þriðjudagur, 12. júní 2012

Amerískar, stökkar súkkulaðibitakökur

oh já, þessar eru svo góðar.
Reyndar hef ég nokkrum sinnum gert aðra uppskrift sem er mun flóknari, en það þarf að bíða hátt í 3 daga þar til maður má nota degið sem er látið vinna einhverja töfra í ísskáp allan þann tíma. Verð að viðurkenna að vanalega er biðin þess virði enda var sú uppskrift kosin sú besta í New York Times tímaritinu af hópi tilraunakokka sem prufuðu ótalmargar uppskriftir.

En..

Þessi hér er mjög góð og svakalega einföld og fljótgerð. Athugið að þetta er ekki klassíska "subway" kakan sem er hálfbökuð og blaut í miðjunni. Þessar eru bakaðar í gegn og stökkar og flottar. Afskaplega góðar með kaffi og geymast svakalega vel.


Fæ þessa súkkulaðibita í Kosti. Ekki stórir eins og fást í flestum öðrum búðum. Einnig er einnig hægt að taka upp hnífinn og saxa niður suðusúkkulaði :) 

Fyrir bakstur 

Eftir bakstur... mmm ! 

Uppskrift:
gerir 12-15 kökur
(1 bolli eru 2.5 dl)

230 gr smjör
2/3 bolli sykur
2/3 bolli púðursykur
2 egg
2.5 bolli hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 tsk vanillu extract/dropar
2 bollar súkkulaðibitar

Aðferð:


-Sykurinn og smjörið er þeytt vel saman í þeytara og eggjunum bætt saman við einu og einu í einu þar til blandan hefur lýst töluvert.
-Þurrefnum og vanillu extract er bætt saman við og að lokum súkkulaðibitinum. Ath að ef þið eruð að nota handþeytara þá þarf vanalega að bæta súkkulaðibitunum saman við með sleif þar sem deigblandan er mjög mjög þykk.
-Sett á ósmurða og óklædda plötu, inn í ofn á 180°C í 9-12 mín. Tekið út, látið kólna aðeins og flutt svo yfir á grind þar sem kökurnar eru látnar kólna meira (eða ein lengi og þið getið beðið með að fá ykkur     eina)

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig