskrampana í Atla að Tobbi væri kalinn á putta og Helgi að reyna að sniffa nítró. hehe. tókst ekki beint :) já, svo man ég líka, Krulli var þarna og við fórum í labbitúr, enda kaffið lokað! eitthvað urðum við að gera í málunum. Sáum að bíllinn hans Hauks stóð fyrir framan nýja hljómsveitarhúsið okkar og ákváðum að fela bílinn :D Ragna hoppaði inn, setti bjórinn milli lappa og hóf handa við að reyna að stýra. Áttum samt erfitt með að hugsa hvar við ættum að fela hann en eftir nokkra umhugsun fannst okkur llaaaang fyndnast að setja bílinn í hlaðið heima hjá honum!!! sé það alveg fyrir mér, hann koma labbandi ut daginn eftir, vitandi það að bíllinn er vesturfrá og bíddu, ha, hvað er hann að gera hér??? :) hehehehe
-Heilsan daginn eftir var fín og ekkert sem gat komið í veg fyrir djamm daginn eftir. Svo fór svo á endanum, allavegana eftir að ég hafði farið í 2 fermingar á Hunkubökkum í faðmi fjölskyldunnar og borðað endilega yfir mig , enda góðir kokkar i fjölskyldunni og karlpeningurinn virðist vera góður í að velja konur sem elda nógu vel til að standast standarda á móti henni ömmu minni. Skemmtilegt kvöld í vændum þó svo að ég hafi verið eitthvað sljó eftir fermingarnar, en til að gera langa sögu stutta þá fórum við í partý hjá Systur Óla á Reyni og þeirra skyldfólki... hehe, man allt í einu, hvað heldurðu að ég og Fúsi höfum gert?? nei, ekki reyna að giska!!! við töltum upp á loft og sungum 2 stelpur í svefn, for real! fannst okkur standa okkur alveg prýðilega í foreldrahlutverkinu :) hehe, reyndar þurftum við 2 atrennur(þær snéru á okkur í fyrra skiptið ) en báðu um okkur aftur og báðu um óskalög, við hægðum bara tempoið i öllum lögunum, og taddaraa, þær hrjótandi á nó tæm! Enduðum í partýi hjá Tryggva og ég svo strauk þaðan... enda búin að gera díl við fúsa
-Díllinn var sá að fara í rúnt á föstudeginum og ég átti að vekja hann kl 11 og rífa hann á lappir. nú, sem ég og gerði, Fúsi vissi ekki hvaðan að honum stóð veðrið þegar ég hoppaði í rúminu hans 8 mín yfir 11 og dró frá, hann ekki alveg jafn hress (Fúsi má ekki vita að ég var nú ekkert svooo hress sjálf.. :) Missionið var að gera aðra atlögu að Holtsdal, málið er að við fórum síðustu páska, líka á föstudeginum langa, völdum vitlausan veg í Holtsdalinn og festum Trausta og urðum að moka hann ærlega upp. Missionið verður eitthvað framlengt enda komumst við svo að því að það var ófært upp í Holtsdal þar sem að vegurinn var eins og drullumall. settum því nýtt mission, að festa Trausta, Fórum og skoðuðum Dverghamra og Botnavatn og kíktum við upp að Ásum. Fórum svo á rúntinn um Tunguna og festum NÆSTUM bílinn á leiðinni upp í skaftárdal en snérum við áður... Langþráður hamborgari var svo snæddur á Systrakaffi og svo haldið heim. Nú má nefna að bensínmælirinn var bilaður í bílnum svo að auðvitað urðum við bensínlausútá sandi ! :) kemur alveg í staðinn fyrir að festa okkur ekki. En gott er að eiga góða að og svo skemmtilega vildi til að mamma og pabbi voru ekkert langt frá okkur, að koma úr Álftaverinu og við fengum ódýra ferð heim fyrir afli Dodda sterka :)
-Fékk þá trufluðu hugmynd að fara á ball á Hvolsvelli á meðan við vorum bensínlaus að bíða eftir Dodda sterka og Fúsi, jah, jú, nokkuð til bara. Hann reddaði svo driver, en það var Haukur. Ballið var mjööög skemmtilegt en kíktum samt fyrst í ammilispartý til Maríu á Giljum, hitti þar hann Jón Hilmar minn, alltaf jafn gaman að sjá hann. já, ballið, snilldar ball, var ég kannski búin að segja það?? allavegana, gott ball. Eins og Hinir sáu um að skemmta fólki og ég reddaði mér fríum bjór úr öllum áttumm, híhí. Varð samt fyrir þeirri óskemmtilegri lífsreynslu að horfa á gaur berja Fúsa í HAKK, ég missti mig alveg og hrinti gaurnum eitthvað í burtu, og þá kemur annar gaur, labbar á mig og á bjórinn minn og ég missi hann, þá varð ég ennþá meira ill, enda fúsi ennþá liggjandi í gólfinu og fólk að reyna að ná öðrum gaur ofan af honum, ég tek því tóma glasið og þrykki því í bakið á bjór-niður-helli-gaurnum, sný mér við og labba beint í fangið á FÚSA!!!! hehe, úps. Ég meina, hinn gaurinn var ekkert svo ólíkur fúsa, ÞÓ að ég hafi aðeins séð, skóna, buxurnar, beltið og aðeins í nærbuxurnar.... hehe. think before you act. nýtt mottó.
Fúsi ekkert ánægður með að ég hafi verið að bjarga honum launaði mér það skömmu síðar með því að kýla mig, (já, í bókstaflegri merkingu) og ég með sprungna vör og bólgna í nokkra daga eftir. Var alveg skelfilega þreytt á leiðinni heim og man bara EKKERT eftir henni....
-LAugardagur.... - 2 Snafsar á Halldórskaffi. Nenni nú ekki að skrifa mikið um það nema ða það var húsfyllir og sannkallað metkvöld! aldrei verið meira hefur maður verið að heyra (hehe, rímar) my worst fear kom þó, ég varð raddlaus, og EKKi halda að ég hafi verið gargandi dagana á undan, ég var ekkert svooooo góð i hálsinum og var búin að hlífa honum i rúma viku... og hana nú! Eftirpartý var svo heima hjá Pálma og ég fór svo þaðan, alveg uppgefin
-Sór þess dýran eið að drekka aldrei aftur á sunnudaginn (Páskadag)
-Sagði ekki EITT orð allan páskadag! believe it or not, ( til eru vitni sem geta staðfest)
-röddin kom á mánudeginum
-pakkaði niður á þriðjudeginum og fór í bæinn, ennþá hálf slöpp samt og alltaf með þennan fjandans hósta
-hóstinn versnaði og versnaði og mér leið verr og verr
-endaði á fimmtudaginn að fara upp á spítala, þar i lungnamyndatöku og greind með bronkitis og VOTT af lungnabólgu, vúbbí-dú!!!! oj barasta
-Verð að spila á Café Kósý á Reyðarfirði með 2 snöfsum næstu helgi (8. og 9. apríl) Hvet alla sanna stuðningsmenn að mæta :)
-nú er mitt eina markmið að láta mér batna og nú ætla ég að einbeita mér að þvi alla helgina og ætla ekki ut úr húsi (eða allavegana er það meiningin) búin að byrgja mig upp af mat, eða réttara sagt 5 kg flykki af vatnsmelónu sem verður fyrir árás um helgina, freistandi samt að skella ekki smá vodka inn æi hana og skemmta mér ein með sjálfri mér, en það má víst ekki drekka ofan í þessi lyf, ekki heldur að vera ólétt ( auðvelt að standast þá freistingu ) og heldur ekki vera úti í sól (litlar líkur, enda ég innandyra ! og meira að segja ekki von á sól skylst mér. )
-Síðasti punkturinn.... Ég ætla mér að vera duglegri að blogga :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig