miðvikudagur, 9. mars 2005

Ferðasagan framhald nr 2!

....

Gísli frændi réð ekkert við kraftinn í bílnum og tók svo eitt stykki kollhnís niður brekkuna aftur og sem betur fer meiddi hann sig ekkert.
Eftir þetta óvænta atriði varð að lokaatriði jeppaleikanna og var haldið inn að hlýja sér, opna fyrstu/fleiri bjóra og svo þegar allt var reddí, þá var etið snilldar þorramat sem var búið að búa á snyrtilegan máta þrátt fyrir frumstæðar aðstæður.
Annállinn var með skemmtilegra móti og góðum punktum, upplesturinn á honum sá Bessi um og péturseyjarbræður sáu svo um að skiptast á inn á milli ferðasagna að koma með auglýsingar.
Fékk sjálf einhver skot, allavegna eina auglýsingu þar sem ég auglýsti eftir fari :) og helst kraftlausum bílum og svo var einnig sagt frá ævintýrinu þegar ég og Dóri húktum í "lífshættu" á fjallsbrún og biðum eftir snöggum höndum að binda pelastikk og festa saman bíla.
Þegar öllum skipulögðum skemmtiatriðum var lokið voru gefin verðlaun (sést allt á myndasíðunni held ég) og kosin ný nefnd....
Þar lenti ég í vesi enda var nýja nefndin skipuð
Guðrúnu Maríu
Atla Má
Orra Ö
Guðna
Palla
og...
MÉR!!!!!
Semsagt, einhleypingafélagið...
ég kannski verð nú ekki, en ég segi ekki frá því akkúrat núna, þarf að fá ýmislegt á hreint fyrst.
Trallað var og tjúttað fram eftur öllu og skemmti ég mér konunglega! svaf svo alveg unaðslega eins og ég geri alltaf, en þurfti samt að hafa aðeins fyrir því að komast í kojuna mína, þurfti að sýna 3 klær til þess, híhí, grey strákurinn samt...
Svaf svo svo lengi að ég vaknaði upp ein í herberginu við þau komment frammi sem ég vil ekki beint vakna við en þau komu frá ákveðnum aðila hve HRÆÐILEGT það sé að vakna á morgnana í fjallakofa og að piiiisssssssssa í sig eins og hann hafi aldrei þurft að pissa áður en neeei, verið með standpínu og þá neinei væni, þú þarft bara að BÍÐA!!
Breiddi upp fyrir haus og reyndi að telja mér tru um að ég hefði ekki verið að vakna við þetta.

Allt í einu voru allir jeppar horfnir nema nokkrir og skil ég ekki hvernig það fór svona fram hjá mér... en greyið þeir því að þeir sem eftir voru fóru álftavatnakrók og niður öldufell í rosalega góðu veðri, allir nema Össi og Nagli en þau ætluðu að reyna við Landmannalaugar og þangað á selfoss en sneru við vegna lélegs skyggnis, og við í glampandi sól littlu neðar...

Hamborgarar voru svo snæddir að gömlum vana í Víkurskála og rifjuð upp skemmtileg atvik....

Frábær ferð í alla staði!!!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig