kíkti á vedur.is og svo virðist sem svo að þetta veður hafi verið partur af prógrammet... ætla hér með að fylgjast betur með veðrinu svo að ég endi ekki með nefið út í snjóskafli oftar á morgnana. Er búin að ná í útigallann, vetlingana og húfuna og rúðusköfuna úr bílnum og raða því hérna innandyra því að það spáir einhverri snjókomu á morgun líka og nú skal ég verða tilbúin til að skafa bílinn án þess að eiga þá hættu á að fá kalsár. (hef heyrt að brjóst séu í miklum áhættuhópi ! )
Fór líka á hvellur.is þar virkaði linkurinn ekki yfir snjókeðjur en ætla að koma við í bræðrunum ormson á leiðinni í skólann á eftir og athuga með hitablásara. Svo gæti ég leigt hann út til þessara hjólamanna sem gráta nú þar sem að klakinn var að fara :)
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)