fimmtudagur, 12. febrúar 2004

jæja góðan dag.
ég get náttúrulega aldrei verið þar sem ég á að vera hverju sinni.... Heyrði í arnari og frétti að hann þyrfti að fara í yndisheimsókn á Selfoss :) og ég ákvað að renna með honum og fara á fyllerý með fúsa... og svo var ég náttúrulega strönduð á selfossi eins og einhver harðfiskur þar sem að Driverinn var eitthvað að segjast ætla að gista... en hvað með það, ég myndi örugglega finna mé einhvern strák. Ég og Fúsi sátum yfir America's next top model og kláruðum allan bjórinn, þá var bara dry vodki málið. Dró ég drenginn svo út í labbitúr. Stoppuðum í Horninu og keyptum okkur birgðir af nammi svo að við yrðum ekki úti ef það rynni af okkur. Komum svo við í Heimsókn hjá Hugborgu og Steina sem voru alveg himinlifandi eftir að hafa losnað við bílaflotann sinn og fengið í staðinn Ofur-Polo með keppnisvél. (1400i) :) Fylgihlutir eru lúgur undir fótum farþega til að hlaupa með þegar bíllinn fer upp stórar brekkur eins og Kambana. Þegar búið var að henda okkur út gerðum við okkkur grein fyrir því að fyrir framan okkur var leikvöllur! Eftir að fúsi hafði hoppað úr rólunni í stóran svellpoll og ég brotið hengibrúna fórum við í París. Þurftum samt að hafa leikhlé þegar við vorum komin á reit númer 3 til að rifja upp leikreglur.
Krakkarnir á Vistinni voru svo heimsótt og svo lá leiðin bara............... en ANYWAY, kvöldið var mjög skemmtilegt framan af.
Fann mér á endanum strák til að gista hjá og þurfti því ekki að sofa á róluvellinum. Vaknaði svo ALLT of snemma í morgun til að komast í bæinn en ég þurfti ekki að mæta í tíma fyrr en 10... ZZZZzzzz man nú eitthvað lítið eftir að hafa komið hingað heim.
Langar voða til að kíkja á Dúndurfréttir í kvöld á Gauknum....
Við sjáumst kannski þar.
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig