sunnudagur, 21. september 2003

JÆJA!!!!! góðan og blessaðan daginn!!!
ég vaknaði nú fyrir allar aldir í morgun... kl 11! ennþá blind full, staulaðist fram á klósett og ákvað þar að leggja mig aðeins. vaknaði svona líka helvíti hress kl korter í 3. :)
Það var freeeekar kalt að labba heim neðan úr bæ í morgun. Pils og gallajakki er víst ekki vænlegur kostur í veðri þar sem stormur geisar og björgunarsveitir eru að leita að foknum þakplötum :) þeir voru nú EKKERT að leita að mér!! :) ég var nú næstum fokin en ég skil þá nú alveg, ég er ekkert lík þakplötu við það að fjúka :)
Þegar ég kom heim hristist ég líka svona og skalf en það var nú baaaara svona til að ná upp hita. Svo þarf maður líka að fara að venja sig við kuldann fyrst að Árún er búin að spá svona líka rosalegum vetri og það er allt ófært í september !!!
Fréttir af flóabitum...
þau eru öll farin.... :)
Ég held að ég fari ekkert að segja neitt af hözzli en Gulli var nú alveg búinn að leyfa það... c",)
Svo að ég reyndi að standa við það... Segi ekki hvernig það tókst, enda munu foreldrar mínir örugglega lesa þetta :) hí hí.
Nú fæ ég pottþétt hringingu frá mömmu með yfirheyrslu. Hún var nebbla alveg viss um að það stæði eitthvað furðulegt til því að ég hringdi í Jóa Frænda og spurði hann hvort að hann ætlaði að koma í bæinn. Vildi vera viss um að ég væri ein heima, og audda lagði mamma saman einhverjar 2 tölur og fékk út eina gríðar háa :)
Það var hel gaman á djamminu! Byrjuðum uppi í vinnu á fylleríi í boði staðarins og svo brunuðum við á lokaball Fylkis, í Fylkishöllinni þar sem papar léku fyrir dansi. 2. Ballið á 2 helgum. Fórum svo bara í hléinu niðrí bæ og var á Felix með Ásgeiri, Kristjáni (tvíburunum) og
Örnu..... Við ungarnir redduðumst inn.
Heyrði eitthvað í Fannari (skreppi) og hann var niðrí bæ. Hann vildi ekkert hitta mig helvítið en hann sagði mér að hann væri að leita að íláti svo að ég ákvað að halda mig sem lengst í burtu frá honum þar sem hann var á þeim skónum þetta kvöld. :) hehe
Inga Bryndís Hóla nemi er veðurteppt hér í braskarabælinu og kemst ekki norður. Það er annað en Jón Hilmar... hann er fyrir austan og getur verið að hann sé veðurtepptur þar, og komist ekki í bæinn. Það er annað hvort ökkli eða eyra í þessum málum :)
BJSV Ársæll var í nótt að sinna einhverjum þakplötum og fékk Arnar Páll námshestur, búsettur á Selfossi útkall.... Þeir vildu ekki fá hann í útkall. Enda þyrfti hann að fara yfir heiðina. Óþarfi kannski líka að fórna þessum líka svvvaaaaaka rústabjörgunarsveitarmanni á Einhverri Toyotu yfir heiðinar fyrir ryðgaðar plötur.
Held samt að Arnar hafi meira en lítið orðið smáááá pirraður ef ég þekki hann rétt :)
Ég held að ég ætti að hætta að skrifa hingað svo að ég fái ekki hálfa þjóðina yfir mig til að skamma mig yfir hvað ég náði að kjafta miklu af mér.
en verð að bæta við að ég VAR EDRÚ á flöskudaginn!!!!
húrra
húrra
Svo keypti ég mér líka kardimommudropa... SVo að nú á ég fullt af risa tebollum (eðlilegum) og muffins!!!
er svo dulleg
Heyrðu nú er Inga Hólabúi komin og búin að ná mér á náttfötunum
andskotans
og klukkan er....
úps!
okí bæ í bili
.......
ZZZZzzzzzzz
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig