miðvikudagur, 17. september 2003

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Árún, hún á ammili í dag! Til hamingju!!!
Ég gat nú ekki látið hana hanga eina heima í kvöld þannig að ég ákvað að gera eitthvað gaman. Fór til Jóns upp í vinnu og lagði á ráðin, hann tók helvíti vel í það svo að ég tók það að mér að smala...
Díllinn var það að safna sem flestum og ryðjast inn til Árúnar og skipa henni að setja sundbol og handklæði í poka og bruna svo í bláa lónið á ofur lancer :) Fara svo þaðan út að borða í Keflavík. Þetta var ALLT voða skipulagt. Stefnir búinn að vinna kl hálf 6 og hann átti bara ða koma til mín eins fljótt og hann gat!!!! en neinei. Hann ætlaði í sturtu og eitthvað!!! Halló,,, hvert vorum við aftur að fara? jú! í bláa lónið..... mér fannst það einmitt líka. rétt náði líka að stoppa jón áður en hann fór í sturtu líka. Kl 6 var ég stressuð um hvar stefnir væri. löngu tilbúin, áætlað var að leggja af stað kl hálf 7 og allir vissu það, nema árún náttla. HALDIÐI EKKI BARA AÐ HANN STEFNIR DRULLIST NIÐRÍ BÆ KL KORTER YFIR 7. ég var orðin rétt rúmlega stressuð því að ég vissi að bláa lónið myndi loka kl hálf 9, eða hafði einu sinni gert. .... ég var ekkert að grínast með þetta að flýta sér.... svo komum við til Jóns, hann átti eftir að taka bensín...! blablabla
við komum í bláa lónið. LOKAÐ!!!! reyndi eins og ég GAT að verða ekki fúl, tel það hafa tekist ágætlega en tók svona 2 mínútur í að hemja mig í að verða fúl....
Við fórum því á 67 í Keflavík og stóðum hann eins og við gátum því að stefnir og árún voru víst eitthvað í meira lagi svöng!
Þetta var allt hið ágætasta og ég stefnir munum einhverntímann aftur reyna að fara út að borða fyrst að í þetta skipti tók þetta bara um 20 mín að bíða eftir matnum. Ekki einhvern rúman klukkutíma og svelti eins og síðustu skipti voru. álögin kannski farin eftir að við löbbuðum út af Ruby Thuesday vegna hungurverkja og keyrðum beint á Hlölla :) hehe
AF HVERJU ER ÞETTA ÞRÁÐLAUSA NET EKKI AÐ VIRKA?!!! ég lít orðið út eins og 22 ára gömul kelling eftir að vera að tjónka eitthvað við þessa beiglu þarna á rúminu sem ég er nú endanlega að fara að segja upp eftir náið samband síðustu daga.
Voðalega var ég eitthvað sybbin.is í morgun... Tilhugsunin um stærðfræði 303 í einn og hálfan tíma kl 8,10 gerði mig það úrvinda að ég tilkynnti Hildi það að ég ætlaði að snúa mér á hina hliðina og fara að sofa aftur.
Á morgun, kl 8,10 er það aftur á móti World Class í leikfimi 511 eða eitthvað að púla með Arnari Páli, við eigum eflaust eftir að sitja uppi með jafn slæmar harðsperrur og eftir síðasta leikfimitíma!!! Var bara heitt helvíti að skipta um gír og anda og eitthvað fannst honum erfitt að klappa þegar hann var í Fögurfjöllum. Harðsperrur eru ekkert bara fyrir kellingar. ER algerlega á móti þeirri speki!
ritgerð dagsins komin á skjáinn..... takk fyrir mig!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig