mánudagur, 14. mars 2005

Helgin í fáum orðum

var að vinna á föst á pítunni semsagt, kíkti til Sveppa svo í idol...
Var mjög gaman að spila á Celtic þó svo að við vorum niðri alla helgina og fékk nokkra kossa þennan föstudaginn, flesta samt frá stelpu sem var alveg obsessed!!
verslaði föt á laugardaginn og skildi Fúsa eftir heima eins og litla óþæga krakkann, vildi eiginlega heldur ekki gera honum það að fara í stelpubúðir :)
þegar ég svo kom heim var þessi elska svo að taka til (Var svona mikið drasl hérna???!!!) og ég endaði á að elda geggjaðan mat (Grillaðar kjúklingabringur með hvítlauksveppum, alvöru sveppasósu, salati með pestó og hvítlauksdressingu) og hvítvín og læti svo með til að skola niður..., fór síðan í leikhús að horfa aftur á Draumleik og var aftur jafn gaman þar! kom svo heim og borðaði osta yfir sjónbartinu og töltum svo aftur nirðá Celtic þar sem allt var crazy og húsið stappað!!! mikið var kalt að labba heim...


Hittum hressa færeyska stelpu á leiðinni heim á laug...... ekkert smá fyndið... hún hafði séð okkur á Celtic Cross fyrr um kvöldið og sagði MMMMEEEGJA FLOTT aftur og aftur. við hlógum upp hálfan laugaveginn.. snillingur

Svo hef ég komist að því að fúsa finnst EKKI fyndið þegar strákar labba upp að okkur og segja "hæ stelpur!" ég skil það ekki einu sinni hvernig fólki getur sagt þetta enda er fúsi bara EKKERT kvenlegur.... :)

Annað hvort er ég svona lesbísk útlýtandi að fólk heldur að ég geti ekki verið með strák þarna hliðina á mér eða að þeir horfa svoina mikið á mig að þeir taka ekki eftir Fúsa...
ætla ekki að velta mér mikið upp ur þessu samt.

kveðja...
Ragna ástrali
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig