þriðjudagur, 1. mars 2005

Þorraferðin ! :)

Hafði einhvernveginn bara engan tíma til að skrifa þetta í gær... Svo þarf maður líka að vera í ansi miklum ham til að nenna því, en í dag skal þetta gerast svo að ég fari nú ekki að gleyma.

Eftir smá vesen hafði mér tekist að redda mér fari í ferðina, hjúkket, var orðin frekar hrædd þarna á tímabili, ég endaði semsagt á að fara með Einari Karli og Unni á Land Cruiser, hehe, ég einhvernveginn elti þá bíla og þessi bíll er nú bara held ég næstum alveg eins og bíllinn hans Einsa sem ég hef hingað til verið að fara með á.

Föstudagur:
Var náttla í bænum og brunaði því austur eitthvað um 2 leitið með fullan bíl af drasli og 2 hömstrum sem mamma ætlaði að fá í Víkina . Mikið rosalega var ég viss um að hafa gleymt einhverju!!!! en það yrði þá bara að koma í ljós. Ég hlakkaði svo gríðar mikið til að é hélt að ég myndi ekki lifa þetta af! Planið var að allir hittust á Kaffihúsinu kl 7, borðuðum pizzu og héldum svo af stað um 9 eða svo... Glætan samt að það myndi standast en so what :) Pizzan var góð, þó svo að sumir hafi fengið overdós af piparkornum og allar 9" pizzurnar búnar þegar síðasta hollið kom. Þegar ég var búin að fara 2 aukaferðir heim að sækja dót sem ég gleymdi þar þá taldi ég allt vera komið sem mig vantaði og festi mig í bílinn hans Einsa þegar allur hópurinn var búinn að borða og til í tuskið, sem var alveg ótrúlega snemma, klukkan ekki nema um 9 held ég. voru held ég 8 bílar sem lögðu þarna af stað og í þeim voru:


Einsa bíl (AKA takkabíllinn) - Einar, Unnur, Ragna Björg
Sigga Gýmis bíll - Gýmirinn, Helgi (AKA HelgA), Anna og Doreen
Jósa bíll - Jósi, Helena
Gauja bíll - Gaui, Sæunn, Guðrún
Geðveiki willysinn - Vilborg, Bessi (hressi?)
Gráa stálið - Elli, Halldór Ingi
Doddi - Jói, Palli
Stríðsvagninn - Guðni, Gísli

Held að þetta sé svona nokkurnveginn rétt en það skiptir ekki öllu máli. Á leiðnni pikkuðum við svo upp 2 ferðalanga sem tældu okkur með loðnum og köldum leggjum en þeir voru Guðbjörn og Stjáni sem komust ekki lengra á Fordinum með sleðakerruna og tók einsi kerruna og Sigga sem farþega og Guðbjörn tróð sér einnig í annan bíl, Stjáni talaði um það svo alla leiðina hvað þetta væri nú góð kerra sem Vegagerðin átti og hve mikið hann væri nú búinn að keyra hana á þjóðvegum landsins :) Færðin innúr var ekkert til að kvarta yfir, lítill snjór og sá snjór sem varð fyrir okkur var harðfenni. Inni í kofa voru 3 sleðamenn í engu stuði (Ingi Már, Hjördís Rut og Atli Már) planið var að láta lífgast aðeins yfir stemmingunni. Það yrði örugglegur vinningur í þeirri baráttu :) Allir báru dótið sitt inn og ég náði kojunni minni :) sef alltaf vel þar :D það er semsagt fyrsta kojan til hægri þegar þú kemur inn í litla herbergi, og don't dare að stela henni!!!!
Fyrstu bjórar kvöldsins voru brátt opnaðir eftir að komið var í kofann og hafist handa við að kynda ogkveikja á kertum í öllum skúmaskotum, Klósettið var í gangi en það þurfti samt fyrst að hætta sér út með stóra fötu út í læk og reyna að detta ekki ofan í hann við að ná í smá vatn til þess að nota svo til að sturta ofan í klósettið manually. En klósett var þetta og held ég að kvenþjóðin hafi verið hálf fegin að þurfa ekki að standa með rassinn einhversstaðar úti í skafli með grýlukerti. Þó að það sé nú ekkert nema hressandi samt :)
Einhvernveginn fylltumst við
Fúsi allt í einu þeirri löngun sem kemur alltaf eftir ein bjór, þ.e. að sita og spila á gítar og syngja, fólk tók eitthvað með undir og Haukur sló í gegn með UKULELE :) fyndið hljóðfæri enda alveg PÍNKU lítill gítar. Þegar maður fyllist þessari löngun þá endar maður líka fullur sem var svo keisið. Allir skemmtu sér mjög nema kjéllingin hann Fúsi sem fór að sofa fyrir 1 og var svo engan veginn hægt að vekja hann aftur þó að trúiði mér, ég reyndi!!! Jósi var ekkert ánægður með að sjá G&T vin sinn dauðann svona snemma. þó svo að Fúsi haldi því statt og stöðugt fram að hann hafi bara farið að sofa, ræææææt :))))))
ég klifraði í kojuna mína um 3 og voru þá einhverjir ennþá á fótum en ekki nógu mikið stuð fyrir mig að nenna að hanga yfir því.

Laugardagur:
Ég hef komist að því að ég sef alveg roooosalega fast! Svaf það alveg af mér þegar fólk kom í herbergið, alveg 6 með dót og læti og lagðist til svefns allt í kringum mig. Var smá stund að fatta hverjir þetta voru eiginlega! Flestir voru samt farnir að rumska nema Bessi hressi sem hafði verið plantað þarna inn og var víst ekkert við góða heilsu enda búinn að rækta jarðveginn eitthvað fyrir utan kofann um nóttina, ég veit ekki hvort að hann hafi bara verið svona stressaður yfir því að vera farþegi hjá Vilborgu :) Einnig voru Einar Karl, Jósi og Gaui eitthvað furðulegir en TREO átti eftir að kippa þeirra lífi í lag.
Morgunmaturinn var samloka og trópí, linsurnar settar í augun, einhverju nesti mokað í tösku og svo var ég reddí sneddí ! veðrið var geðveikt og átti að rúnta eitthvað inn á langasjósleið. Þarna höfðu jeppar bæst í hópinn og veit ég satt að segja ekkert hvenær þeir komu!!!! Allavegana voru þessir jeppar með í ferðinni inneftir

málningardollan - Gísli frændi
willy's - Óli
Cherokee - Konni, Oddi

Bílarnir voru hitaðir og sýndust ansi klárir í ferð dagsins þó að sumir driverar voru ekki alveg jafn hressir og því sá maður konur undir stýri á allavegana 3 bílum þar sem að karlmaðurinn sat í farþegarsætinu, grár og gugginn :) nefni engin nöfn.
Mikil þoka mætti okkur þegar við vorum komin inn á langasjósleið og sá mar ekki rassgat, grái 31" cherokee-inn var skilinn eftir á leiðinni og fengu farþegar hans far með öðrum. ferðinni var svo heitið upp á Breiðbak og þegar við vorum komin upp í hlíðar fjallsins KEYRÐUM við upp úr þokunni!!! geeeeðveikt, þegar upp var komið stóðu allir og göptu enda rosalegt útsýni!!! sáum allt í kringum okkur og þoka lá yfir öllu láglendinu eins og sjór!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig