mánudagur, 2. febrúar 2004

jæja. Mánudagur.... :)
Helgin var mjög skemmtileg. Eftir mikið ves og of miklar áhyggjur komumst við til víkur og Inga Bryndís var meira að segja með. :) (áhyggjur okkar um að hún kæmist ekki með voru semsagt næstum óþarfar.) Þar sem að helgin var svo pökkuð þá varð rokkgellan að skella sér á eina snögga hljómsveitaræfingu og kynnti því Ingu Bryndísi og Árúnu grúppíum fyrir hljómsveitinni. Tók þarna lagið með strákunum en það heyrðist samt ekkert í mér. Gallinn var sá að kallarnir sem eiga söngkerfið sem við notum þurftu að fara með það á ball svo að eitthvað mesta hallærismix söngkerfanna var sett saman sem gerði það að verkum að það heyrðist álíka mikið í mér og ef ég hefði sleppt því að syngja í mic. en æfing er alltaf æfing :) Í vík var svo skipt um bíl þar sem að minn átti að fara í rassaðgerð.
Vorum komnar upp á Hunkubakka um 12.... Þegar við vorum búnar að koma okkur vel fyrir og vorum í því að kinda húsið (sóttum nokkrar kindur til Bjögga :) ) tilkynnti Svenni okkur það að hann ætlaði að elda upp á hóteli og koma með mat fyrir okkur. hann kom svo upp úr 1 með kassa af mat sem við vissum ekkert hvað var. Samt tókst mér að þekkja lyktina og varð svo spennt að stelpurnar gátu nú varla beðið sjálfar. Lokaði Svenni okkur því næst frammi og það áttum við að bíða. Svo var okkur hreypt inn eftir sotla stund.... og hvað haldiði! Hann var búinn að taka gestabókina og nota hana sem bakka og raðaði á hana hvítvínsglösum og bauð okkur hvítvín þegar við gengum inn svo var búið að leggja á borð 4 diska með salati og hvítlaukshumrum!!!!! VÁ hvað þetta var gott.
þegar við vorum búnar að skafa úr skeljunum og farnar að melta fundum við út að það væri nú örugglega engin leið fyrir okkur að ná okkur í mann á ballinu. Hann myndi drepast úr hvítlauksandfýlu...!!!
spurningin er.... var þetta skipulagt hjá svenna??? :)
Eftir blíða vakningu rukum við út og skelltum okkur á fjöru með Svenna, Gulla og Jóni en þeir 2 síðastnefndu fóru þarna á farartækjum á 2 hjólum með það eitt í huga að koma slasaðir til baka held ég þar sem að þeir voru ekki á skautum sem eru gerðir fyrir klaka. :)

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig