miðvikudagur, 16. mars 2005

"þetta ekki vera hæð númer 3??"

vaknaði í morgun við þvílíkan djöfulgang.... tók mig langan tíma að fatta hvað það var í gangi. komst að þeirri niðurstöðu svo að það væri einhver í fjandanum að dingla dyrabjöllunni frammi ganginum, hvernig gat þráinn lokað sig þarna frammi hugsaði ég líka um leið og ég leit á klukkuna og sá að hún var tíu mín í 8!!!
opnaði svo hurðina eins illa útilítandi og ég get orðið á morgnana (árún, þú veist hvað ég meina!) og spyr grimm "hvað er?!"
hvað haldiði, stendur ekki einhver grey kínversk kerling frammi á gangi með þvottabala alveg skíthrædd og segir "þetta ekki vera hæð númer 3??!" uuuuuuuuuuuuuuu, neeeeeeeeeeeeeeeeiiiiiiiiiiiiii svaraði ég, lokaði pent og fór að sofa aftur í smá stund í viðbót!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig