þriðjudagur, 30. september 2003

Hólar-Papaball
.....síðar meir.....
Hringferðin 2003
jæja..... ég nenni eiginlega ekki að fara að skrifa þetta niður ... en ég er að blogga til þess að skrifa niður það sem ég er að gera og bardúsa. það var nú eina ástæðan fyrir ég er byrjaði. en má kannski segja að Eskifjarðarferðar dagbókin hafi látið manna detta þetta í­ hug. þoli ekki svona tilfinningadabækur.... ferðablogg.. jebb, er að gera sig.
Anyway.

ég náði í ­ árúnu upp í Grafarvog rétt fyrir 6 og við fórum í ríkið að íslendinga sið áður en við lögðum af stað. Svo klukkan 6 var ferðin hafin sem átti að enda á Hólum í Hjaltadal hjá Ingu Bryndísi í Laufskálarétt og Papaballi á laugardeginum. þegar við komum á föstudaginn var bjórinn tekinn upp og stefnt síðan á sauðárkrók á djammið og farið á Sport barinn eða hvað sem þetta hét nú... Techno tónlistin reið þar rækjum og fannst okkur Árúnu stemming í­ því að fara á pöbbarölt. á Sauðárkróki!! já, þeir sem hafa ekki farið þangað þá eru 3 pöbbar bara á 50 m radí­us eða eitthvað! fórum fyrst á einhvern stað þar sem meðalaldurinn var 48 og Árún gerði eitthvað veðmál sem að hún þurfti að vinna til að verða ekki undirgefin þessum unga pilt. þá­ tókum við á það ráð að ryðja bara frá borðum og stólum og bjóða upp ÖLLUM gömlu köllunum! þessi eini trúbador var alveg i þvílíkum fíling eftir að við ruddumst út á gólf og við fengum nokkuð gott sem að ráða lagavalinu... Svo þegar við vorum orðnar þreittar á að dansa við gömlu kallana þá löbbuðum við hinummegin við götuna á næsta stað og þaar voru 2 kallar að spila. einn á hljómborð og hinn söng. Ekki nánda nærri góðir en Vírus :)
Þar var ég kölluð upp á svið, tek það skýrt fram KÖLLUÐ... og þegar ég kom niður eftir sönginn þá urðum ég árún og Inga sem þarna var búin að bætast við tví­eykið að berja af okkur piltana. án grí­ns.... Fengum gistipláss og allt þarna hjá einhverjum 2 piltum en.... afþökkuðum. :) svona erum við grimmar. Redduðum okkur fari til Hóla og tróðum okkur 7 í­ einhvern bí­l. maður verður nú að nýta plássið!!!
:)

Um morguninn þegar við vöknuðum var Inga að fara á hestbak að smala svo að ég og árún kúrðum aðeins lengur. ætluðum að fara upp í­ rétt um 12 leitið...þegar við fórum var ekkert farið að gerast en það leið þó að því ­... Eftir að hafa séð hvernig þetta var fórum við á Trausta á rúntinn upp á Hofsós og svo á Sauðárkrók og keyptum okkur miða þar á ballið. Klukkan var að verða 5 þegar við komum heim og ennþá var inga að smala :) eða eitthvað. Allt í­ einu langaði mig bara ekkert á eitthvað risa papaball.... :( Sagði árúnu það og hún var alveg sammála. Hvernig væri að við myndum bara klára hringinnn sagði ég og hún tók bara helví­ti vel undir það hjá mér. Hringdum í Atla Má og ætluðum að reyna að redda okkur gistingu hja honum á þórshöfn en hann vildi ekkert með okkur hafa, svo þurftum við lí­ka að selja miðana... :( ákváðum að fara í­ það mál. þessi hringferð var greinilega ment to be því­ að við seldum báða miðana á nó tæm! Hringdum svo á Eskifjörð til Helgu og báðum um gistingu... það var nú bara nó probblem!!!! þrumuðum því af stað en gátum ekki fundið Ingu áður svo að við skildum eftir miða :/
Svo var balasta brunað af stað..... klukkan um 5 og við sáum fram á það að við myndum verða eitthvað að keyra á­ myrkri. einmitt þá leið sem við áttum eftir að fara af landinu í­ þessum ferðalögum okkar um landið síðan í eskifjarðarferðinni. Akureyri-Eskifjörður var alltaf eftir að fara.... Allt gekk fí­nt og við stoppuðum á Akureyri til að kaupa íslandskort :)
Svo var keyrt og keyrt og keyrt. Vorum alveg býnar með Talkvótann á mývatnsheiðinni svo að við þögðum bara og sögum af og til hátt og snjallt MÚS!!!! en þær virtust vera í þvílí­kum sjálfsmorðshugleiðingum þarna einar upp á heiði... Svo fór sí­masambandið og svo hvarf malbikið og svo kom hálkan og snjórinn!!! leit alls ekkert vel út fyrir Trausta og ferðafélaga hans... :( enda gæinn á sumardekkjum og til alls lí­klegur... Guð hvað ég var viss um að hann myndi bræða úr sér þarna!!! svona án grí­ns. Hefðum verið þarna alla nóttina, eða einhvern hluta af henni, vissi að mamma var komin með allar björgunarsveitir suðurlanda á stand-by í­ að fara upp á heiði og leita af okkur ef við myndum ekki koma niður á réttum ­tíma :) Komumst samt alla leið og vorum komin á Eskifjörð rétt fyrir 10. Fréttum þar af Stuðmannaballi á Egilstöðum og fórum og gerðum okkur fí­nar... og plús slatta af glimmeri :)!!!! Helga keyrði og ægir og Guðni bróðir hennar kom með.... það var nú frekar fámennt á balli en fín stemming.
djöfull skal ég alltaf gefa blóð fyrir fyllerí­!!! Var HEAVY mikið að virka.. ! þurfti bara eiginlega ekki neitt!!!! Mikið gat hann Guðni tekið mikið af myndum.... Eru til svona 3 myndaalbúm af myndum hjá honum af mér og árúnu að dansa.... Sumir mega bara ekki fara með stafræna myndavél á ball :)
Við komum svo heim um 5 eða 6 leitið (hvað haldiði að maður hafi eitthvað verið að kí­kja á klukkuna? ) og eg var orðin freeekar þreitt... enda búin að keyra alla leiðina.
Við sátum og spjölluðum og bjuggum okkur til samlokur úr nestinu okkar og átum af bestu list. Guðni hafði ví­st eitthvað sofnað í ­ bí­lnum og talaði og talaði upp úr svefni,, ég missti alveg af þessu því­ að ég var steinsofandi sjálf. Eitt það fyndnasta sem hann sagði var
þakjárnin eru allt of löng, helví­tið hún Bylgja kann ekkert á málband!
Hvað var manninum eiginlega að dreyma?!!
Fórum svo að sofa. STEIN sofa.
Svo á Sunnudaginn.... Vöknuðum og fórum upp á neskaupsstað og kí­ktum á Berglindi systur hennar Ingu. Urðu´náttla að kí­kja þar sem við vorum þarna á rúntinum í­ kring :)
SVo um 3 leitið fórum við af stað heim á leið. Fórum öxi á fjallabí­lnum Trausta og Vá! hve mikið getur einn bí­ll orðið skítugur!!!!? Jakk og ulla bjakk! Stoppuðum á Djúpavogi, sætur bær... Svo stoppuðum við á Höfn og átum þar langþráða pizzu. Vorum komin a Klaustur um 8 leitið og stoppuðum við hjá Svenna. Hann vissi ekkert að við værum að fara hringinn. hann hélt náttla að við værum á Sauárrkróki, svipurinn á piltinum var heldur ekkert smá fyndinn!!!
Svo keyrðum við til Ví­kur og kí­ktum á múttu og pabba. þau halda sennilega að við séum geðveikar að standa í þessu. Svo var brunað í braskarabæli! vorum komnar þangað um 12.... Allt á áætlun.
Verst var að þar sem við vorum orðnar umræðuefnislausar (kvenmenn!) á mývatni þá fundum við okkur svo helví­ti fí­nt umræðuefni á Selfossi að það endist okkur annan hring! :) lýsum hér með eftir ferðafélögum :)
Mikið var gott að komast upp í rúm! mitt rúm....

Samantekt
Keyrt af stað frá Reykjavík kl 6 á flöskudegi....
55 tí­mum
1799 kílómetrum
2 rokna fyllerí­um
10 tí­ma svefni
og
3 og hálfum tanki af bensí­ni
(35 lítra)
vorum við aftur komnar til Reykjavíkur :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig