miðvikudagur, 25. febrúar 2004

helgin...

Guð hvað hvað ég átti að slappa af og safna kröftum fyrir ammilisveisluna á laugardeginum. Fór bara í heimsókn til Þorbjargar og svo var ég búin að ákveða að kíkja á Katrínu sem var heima að slappa af líka með Gullu. En þegar ég kom til þeirra hófst mikill barningur. Þannig var að Katrín átti að vera að vinna laugardagsnóttina og gat því ekki komið í afmælið á laugardeginum og var ekkert smá sorry yfir því!!! Eftir mikið tal og ves ákvaðum ég og Gulla því að fara með henni niðrí bæ á flöskudeginum og hófum að gera okkur fínar eins mikið og við gátum með stuttum fyrirvara. :) Drakk ég samt bara eitt glas áður en við vorum sóttar á einhverjum svakalegum Úrabus (súbaru afturábak) sem lét okkur svo úr við Ara í Ögri. Þaðan lá svo leiðin inn á Kaffi kúltur og hittum þar einhverja mongólíta sem við könnuðumst vel við. Svo var farið í labbitúr. Inn á Nelly's út aftur, inn á Glaumbar held ég... og út aftur, inn á Dubliners, út aftur, inn á Opus, út aftur, endðum svo undir það síðasta, ég, Gulla, Arnar Már og Katrín inn á Sólon og fórum ekki þaðan út fyrr en okkur var hent út. En það var nú ekkert skrítið því að katrín var búin að krækja sig saman við einhvern voðalegan gæja og var í miklum rökræðum við hann þarna að hann skyldi sko víst koma með henni heim! :) Gulla var samt orðin eitthvað skjálfandi þarna þar sem hún var líka búin að panta gistingu hjá Katrínu og enginn áhugi af hennar hálfu í orgíu þó svo að katrín og herrann voru bæði búin að blikka hana í gríð og erg. Fékk ég svo næturgest líka sem fékk að sofa í alveg rosalega flottu sængurveri... :)
Þegar búið var að taka úr vélinni og vekja næturgestinn þrömmuðum við saman niðrá laugarveg til Katrínar að sækja Trausta og eftir miklar njósnir um næturherrann hennar Katrínar fengum við ekki að sjá hann því að honum var smyglað út óséður. humm. Þegar ég var komin heim eftir allt sem ég þurfti að gera kíkti Sonja í heimsókn og hjálpaði mér að blása í blöðrurnar.... Eftir mikið más og blás í 15 min fórum við að telja blöðrurnar, þær voru bara 2.... :( vorum sko alls ekkert góðar í þessu og fyrir utan þessar 2 blöðrur afrekuðum við að telja 5 fugla og 9 stjörnur sem svifu um stofuna í kringum hausinn á okkur. svo mikið tók þetta á. Skutlaði ég svo Sonju heim til að ranka við sér. Gestirnir tóku svo ekki að tínast inn fyrr en um 9 leitið... Mætti fjöldi fólks. með fullt af gjöfum.
Sokkar ( svo að mér verði ekki alltaf svona kalt á tánum í fjallaferðum)
Malibu flaska
Passoa flaska
kokteilhristari
Vínrekki
Captain Morgan flaska
Bjór
Handþeytara
Box með dekurvörum
typpapasta
rammi með gullri setningu
hálsmen
Cintamani peysa

Held að þetta sé allt.....

Mikið var talað saman, drukkið, sungið, hlegið og reykt að ógleymdu pissi fram af svölum þangað til klukkan sló hálf 12 en þá tvístraðist hópurinn út því að við þurftum að ná niðrá Gauk á Stöng fyrir 12 til að fá frítt inn (námsmenn :) ) en þar áttu að skemmta í Svörtum fötum. Einhverjir týndust þó á leiðinni sem ég veit ekkert hvað varð um... Skemmti ég mér vel ásamt öllum hinum sem komust inn á Gauk þangað til að það varð lokað. Ég stóð í litlum hamförum en Arnar Már fann sér einhverja dúllu þarna og Rannveig lenti í einhverjum fola líka.... :) (Nú verð ég endanlega drepin fyrir að kjafta!!! ) Þegar í svörtum fötum sögðu góða nótt stukkum ég og Sonja inn á Glaumbar og dönsuðum við hvora aðra þó svo að margur óþreyjufullur karlmaðurinn hafi reynt að dansa við okkur. Var það okkar meining að eftir 4 verða allir karlmenn sem eru enn ekki búinir að redda sér kvenmanni alveg sturlaðir af hræðslu og gerast enn ágengari. Sem auðvitað hrakti okkur ungmeyjarnar hratt í burtu. Reyndar rákumst við samt á stóran og stæltan karlmann þarna inni sem hét Svavar og létum hann passa okkur.
Eitthvað voru Arnar Már, Pálmi og Sjonni farnir að skjálfa á að bíða eftir okkur þegar við loks ultum út af Glaumbar, með far heim.... í bíl.... En ekki fyrir þá..... Við redduðum okkur bara..! :) Eða Svavar herramaður þekkti auðvitað einhvern sem var að keyra og skutlaði okkur heim. Finnbogi hét driverinn og vildi endilega ekki kíkja með Svavari inn í partý..... Arnar Már og Pálmi opnuðu bara bjór þegar inn var komið en Sjonni lagðist fyrir.... Eftir stutta stund komu svo Svavar og Finnbogi aftur og var Svavar búinn að útvega sér nauðsynlegar partýminjar, eða snakk og kók, þegar klukkan fór að nálgast 9 voru allir farnir heim sem ætluðu heim og aðrir sofnuðu þar sem þeir lágu.. (Arnar á gólfinu eftir að hafa dottið af stólunum og vegna mikils hláturs ekki getað staðið upp) Sunnudagurinn fór svo nú baaaara í rólegheit eins og gengur og gerist en þreif samt allt út um kvöldið, ekki veitti af.
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig