Heyriði...
ég var ekkert búin að mynnast á nýju klippinguna. Þið eigið örugglega eftir að taka eftir henni þegar þið sjáið mig næst... nema þá að það verði langt í það... Fór í klippingu eftir leikfimi á fimmtudaginn og það var eiginlega bara allt tekið af ! :) er hálfgerður strákhnokki núna. En tilbreytingar eru alltaf fínar svo að ég er búin að prufa þetta núna.
Það var ekkert smá gaman á kaffihúsinu í gær maður!!! Ingvar fyrrverandi Papasöngvari átti staðinn gjörsamlega og ég skemmti mér mjög vel. Byrjaði bara að drekka á rúntinum og fór svo til Guðrúnar þegar hún var búin að vinna kl 12 og við fórum svo saman niðrá kaffi, Enduðum svo í Partý heima hjá Ívari (sem var svo ekkert heima) en stoppuðum stutt við þar, fórum bara fljótlega heim enda vorum við bara 2 og kallarnir farnir að horfa á klámstöð! :p
Í dag er ég búin að vera að skrúfa bolta! :) aðallega úr samt... og veit svo ekkert hver á að fara hvar. Það er greinilega alveg ástæða fyrir því af hverju ég er ekki bifvélavirki, en þetta er bara nokkuð gaman :) alveg að fíla mig í þessu, að EIGA að gera mig skítuga, eða allavegana vita það þá að ég komist alls ekkert hjá því svo að pempíuskapur er langt í frá að vera til! :) Það var víst planað að fara á ball á Heimalandi í kvöld en ég held að ég sé ekki í neinu skapi. Vil bara kúra upp í rúmi held ég. svo er mér líka svo kalt eftir Verkstæðið að beinin á mér eru undir 37° :)
laugardagur, 11. október 2003
föstudagur, 10. október 2003
ehhh.... við eiginlega skiluðum Púmba og eigum því bara einn dverghamstur núna.... :( það er víst ekkert voða auðvelt að eiga 2 sem láta sér lynda og drepa ekki hvorn annan :)
Ég er komin í víkina í fullu fjöri og nú skal sko gera við Trausta! og ekki veitir af. Hann er kominn með andateppu, slitgigt, vantar í hann tennur og taugaboðin eitthvað að gefa sig. Við ætlum semsagt að kíkja á hvað er að angra vélina svo að hann fari nú að ganga venjulega eins og hver annar bíll, setja gírstangarþéttingar svo að gírstöngin hætti að glamra svona, bæta í hann 5. gírnum og skipta um kúplingu :)
Þetta er dagskrá morgundagsins sem gæti, ef eitthvað óvænt kemur upp á dregist eitthvað fram á sunnudag.
Í gær komu Svava og Elva í bæinn og við fórum 3 arkandi í Laugardalinn þar sem Arnar var að vinna eitthvað vísindarlegt verkefni í líffræði í húsdýragarðinum. Eitthvað í sambandi við goggunarröð refa eða eitthvað og þau voru að gefa refunum....
Loksins þegar við fundum húsdýragarðinn þá var hann audda lokaður svo að við smygluðum okkur inn á röngum forsendum... hehe. uhumm! eða þannig, sögðumst bara vera komnar til að vinna í verkefninu og okkur var hleypt inn. :) V.I.P sko :p Eftir gjöfina þá fórum við upp í regnbogaland til að ákveða ætti að gera..... Sund var málið, svona til að reyna að veikja Arnar alveg, ef hann var nú ekki þegar orðinn veikur, urðum að hafa þetta a hreinu sko! :) brunuðum því í Gravarvogslaugina og hlupum margar, margar ferðir upp stigann í rennibrautina.... og svo audda fljótustu leið niður. Arnari og Sonju datt í hug að klifra hana upp og gerðu það. Svo seinna þá hljóp Arnar aftur af stað upp brautina og kallaði í okkur að koma líka. þá var skrúfað fyrir vatnið og þá hélt hann bara áfram að kalla á okkur! :) heyriði haldiði ekki bara að það komi einhver alger helvítis beygla, POTTÞÉTT á breytingarskeiðinu og fari bara að rífast og skammast!!!!! á meðan hélt arnar áfram að kalla í okkur :) hehe, hann náttla vissi ekkert af beyglunni! Hún sagði eins frekjulega og dónalega og HÆGT var! þessi maður fer upp úr!!! Ég var nú ekki alveg á þeim buxunum að hann yrði rekinn upp úr án viðvörunar og þá sagði hún að þegar FULLORÐNIR eigi í hlut þá sé engin viðvörun!!! jæja góða, afhverju ert þú þá að rífast og skammast í okkur eins og við séum einhver BÖRN!!! halló, við erum nú fullorðið fólk ég veit það og það þarf ekkert annað en að koma labbandi og segja "heyriði... það er bannað að gera svona!" bara vinalega! :) svona án gríns! bara að bulla í fólki getur gert allt svo miklu betra.Endar allavegana ekki á því að snúa öllum á móti sér!
:)
Það veit það náttla hver maður að ef maður situr inn á bar og allt í einu kemur einhver maður og fer að sammast og sveia yfir að allir sitji ennþá inni og hann eigi eftir að loka og blablabla, jú fólkið fer kannski út... segi það ekki en það er fúlt. Er maður ekki mikið skemmtilegra ef maðurinn færi bara skemmtilegu leiðina að þessu, kæmi fram, myndi spjalla við fólkið og svo segja í bulli/alvöru að þau þurfi nú bráðum að fara að drífa sig því að fara því að hann vilji nú bara bráðum fara að sofa.! trúið mér þetta virkar, hef prufað þetta þegar ég er að vinna ;) Einsi tók mig í kennslu við þetta og þetta er ekkert mál! en þessi kelling! jæja, við hefðum auðvitað hætt þessu... skammast okkar smá og farið í heitu pottana en í staðinn enduðum við bálreið, sár yfir að arnar þyrfti að fara upp úr og skömmuðumst okkar smá! Alls ekki rétta leiðin. Við ákvaðum að koma ekki þangað aftur í bráð! sorry Grafarvogur missið kúnna út af svona rugli, og við sem komum keyrandi lengst niður úr bæ til þess að koma í heimsókn. Var samt helvíti góð setningin sem Arnar kom með þegar beyglan stóð yfir honum og sagði með skyrpingum og látum að hann færi upp úr!!! "been there, done that" og labbaði aftur í klefann. jæja nóg með það
´fórum svo á Stælinn og átum sveittann Hammara! eða einhverjir af okkur og svo var það eftirmatur á ís-café...
Svava gisti heima og við vorum ekkert að sofna. Klukkan hennar hringdi fyrir kl 7 og ég ætlaði að keyra hana til Elvu og Arnars en þau ákváðu bæði að skrópa svo að hún varð náttla að skrópa líka þar sem hún komst þá ekkert á Selfoss... Við fórum því barasta á rúntinn eld snemma í morgun, og enduðum hjá Stefni, ruglaðar og fínar! :)
HEY!! ég fór út á flugvöll í dag að sækja Alta Má Þórshafnar-nýbúa :) Og hef komist að því að hann er SKÍT hræddur við Tímon!!! þá meina ég skít hræddur, hann er NÆSTUM eins og ég þegar ég sé kónguló þegar ég nálgast hann með Tímon í lófanum :) hehe. gaman af því
Það er Afmæli hjá Málfríði í kvöld. kíki víst þangað og Svo er Ingvar, gamli söngvarinn í Pöpunum að performa á Kaffihúsinu í kvöld. Þangað mæti ég sko!! Var eitthvað að pumpa Jón og Þorberg í að koma... sjáum til með það :)
en nóg með það. Bjórinn bíður í ísskápnum....
mmmm
Ég er komin í víkina í fullu fjöri og nú skal sko gera við Trausta! og ekki veitir af. Hann er kominn með andateppu, slitgigt, vantar í hann tennur og taugaboðin eitthvað að gefa sig. Við ætlum semsagt að kíkja á hvað er að angra vélina svo að hann fari nú að ganga venjulega eins og hver annar bíll, setja gírstangarþéttingar svo að gírstöngin hætti að glamra svona, bæta í hann 5. gírnum og skipta um kúplingu :)
Þetta er dagskrá morgundagsins sem gæti, ef eitthvað óvænt kemur upp á dregist eitthvað fram á sunnudag.
Í gær komu Svava og Elva í bæinn og við fórum 3 arkandi í Laugardalinn þar sem Arnar var að vinna eitthvað vísindarlegt verkefni í líffræði í húsdýragarðinum. Eitthvað í sambandi við goggunarröð refa eða eitthvað og þau voru að gefa refunum....
Loksins þegar við fundum húsdýragarðinn þá var hann audda lokaður svo að við smygluðum okkur inn á röngum forsendum... hehe. uhumm! eða þannig, sögðumst bara vera komnar til að vinna í verkefninu og okkur var hleypt inn. :) V.I.P sko :p Eftir gjöfina þá fórum við upp í regnbogaland til að ákveða ætti að gera..... Sund var málið, svona til að reyna að veikja Arnar alveg, ef hann var nú ekki þegar orðinn veikur, urðum að hafa þetta a hreinu sko! :) brunuðum því í Gravarvogslaugina og hlupum margar, margar ferðir upp stigann í rennibrautina.... og svo audda fljótustu leið niður. Arnari og Sonju datt í hug að klifra hana upp og gerðu það. Svo seinna þá hljóp Arnar aftur af stað upp brautina og kallaði í okkur að koma líka. þá var skrúfað fyrir vatnið og þá hélt hann bara áfram að kalla á okkur! :) heyriði haldiði ekki bara að það komi einhver alger helvítis beygla, POTTÞÉTT á breytingarskeiðinu og fari bara að rífast og skammast!!!!! á meðan hélt arnar áfram að kalla í okkur :) hehe, hann náttla vissi ekkert af beyglunni! Hún sagði eins frekjulega og dónalega og HÆGT var! þessi maður fer upp úr!!! Ég var nú ekki alveg á þeim buxunum að hann yrði rekinn upp úr án viðvörunar og þá sagði hún að þegar FULLORÐNIR eigi í hlut þá sé engin viðvörun!!! jæja góða, afhverju ert þú þá að rífast og skammast í okkur eins og við séum einhver BÖRN!!! halló, við erum nú fullorðið fólk ég veit það og það þarf ekkert annað en að koma labbandi og segja "heyriði... það er bannað að gera svona!" bara vinalega! :) svona án gríns! bara að bulla í fólki getur gert allt svo miklu betra.Endar allavegana ekki á því að snúa öllum á móti sér!
:)
Það veit það náttla hver maður að ef maður situr inn á bar og allt í einu kemur einhver maður og fer að sammast og sveia yfir að allir sitji ennþá inni og hann eigi eftir að loka og blablabla, jú fólkið fer kannski út... segi það ekki en það er fúlt. Er maður ekki mikið skemmtilegra ef maðurinn færi bara skemmtilegu leiðina að þessu, kæmi fram, myndi spjalla við fólkið og svo segja í bulli/alvöru að þau þurfi nú bráðum að fara að drífa sig því að fara því að hann vilji nú bara bráðum fara að sofa.! trúið mér þetta virkar, hef prufað þetta þegar ég er að vinna ;) Einsi tók mig í kennslu við þetta og þetta er ekkert mál! en þessi kelling! jæja, við hefðum auðvitað hætt þessu... skammast okkar smá og farið í heitu pottana en í staðinn enduðum við bálreið, sár yfir að arnar þyrfti að fara upp úr og skömmuðumst okkar smá! Alls ekki rétta leiðin. Við ákvaðum að koma ekki þangað aftur í bráð! sorry Grafarvogur missið kúnna út af svona rugli, og við sem komum keyrandi lengst niður úr bæ til þess að koma í heimsókn. Var samt helvíti góð setningin sem Arnar kom með þegar beyglan stóð yfir honum og sagði með skyrpingum og látum að hann færi upp úr!!! "been there, done that" og labbaði aftur í klefann. jæja nóg með það
´fórum svo á Stælinn og átum sveittann Hammara! eða einhverjir af okkur og svo var það eftirmatur á ís-café...
Svava gisti heima og við vorum ekkert að sofna. Klukkan hennar hringdi fyrir kl 7 og ég ætlaði að keyra hana til Elvu og Arnars en þau ákváðu bæði að skrópa svo að hún varð náttla að skrópa líka þar sem hún komst þá ekkert á Selfoss... Við fórum því barasta á rúntinn eld snemma í morgun, og enduðum hjá Stefni, ruglaðar og fínar! :)
HEY!! ég fór út á flugvöll í dag að sækja Alta Má Þórshafnar-nýbúa :) Og hef komist að því að hann er SKÍT hræddur við Tímon!!! þá meina ég skít hræddur, hann er NÆSTUM eins og ég þegar ég sé kónguló þegar ég nálgast hann með Tímon í lófanum :) hehe. gaman af því
Það er Afmæli hjá Málfríði í kvöld. kíki víst þangað og Svo er Ingvar, gamli söngvarinn í Pöpunum að performa á Kaffihúsinu í kvöld. Þangað mæti ég sko!! Var eitthvað að pumpa Jón og Þorberg í að koma... sjáum til með það :)
en nóg með það. Bjórinn bíður í ísskápnum....
mmmm
miðvikudagur, 8. október 2003
Hvað heldurðu að ég og bróðir minn höfum gert um daginn. Strolluðum inn í dýraríkið og keyptum okkur 2 dverghamsta. með öllu tilheyrandi. Mamma kom í bæinn í gær til að skoða barnabörnin :) alveg yfir sig ástfangin :)
hér geturðu séð myndir af dverghömstrum en okkar eru samt miklu sætari.
Nöfnin voru aðeins að vefjast fyrir okkur en þetta eru 2 stelpur.... Mér fannst Póstur og Sími alveg hel fyndið en við féllumst samt ekki á það. Svo komu nöfnin. Tímón og Púmba :) já ég veit ég veit. þetta eru stelpur en nafnið hamstur er karlkynsorð og svo eru stelpurnar og strákarnir alveg eins í útliti fyrir utan eitt smáatriði ef vel er að gáð L:) En við lentum samt í smá veseni..... Tímón kúgaði Púmba svo mikið og þeir voru alltaf að slást að við þurftum að skipta út Tímón :(
Erum semsagt komin með Tímon II núna og við erum að fylgjast náið með því hvernig þeim semur núna.... Fengum hana bara áðan en hún hefur ekkert farið inn i húsið þar sem Púmba dvelur alltaf heldur stendur ein úti í´búri alveg að sofna greyið. Svo keypti mamma í dýrabúðinni í gær eins og sönn amma nammi handa þeim og auk þess bók um hamstra og þar stendur að þar megi ekki taka þá upp fyrsta daginn þeirra í nýju búri... svo að ég get ekki einu sinni tekið Tímon upp og sýnt honum húsið sitt :( en.... nóg um gæludýr. Sonja greyið sem er búin að vera fárveik og með óráði hérna í bænum virðist vera að skríða saman. Það er nú ekkert smá ástand á þessum systkinum. Annað veikt og hitt (Gulli) úlnliðsbrotinn og hefur ekkert að gera. En hann sagðist samt vera orðinn helvíti góður í tölvunni með vinstri höndinni. Arnar er ennþá símalaus eftir að hann týndi hinum. Djöfull er maður helvíti fatlaður þegar maður nær ekki í einhvern svona 1, 2 og 10!!! Vá! Elva og Svava ætla að koma á morgun og Rokka eitthvað :) Held að við séum að fara í sund og eitthvað. Vitiði bara hvað ég ætla ða gera um helgina?!!!!
ÉG SJÁLF ætla að setja nýja kúplingu og annan gírkassa(5 gíraí stað 4) í Trausta og skipta um olíu, en það kann ég nú sjálf nú þegar en pabbi ætlar að sýna mér þetta me kúplinguna og gírkassann. Svo vil ég ekki heyra múkk um það að konur eigi ekki að skipta sér af svona málum!!! hlusta ekki á það! Þið karlar megið alveg elda! þið bara viljið það allt of fáir! Kannski ég hendi bara vetrardekkjunum undir í leiðinni en það fer balasta eftir veðri og vindum....
Þangað til næst....
hér geturðu séð myndir af dverghömstrum en okkar eru samt miklu sætari.
Nöfnin voru aðeins að vefjast fyrir okkur en þetta eru 2 stelpur.... Mér fannst Póstur og Sími alveg hel fyndið en við féllumst samt ekki á það. Svo komu nöfnin. Tímón og Púmba :) já ég veit ég veit. þetta eru stelpur en nafnið hamstur er karlkynsorð og svo eru stelpurnar og strákarnir alveg eins í útliti fyrir utan eitt smáatriði ef vel er að gáð L:) En við lentum samt í smá veseni..... Tímón kúgaði Púmba svo mikið og þeir voru alltaf að slást að við þurftum að skipta út Tímón :(
Erum semsagt komin með Tímon II núna og við erum að fylgjast náið með því hvernig þeim semur núna.... Fengum hana bara áðan en hún hefur ekkert farið inn i húsið þar sem Púmba dvelur alltaf heldur stendur ein úti í´búri alveg að sofna greyið. Svo keypti mamma í dýrabúðinni í gær eins og sönn amma nammi handa þeim og auk þess bók um hamstra og þar stendur að þar megi ekki taka þá upp fyrsta daginn þeirra í nýju búri... svo að ég get ekki einu sinni tekið Tímon upp og sýnt honum húsið sitt :( en.... nóg um gæludýr. Sonja greyið sem er búin að vera fárveik og með óráði hérna í bænum virðist vera að skríða saman. Það er nú ekkert smá ástand á þessum systkinum. Annað veikt og hitt (Gulli) úlnliðsbrotinn og hefur ekkert að gera. En hann sagðist samt vera orðinn helvíti góður í tölvunni með vinstri höndinni. Arnar er ennþá símalaus eftir að hann týndi hinum. Djöfull er maður helvíti fatlaður þegar maður nær ekki í einhvern svona 1, 2 og 10!!! Vá! Elva og Svava ætla að koma á morgun og Rokka eitthvað :) Held að við séum að fara í sund og eitthvað. Vitiði bara hvað ég ætla ða gera um helgina?!!!!
ÉG SJÁLF ætla að setja nýja kúplingu og annan gírkassa(5 gíraí stað 4) í Trausta og skipta um olíu, en það kann ég nú sjálf nú þegar en pabbi ætlar að sýna mér þetta me kúplinguna og gírkassann. Svo vil ég ekki heyra múkk um það að konur eigi ekki að skipta sér af svona málum!!! hlusta ekki á það! Þið karlar megið alveg elda! þið bara viljið það allt of fáir! Kannski ég hendi bara vetrardekkjunum undir í leiðinni en það fer balasta eftir veðri og vindum....
Þangað til næst....
mánudagur, 6. október 2003
Annar Dagur ferðarinnar
Vöknuðum alveg voða snemma.... :) eða þannig, vöknuðum um 9 og þá voru Oddi og einhverjir sendir út í á sem var þarna rétt hjá til að ná í vatn þar sem vatnið í fötunni merktri "drykkjarvatn" var með músaskít í. jakk, Vatnið á hitabúsana var hitað og snæddur morgunverður. síðan var draslið borið út í bíl. Ég og Guðrún ætluðum að láta okkur hafa það að fara á þurr-kamarinn í stað þess að pissa úti eina ferðina enn en þegar inn var komið leist okkur ekkert í blikuna. Þvílík endemis skítafýa!!! Einhver myglaður að innan hefur verið þar á ferð! Eftir þessa fílubombu var frostbitinn rass helvíti betri kostur!
Vöknuðum alveg voða snemma.... :) eða þannig, vöknuðum um 9 og þá voru Oddi og einhverjir sendir út í á sem var þarna rétt hjá til að ná í vatn þar sem vatnið í fötunni merktri "drykkjarvatn" var með músaskít í. jakk, Vatnið á hitabúsana var hitað og snæddur morgunverður. síðan var draslið borið út í bíl. Ég og Guðrún ætluðum að láta okkur hafa það að fara á þurr-kamarinn í stað þess að pissa úti eina ferðina enn en þegar inn var komið leist okkur ekkert í blikuna. Þvílík endemis skítafýa!!! Einhver myglaður að innan hefur verið þar á ferð! Eftir þessa fílubombu var frostbitinn rass helvíti betri kostur!
Jæja hér kemur ferðasagan
Var búin í skólanum kl tíu mínútur yfir 12 og plataði þá Arnar Pál til þess að koma með mér og hjálpa mér aaaðeins með að velja mér gönguskó fyrir fjallaferðina þar sem að ég sá fyrir mér að ég gæti ekki stolið gönguskóm af öðrum í fjölskyldunni eins og ég geri vanalega þar sem þau ætluðu öll að fara með :( Fórum því í Útilíf og síðan í Everest en hún Ragna gat nú ekki sætt sig við úrvalið sem var að finna þarna og ákvað því að ADIDAS skór væru örugglega alveg jafn góðir og einhverjir skór sem búið væri að skeyta einhverju göngu- framan við og ég taldi líka að maður myndi sko ekkert frekar blotna í fæturnar í ADIDAS skónum, ef maður væri í poka innan í þeim þar að segja :) Sótti síðan Þráinn og Hauk og það var brunað af stað í Víkina með stoppi á selfossi til þess að sækja einhverja fötu af kartöflusalati fyrir Ívu og smalamenn og svo auðvitað á KFC því að við vorum mjöööög svöng. Einhvernveginn finnst mér að Haukur og Þráinn hafi talað um Bíla ALLA leið!!!
Þegar í víkina var komið fór ég að reyna að þefa uppi einsa og fann bílinn hans, og að vanda... var ekki langt í hann. EFtir smá raus og þónokkurn tíma tókst mér að fá það upp úr honum að ég ætti að vera tilbúin kl 6!! BARA 2 TÍMAR TIL UNDIRBÚNINGS!!! úff!
hehe. bara grín, var nú alveg tilbúin þar sem að ég gerði bara ráð fyrir að mútter myndi bjarga mér í nestismálunum þar sem hún og famílían var víst öll að fara líka.
Pabbi hélt nú ekki!!! að ég myndi sko nesta mig sjálf þar sem að ég myndi ekki vera með þeim í bíl og reglan væri sú að hver myndi nesta sinn bíl :) En okkur samdist um þetta síðan, eða réttara sagt mér og mömmu :) ég þyrfti ekki að fara út í búð og kaupa nesti. svo var hún líka búin að baka alveg helling og ég skal balasta segja ykkur það að það er alveg hægt að setja heila fermingarveislu niðrí kassa :) hehe henni tókst það allavegana :)
um 7 var lagt af stað og keyrt framhjá hellu (ég keyrði semsagt til víkur til þess að keyra til baka :( ) og farið upp hjá Landvegamótum. Þar inn á Sprengisandsleið en áður höfðum við hitt hina í ferðinni sem komu úr bænum í Hrauneyjum.
Þeir sem fóru með
Einsi (bíll) með: Ragna Björg, Siggi Gýmir og Guðrún María (einhleypingabíllinn)
Elli (bíll) með: Vilborg (keyrði þó mestan hlutann) og Jósi
Oddi (bíll) með: Sigurborg
Gaui (bíll) með: Sæunn
Ingvar (bíll) með: Carina og Guðni
Sæli (bíll) með: Bryndís og Þráinn
Við villtumst eitthvað aðeins. NEI afsakið, viltumst ekki :) einsi sagði að við værum sko bara ekki týnd. bara fyndum ekki veginn :)
Rötuðum inn í Nýjadal eftir aðeins lengri tíma heldur en áætlað var en það var nú bara af því að Einsi fór á jólagjöfinni með tilheyrandi mengunarskýi fram hjá skilti sem á stóð Sprengisandsleið :) bíddu, vorum við ekki að fara þangað? :) Ég og Guðrún vorum svo eitthvað grimmar við strákana svo að þeir fóru í þagnarbindindi.... LENGI!!! Stein þögðu alveg, en voru samt alveg drepfyndnir, látbragðsleikurinn alveg ótrúlegur! Skriðum svo í kofann í skítakulda í frosti, snjómuggu, og myrkri. Við sváfum uppi á lofti þar sem enginn hiti var en pabbi var með gashitara (lítinn þó) sem við létum ganga alla nóttina svo að við myndum ekki drepast alveg úr kulda. Hálf vorkenndi Guðna þó, hann var með sæng! brrrrr.og ég væri ekki hissa á því að hann sé ekki ennþá búinn að ná upp eðlilegum andlitslit.
Var búin í skólanum kl tíu mínútur yfir 12 og plataði þá Arnar Pál til þess að koma með mér og hjálpa mér aaaðeins með að velja mér gönguskó fyrir fjallaferðina þar sem að ég sá fyrir mér að ég gæti ekki stolið gönguskóm af öðrum í fjölskyldunni eins og ég geri vanalega þar sem þau ætluðu öll að fara með :( Fórum því í Útilíf og síðan í Everest en hún Ragna gat nú ekki sætt sig við úrvalið sem var að finna þarna og ákvað því að ADIDAS skór væru örugglega alveg jafn góðir og einhverjir skór sem búið væri að skeyta einhverju göngu- framan við og ég taldi líka að maður myndi sko ekkert frekar blotna í fæturnar í ADIDAS skónum, ef maður væri í poka innan í þeim þar að segja :) Sótti síðan Þráinn og Hauk og það var brunað af stað í Víkina með stoppi á selfossi til þess að sækja einhverja fötu af kartöflusalati fyrir Ívu og smalamenn og svo auðvitað á KFC því að við vorum mjöööög svöng. Einhvernveginn finnst mér að Haukur og Þráinn hafi talað um Bíla ALLA leið!!!
Þegar í víkina var komið fór ég að reyna að þefa uppi einsa og fann bílinn hans, og að vanda... var ekki langt í hann. EFtir smá raus og þónokkurn tíma tókst mér að fá það upp úr honum að ég ætti að vera tilbúin kl 6!! BARA 2 TÍMAR TIL UNDIRBÚNINGS!!! úff!
hehe. bara grín, var nú alveg tilbúin þar sem að ég gerði bara ráð fyrir að mútter myndi bjarga mér í nestismálunum þar sem hún og famílían var víst öll að fara líka.
Pabbi hélt nú ekki!!! að ég myndi sko nesta mig sjálf þar sem að ég myndi ekki vera með þeim í bíl og reglan væri sú að hver myndi nesta sinn bíl :) En okkur samdist um þetta síðan, eða réttara sagt mér og mömmu :) ég þyrfti ekki að fara út í búð og kaupa nesti. svo var hún líka búin að baka alveg helling og ég skal balasta segja ykkur það að það er alveg hægt að setja heila fermingarveislu niðrí kassa :) hehe henni tókst það allavegana :)
um 7 var lagt af stað og keyrt framhjá hellu (ég keyrði semsagt til víkur til þess að keyra til baka :( ) og farið upp hjá Landvegamótum. Þar inn á Sprengisandsleið en áður höfðum við hitt hina í ferðinni sem komu úr bænum í Hrauneyjum.
Þeir sem fóru með
Einsi (bíll) með: Ragna Björg, Siggi Gýmir og Guðrún María (einhleypingabíllinn)
Elli (bíll) með: Vilborg (keyrði þó mestan hlutann) og Jósi
Oddi (bíll) með: Sigurborg
Gaui (bíll) með: Sæunn
Ingvar (bíll) með: Carina og Guðni
Sæli (bíll) með: Bryndís og Þráinn
Við villtumst eitthvað aðeins. NEI afsakið, viltumst ekki :) einsi sagði að við værum sko bara ekki týnd. bara fyndum ekki veginn :)
Rötuðum inn í Nýjadal eftir aðeins lengri tíma heldur en áætlað var en það var nú bara af því að Einsi fór á jólagjöfinni með tilheyrandi mengunarskýi fram hjá skilti sem á stóð Sprengisandsleið :) bíddu, vorum við ekki að fara þangað? :) Ég og Guðrún vorum svo eitthvað grimmar við strákana svo að þeir fóru í þagnarbindindi.... LENGI!!! Stein þögðu alveg, en voru samt alveg drepfyndnir, látbragðsleikurinn alveg ótrúlegur! Skriðum svo í kofann í skítakulda í frosti, snjómuggu, og myrkri. Við sváfum uppi á lofti þar sem enginn hiti var en pabbi var með gashitara (lítinn þó) sem við létum ganga alla nóttina svo að við myndum ekki drepast alveg úr kulda. Hálf vorkenndi Guðna þó, hann var með sæng! brrrrr.og ég væri ekki hissa á því að hann sé ekki ennþá búinn að ná upp eðlilegum andlitslit.
sunnudagur, 5. október 2003
jæja. komin heim í heiðar dalinn aftur og þurfti ekkert að moka snjó... :)
Ætla núna að brauna í bæinn, leggjast rúmmmmið og fara að sofa. þarf að læra í fyrramálið, set ferðasöguna inn á morgun kannski ef ég vakna þá, annars kemur hún væntanlega inn á þriðjudaginn, ef hún er ekki komin inn þá, hringið þá í 112 því þá er ég væntanlega ennþá uppi í rúmi, dauð eða eitthvað verra :)
Ætla núna að brauna í bæinn, leggjast rúmmmmið og fara að sofa. þarf að læra í fyrramálið, set ferðasöguna inn á morgun kannski ef ég vakna þá, annars kemur hún væntanlega inn á þriðjudaginn, ef hún er ekki komin inn þá, hringið þá í 112 því þá er ég væntanlega ennþá uppi í rúmi, dauð eða eitthvað verra :)
föstudagur, 3. október 2003
ég er komin heim í heiðar dalinn ég er komin heim til að moka snjó.... :).... eða þannig. er að fara í fjallaferð! jibbí. ég er orðin alveg hel spennt. fór út í SG til einsa áðan og þar var hann siggi gýmir.... Djöfull er Siggi orðinn gamall. segist vera hættur við að fara með!! hættur við? hvað er nú það. Einsi svaraði honum því þá að það væri bara bannað að hætta við!! :) En þar sem siggi þykist vera voða gamall og þar af leiðandi mjög þrjóskur þá held ég að það sé ekki hægt að tjónka við hann frekar en við gamlan hest sem jaðrar við að vera steingervingur. :) hehe.
Hitti Gunnar þormar uppi í kaupfélagi. alltaf gaman að koma heim til víkur og ósjálfrátt verður búðin að miðdepli kjaftasagna... :) hjehje. Hann sagðist vera á biluðum bíl. blablabla. sko. svona afsakanir eru ekki teknar gildar!
Pabbi er uppfullur af því að það nesti hver sinn bíl og þar sem að ég sé með einsa í bíl þá fái ég víst ekkert af þeirra nesti þó svo að mamma sé búin að troða heilli fermingarveislu ofaní kassa og kælibox í tonnavís. Þið vitið hvað pallurinn á dodda er stór... já, hann er slatti stór, en hann er orðinn alveg hel fullur af mat og drasli. þessir foreldrar. Einnota grill, peli af vodka, kassi af bjór, kartöflusalat, pulsur og pulsubrauð. þetta væri nóg. svo myndi maður balasta setja bensín/olíu á bílinn, klæða sig í útifötin. henda svefnpokanum í aftursætið og svo standann! svona auðvelt er þetta nú allt! :) hitt er allt bara kannski til að komast í fílinginn. en hvað er nú það? er fílingurinn ekki bara kominn um leið og maður sér fyrsta fjallið? bíðið við... ég er ekki frá því að ég sjái reynisfjall hérna út um gluggann. sko þarna er hann... fílingurinn! jább... deffinetly kominn :)
Tryggvi víkurbúi hafði einhver orð um þetta blogg :) að það sé blótað svo helvíti mikið í þessu hjá mér að ég hlyti að vera eitthvað mikið ættuð úr tungunni.... man nú ekki eftir því. kannski að ytri-ásar séu farnir að hafa þessi áhrif á mig.... aldrei að vita... en man nú ekki eftir svona miklu bölvi þar.... þetta er bara í blóðinu, það veit hver sem hefur stigið inn á mitt heimili allavegana :)
jæja. þarf að skella mér í sturtu, raka lappirnar, plokka augabrúnirnar, mála mig og fara í fínu fötin fyrir ofur-cruiser. NOT!!!! Djöfull hlakka ég til að greiða mér ekki og ef ég greiði mér að vera svona þó nokkuð sama þó að ég sé með stórt hreiður í hausnum!
Farin.
bless og skemmtið ykkur vel þið þarna sem verðið í byggðum
baráttukveðjur af fjöllum.....
Hitti Gunnar þormar uppi í kaupfélagi. alltaf gaman að koma heim til víkur og ósjálfrátt verður búðin að miðdepli kjaftasagna... :) hjehje. Hann sagðist vera á biluðum bíl. blablabla. sko. svona afsakanir eru ekki teknar gildar!
Pabbi er uppfullur af því að það nesti hver sinn bíl og þar sem að ég sé með einsa í bíl þá fái ég víst ekkert af þeirra nesti þó svo að mamma sé búin að troða heilli fermingarveislu ofaní kassa og kælibox í tonnavís. Þið vitið hvað pallurinn á dodda er stór... já, hann er slatti stór, en hann er orðinn alveg hel fullur af mat og drasli. þessir foreldrar. Einnota grill, peli af vodka, kassi af bjór, kartöflusalat, pulsur og pulsubrauð. þetta væri nóg. svo myndi maður balasta setja bensín/olíu á bílinn, klæða sig í útifötin. henda svefnpokanum í aftursætið og svo standann! svona auðvelt er þetta nú allt! :) hitt er allt bara kannski til að komast í fílinginn. en hvað er nú það? er fílingurinn ekki bara kominn um leið og maður sér fyrsta fjallið? bíðið við... ég er ekki frá því að ég sjái reynisfjall hérna út um gluggann. sko þarna er hann... fílingurinn! jább... deffinetly kominn :)
Tryggvi víkurbúi hafði einhver orð um þetta blogg :) að það sé blótað svo helvíti mikið í þessu hjá mér að ég hlyti að vera eitthvað mikið ættuð úr tungunni.... man nú ekki eftir því. kannski að ytri-ásar séu farnir að hafa þessi áhrif á mig.... aldrei að vita... en man nú ekki eftir svona miklu bölvi þar.... þetta er bara í blóðinu, það veit hver sem hefur stigið inn á mitt heimili allavegana :)
jæja. þarf að skella mér í sturtu, raka lappirnar, plokka augabrúnirnar, mála mig og fara í fínu fötin fyrir ofur-cruiser. NOT!!!! Djöfull hlakka ég til að greiða mér ekki og ef ég greiði mér að vera svona þó nokkuð sama þó að ég sé með stórt hreiður í hausnum!
Farin.
bless og skemmtið ykkur vel þið þarna sem verðið í byggðum
baráttukveðjur af fjöllum.....
fimmtudagur, 2. október 2003
Jæja. komin heim úr skólanum.... 11 tíma skóladagur. frá 8 til hálf 8. búin að elda þvílíkt voða fínan kínverskan mat. HEILA veislu, nautakjöt, núðlur, djúpsteiktar rækjur, súrsæta sósu, hrísgrjón, vorrúllur og allt þetta frá grunni!!!! :) hel magnað!! eins og frá nings :) nema bara home made. gerði þetta allt í hússstjórn. Djöfulsins snilld er það.... ! :) kom svo með afgangana heim til þráins.....
Arnar Páll á einhverntíman eftir að drepa mig í þessari skólaleikfimi! það er bókað mál..... Hann er ekkert smá ofvirkur.. Allir voða fegnir að vera búnir að fara í öll tækin í world class og getað skilað inn blaðinu aftur og farið að teygja. en nei. þá dregur hann mann í skokk í 5 mínútur. crazy mar. Svo sitjum við alltaf uppi með harðsperrur dauðans næstu 2-3 daga þar sem við erum alltaf að etja til að lyfta þyngra! :) samt gaman af þessu. Er að fara austur a morgun. jibbi! er að fara í fjallaferð á morgun! meira Jibbí!!!! fer í bíl með einsa og guðrúnu maríu en ég veit ekki hvort það verði einhverir fleiri í þeim bíl. Mamma og pabbi fara reyndar líka og auðvitað Þráinn með þeim en Einsi taldi sig nú vita það að ég yrði alveg brjál ef hann myndi síðan gera ráð fyrir að ég myndi þá fara með þeim. Ég myndi sko fara með honum! :) enda þvílíkt stuð alltaf í ofur-cruiser :)
Þarf víst að stoppa á selfossi víst og ná í eitthvað kartöflusalat! :) Grétar hringdi áðan og spurði hvort að ég myndi ekki kippa því með fyrir einhverja kalla. Held að þeir séu að fara að smala eða eitthvað.... ekki alveg viss þó...
En.... ´
ég anga eins og djúpsteiktar rækjur! jakk. farin í sturtu.. kem eftir helgi með ferðasöguna úr nýjadal og hveravöllum....
Arnar Páll á einhverntíman eftir að drepa mig í þessari skólaleikfimi! það er bókað mál..... Hann er ekkert smá ofvirkur.. Allir voða fegnir að vera búnir að fara í öll tækin í world class og getað skilað inn blaðinu aftur og farið að teygja. en nei. þá dregur hann mann í skokk í 5 mínútur. crazy mar. Svo sitjum við alltaf uppi með harðsperrur dauðans næstu 2-3 daga þar sem við erum alltaf að etja til að lyfta þyngra! :) samt gaman af þessu. Er að fara austur a morgun. jibbi! er að fara í fjallaferð á morgun! meira Jibbí!!!! fer í bíl með einsa og guðrúnu maríu en ég veit ekki hvort það verði einhverir fleiri í þeim bíl. Mamma og pabbi fara reyndar líka og auðvitað Þráinn með þeim en Einsi taldi sig nú vita það að ég yrði alveg brjál ef hann myndi síðan gera ráð fyrir að ég myndi þá fara með þeim. Ég myndi sko fara með honum! :) enda þvílíkt stuð alltaf í ofur-cruiser :)
Þarf víst að stoppa á selfossi víst og ná í eitthvað kartöflusalat! :) Grétar hringdi áðan og spurði hvort að ég myndi ekki kippa því með fyrir einhverja kalla. Held að þeir séu að fara að smala eða eitthvað.... ekki alveg viss þó...
En.... ´
ég anga eins og djúpsteiktar rækjur! jakk. farin í sturtu.. kem eftir helgi með ferðasöguna úr nýjadal og hveravöllum....
miðvikudagur, 1. október 2003
jæja búin að laga þetta stafarugl sem var í blogginu hér fyrir neðan......... djöfull er þetta leiðinlegt maður. en þið þurfið að afsaka einhvert rugl sem gæti leynst þarna líka....
ákvað að hafa bara rólegt kvöld í kvöld..... videókvöld hjá jóni í gær eftir vinnu og ætla að reyna að hanga inni í kvöld og ekki gera neitt af mér, annars var þorbjörg að spyrja hvort ég kæmi með henni í bíó... var voða grimm og sagði nei. enda þarf ég aðeins að spara eftir þessa hringferð því að hún var ekkert inní fjárhagsplaninu fyrir þennan veturinn. eldaði fyrir hann bróður minn áðan... svo að hann svelti nú ekki heilu hungri eða fái ógeð af eldbökuðum ömmupizzum :)
mar er svona grimmur! :)
en jæja... ætla að fara að horfa á videó. myndina sem við horfðum ekki á í gær.. held samt að það sé ekki voða voða góð hugmynd nema að hafa einhvern til að halda í hendina á. er einhver hryllingsmynd sem gaurinn í videoleigunni mælti með. Reyndar ekki með texta og er frá 1981. Heitir Rosmary's baby.....
Horfði á people under the stairs í gær.... hún er frá 1991 og ég og jón vorum alveg sammála um það að þetta væri besta, versta mynd sem við höfðum séð, lengi, að minnsta kosti. :)
ákvað að hafa bara rólegt kvöld í kvöld..... videókvöld hjá jóni í gær eftir vinnu og ætla að reyna að hanga inni í kvöld og ekki gera neitt af mér, annars var þorbjörg að spyrja hvort ég kæmi með henni í bíó... var voða grimm og sagði nei. enda þarf ég aðeins að spara eftir þessa hringferð því að hún var ekkert inní fjárhagsplaninu fyrir þennan veturinn. eldaði fyrir hann bróður minn áðan... svo að hann svelti nú ekki heilu hungri eða fái ógeð af eldbökuðum ömmupizzum :)
mar er svona grimmur! :)
en jæja... ætla að fara að horfa á videó. myndina sem við horfðum ekki á í gær.. held samt að það sé ekki voða voða góð hugmynd nema að hafa einhvern til að halda í hendina á. er einhver hryllingsmynd sem gaurinn í videoleigunni mælti með. Reyndar ekki með texta og er frá 1981. Heitir Rosmary's baby.....
Horfði á people under the stairs í gær.... hún er frá 1991 og ég og jón vorum alveg sammála um það að þetta væri besta, versta mynd sem við höfðum séð, lengi, að minnsta kosti. :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
©
Ragna.is