föstudagur, 12. september 2003

Hehe. Ég er búin að ráðast inn til Þráins til að kveikja á tölvunni hans svo að þráðlausa netið í minni virki... anskotans bull er þetta eiginlega, tæknin þarf alltaf að flækja allt svona rosalega. Hann er aldrei neitt ánægður í morgunsárið, og sérstaklega ekki þegar stóra systir fer eitthvað að bardúsast í tölvunni. múhaha. en mér er sama..... :)
Það var hringt í mig kl hálf 10 í morgun og ég sem átti ekki að vakna fyrr en rétt fyrir 11 til þess að mæta í þennan eina tíma í jarðfræði sem ég á að fara í í dag. já anyway. Það var´nú bara Búnaðarbankinn sjálfur sem hringdi í mig... ! sko hvað ég er merkileg!! :) audda vaknaði ég bara næstum við þessa upphringingu. :p
en þetta var nú bara hún Hulda að athuga hvenær ég kæmi austur því það kom víst bara einhver hluti af Morgunblaði víkurbúa og vantaði því hinn hlutann hið snarasta og Einsi var of seint á ferð í kvöld. Ég er ekki að fara austur alla leið í kvöld þannig að ég henti símanum í hana mömmu sem ætlar að redda fréttaþyrstum Víkurbúum með því að keyra með Moggann til víkur. og Hver segir að Bakkafréttir séu ekki alltaf fyrstir með fréttirnar? :)
jæja best að segja þetta gott.
ég á ekki von á að ég eigi eftir að skrifa mikið hingað um helgar því að ég hef oft ýmislegt skemmtilegt að bardúsast.
plan helgarinnar
kl 4: sækja Árúnu
kl 4,15: fara í ljós og gera okkur sætar
kl 5,00 taka hauk með á selfoss og leggja af stað þangað...
Svo þarf að finna fyrirpartý fyrir papaballið í Árnesi og skella sér síðan á Papana.
Árún væntanlega keyrir því að hún getur víst ekki djammað 2 kvöld í kvöld. en það get ég!!!!
Ég og Svava ætlum svo að fara í einverjar blessaðar réttir til að gera eitthvað og Árún ætlar að sauma út á meðan :)
SVo er það bara að bruna í sveitina og fara á ball með hinni allræmdu sveitaskemmtidansiballahljómsveit Nefndinni í Tungunni

Vi ses

Drykkju og baráttukveðjur

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig