Nú er ég komin í sveitasæluna, jah eða síðan í gær og er búin að slappa af eins og mér einni sæmir!!
Skipti reyndar um olíu alveg sjálf áðan (nema þegar ég gat ekki losa síuna og boltann... fékk þá lánaðar sterkari hendur en mínar...) og þvoði Trausta alveg í bak og fyrir.
Brosir hann núna breitt yfir að vera laus við tjöruna af sér.
á morgun verður svo lagt af stað í fjallaferð!!!! Jibbí
4x3 á flugi munu skella sér inn í Hólaskjól með hina árlegu Þorrablótsferð. Var Ragna auðvitað ekki búin að redda sér fari í dag þar sem hún er ennþá eyðilögð yfir því að geta ekki farið með Einsa eins og hún hefur alltaf gert. Virðist þó vera að birta yfir því að hún er jafnvel komin með far og fer annað kvöld. en með hverjum??? það kemur í ljós seinna.
en fararskjótinn verður léttur og með bensínvél.
Hver verður þetta?????
giskiði!
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)