þriðjudagur, 8. mars 2005

Framhald af þorraferð

Shit, ég verð nú að reyna að klára þetta helvíti!

Allavegana. við borðuðum matinn okkar þarna uppi, eða þeir sem gátu beðið en ekki verið að borða í bílunum.... ekkert verra að borða á ferð samt :D
Á leiðinni niður gerðist svo það fáranlega fyndna að Elli greyið stendur allt í einu EINN uppá Breiðbak og bíllionn sem hann átti að hafa far með einfaldega horfinn. Jah, ekki langt samt, enda var Gísli frændi ekkert horfinn, hann hafði einfaldlega GLEYMT Ella uppi á Breiðbak og brunað niður í æsingnum. Elli ekkert allt of ánægður því ekki er gaman að fatta hvað maður er rosalega lítið merkilegur að það sé hægt að gleyma manni! Svo er nú reyndar ekki reyndin með Ella og hann merkilegur maður, og í Þorranefnd og allt! en Gísli líka bara skelfilega æstur! :)

Neyðarkall hafði komið frá Össa og Lóló þar sem við vorum uppi á Breiðbak og hafði þá slitnað viftureim í Grand og komst hann hvorki lönd né strönd. Reynt var að redda þessi með þvi að finna aðra en það gekk ekki eftir og fórum því Ellabíll og Einsa bíll niðrí Hólakofa þangað sem Guli Kafbáturinn var búinn draga hann og reynt að redda málum. Fattaðist helvíti merkilegt! Í stað þess að hringja í Sigga Gými og spurja hann númerið hjá Sæla í Framrás þá var víst líka hægt að spurja dóttur hans sem var víst þarna á staðnum! :)
Ekki var hægt að redda málunum og þvi össa og Lóló troðið í gráa stálið og brunað aftur upp á Axlir þar sem farið var í æsispennandi snjóþoturall og eru skemmtilegar myndir af því á myndasíðunni!!!!!
Haldið var svo heim á leið með frostbitnar kinnar og farið í jeppaleika þegar komið var niðrí kofa.
fyrst var farið í kappakstur, sem gekk þannig fyrir sig að jeppum var raðað við ráslínu og svo ræst bilana af stað! það eina sem var frábrugðið venjulegri keppni var að sá vann sem var síðastur í mark! :)
Einsi vann þá keppni með glæsibrag. 2. þrautin var svo sett þannig upp að 3 tiltölulega léttir og jafnléttir bílar voru settir í röð með spotta bundna í sig og svo talið keppendur í 3 lið og þau sett í reipitog, eða eiginlega, hvaða lið er fyrst til að draga bílinn sinn í mark! mitt lið vann ekki, og kenni ég snöggri hemlun hjá Sigga Gými um :D hefðum samt sjálfsagt tapað anyway.
3. leikurinn var spyrna upp í brekku hægra megin við skálann. bílarnir byrjuðu við rót brekkunnar og sá sem komst hæst setti markið sem var svo reynt að bæta í næstu atrennu, 2 og 2 bílar kepptu úi senn
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig