mánudagur, 16. febrúar 2004

Eins og ég sagði átti helgin mest megnis að standa í hljómsveitaræfingum og var það engin lygi. á föstudeginum var slegið til einnar slíkrar þó að Fúsa hafi vantað en kvaðst hann hafa orðið veikur á því þegar ég dró hann út í göngutúr á miðvikudeginum og var því heima fárveikur.
Föstudagurinn fór svo í lítið annað en æfingar enda voru þær 2 ! Skal ég viðurkenna það að mig dauðlangaði að fara á Tunguball til að hitta alla bullustertana þó svo að enginn einn standi upp úr sem olli ákafa mínum :)))) Var það svo ákveðið um kl 7 að ég myndi rjúka upp að Ásum þegar ég væri búin á æfingu og fara svo með Jóni Hilmari þaðan. pís of keik...
Þegar við komum á ballið voru skemmtiatriðin ekki búin svo að ég fékk að hita á mér tærnar í karríbílnum hans Sigga Mæjó á meðan.
Loks hófst ballið og var dansinn stiginn að vanda... Margt var um drukkinn furðufuglinn og mikið gaman. Þegar líða tók á kvöldið var Rögnu svo farið að verkja óverulega mikið í lappirnar og klst seinna ákvað hún að leita uppi Jón Hilmar og fá að fara í varaskóna sem hún geymdi í bílnum hans. en viti menn! hann var nú farinn að sofa heima hjá sér og það fyrir löngu. Hvað átti ég þá að taka til bragðs?
Nú auðvitað eru til lausnir við flestum vandamálum og sá ég mér þann kost vænstan að fara úr spariskónum og dansa berfætt eins og frumbyggjarnir þó svo að mikil hætta væri á aðskotahlutum... EFtir nokkuð tvist var ég dregin inn á karlaklósett og fengnir þar sokkar af miklum herramanni. :)
Þegar heim var komið stóð mér til boða 1,0 m rúm eða 1,40 m rúm og´valdi það 1,40 en með því fylgdi eitt stykki strákur og gat engan veginn valið úr neinu úrvali.... Svona er lífið...
lítið markvert gerðist svo í framhaldi af því.... Var komin til víkur um 2 og kíkti á körfuboltaleikinn, félagsfund hjá Björgunarsveitinni og svo einu sinni hljomsveitaræfing í viðbót....
Haldið var svo heim....
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig