mánudagur, 15. september 2003

Jæja. Þvílíkt tölvuvesen. Það er alveg ástæða fyrir því að ég er ekki Tölvufræðingur skal ég segja þér. ég skil ekki tölvur þó að stundum sé hægt að hugsa rökrétt og láta þær virka en þegar farið er að tala um að stilla þær saman og blablabla út af þessu þráðlausa neti þá er það ekkert að virka, hjá mér allavegana....
Heyrðu helgin var alveg GEGGJUÐ!!! Papaballið mjög fínt eins og ég sagði frá síðast og svo var réttarballið í tungunni alger snilld. Dansa alvöru dansa og svo komu svo margir sem maður þekkti. Svava var driver á Gul og skutlaði fólkinu heim til og frá eftir þörfum en hún Árún komst heim með einhverjum piltum sem ákváðu við handleiðslu Svenna gulls að skutla þessari ofur-ölvuðu snót heim á leið. Hún átti samt gott ball þó stutt væri. Elva og Arnar fóru heim aðeins á undan hinum og bjuggu fínt um fyrir alla sem var síðan ekkert notað því að einhver misskilningur varð í rúmmálunum og ég og Svava tróðum okkur saman í frekar lítið rúm og sváfum á rúmbríkunum og Helgi Haukur.... jah ég bara veit ekkert hvar hann endaði. Hann varð samt ekkert ánægður að fá ekki að vera hjá okkur :)
Daginn eftir og eftir lítinn svefn var fólk svona miiiis hresst en ákveðið eftir matinn og lúrinn að fara að gera eitthvað af sér...
Við enduðum að fara í Fjaðrárgljúfur að vaða en vá hvað það var mikið vatn. ég og svava skelltum okkur út í og ætluðum að fikra okkur yfir en Svava fór aðeins á undan mér og lappirnar hurfu undan henni í straumnum, hún argaði og gargaði næstum drukknuð :) og flaut niður í mesta straumnum án þess að geta gert nokkuð. Á meðan var Arnar að gera sig tilbúinn að stökkva til hennar og ég að reyna að berjast við að pissa ekki á mig af hlátri auk þess að reyna að standa í lappirnar sjálf þarna út í ánni.
Arnar mætti með blautbúninginn sinn og Elva fór í hann og þau ákváðu að fara að synda þarna í ískaldri ánni. Arnar fór fyrstur..... Hann kvartaði ekkert mikið yfir hita :) Svo fór Elva..... Þau klifruðu upp á klett þarna og voru að pæla hvort að þau ættu að láta vaða en þau vissu ekkert hvað það var djúpt fyrir neðan... hlyti þó að sleppa þar sem að þetta voru bara rúmir 3 metrar niður. Arnar lét vaða og kom upp alveg sprelllifandi með kuldaskelfingarsvip :) Elva var í 15 mínútur að reyna að telja sig á að láta vaða en aðstaðan var frekar erfið til að leggja af stað þar sem þau héngu utaní klettinum. Að lokum lét hún vaða :) Allt til á myndum.... :)
Haukur, Árún og Þráinn komu með til Rvk...
Mikið hefur þessi andskotans Lögbergsbrekka reynst mér og föður mínum dýrkeypt. ég var Stoppuð af 2 myndarlegum löggumönnum og þeir sögðu að ég ætti von á pakka, punkti/um og sekt... á 116 :) hehe. hef lengi átt þetta skilið, svo að ég er ekkert voða sár. bullaði bara í þeim og þeir skildu ekki hvernig ég gat verið svona hress við þennan pakka frá þeim :)
En nóg í dag....
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig