laugardagur, 13. september 2003

Jæja og Vá hvað þetta ball var nú eiginlega gaman mar!!!!! virtist vera að fara eitthvað til fjandans þarna um 2 leitið og ég var alveg á því að fara bara heim orðin edrú og fín... en barði hausnum í einhvern vegg þarna því að ég færi nú EKKI að fara heim fyrr en ballið var búið!!! Það myndi nú eigninlega aldrei gerast!!! :) Gústi og Hildur voru þarna í banana stuði og virtist rassinn á Gústa eitthvað vera fyrir þarna öðru og hvoru því að hann dillaði honum svona líka hressilega . hehe. Við keyrðum svo bara heim sælar og ánægðar ég og Árún og klifruðum upp í rúm sem ég virðist hafa hertekið þarna um nóttina því að þegar ég vaknaði þá var Árún í einhverju pínku horni og ég komin með ALLT rúmið sem var sko ekkert voða lítið.
Þarf að taka mig á í plássfrekjunni....
það er kannski ástæðan fyrir því að ég á ekki mann.... :)
nei
ég er nunna!
það er ástæðan
Nú erum við búnar að bruna á Trausta til Víkur og erum svona líka í þreyttara lagi þar sem ég vaknaði kl 9 í morgun til þess að fara í Reykjaréttir að draga fólk að mér sýndist... var ekkert lítið af því mar!! á meðan var Árún heima að læra.... hálf vorkenndi henni nú greyinu.
Næst á dagskrá er að fara að Ytri-Ásum og fara svo þaðan á ball. Ég spurði áðan Arnar hvort að ég fengi ekki gólfpláss ef ég kæmi með dýnu og svefnpoka því að ég sá ekki fram á að ég myndi redda mér driver fyrir þetta ball. En Arnar Páll sagði að ég fengi gistipláss en ég megi ekki koma með einhvern svefnpoka og einhverja dýnu!!!!! :) Týpiskur herramaður.is
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig