miðvikudagur, 21. nóvember 2012

Ofnbakað Rósakál






Ég held að það tíðkist vanalega hjá fjölskyldum að sjóða rósakál í léttsöltu vatni og jafnvel smá smjöri.
Ég man reyndar að einu sinni fannst mér rósakál alveg skeeeeelfilega vont. En núna finnst mér rósakál alveg ómissandi með hátíðarmat og elda það jafnvel einnig með ofnsteiktum kjúkling.


Þið sem hafið verið á móti rósakáli og fundist það vera ekkert spes, endilega prufið þetta !

Hafið rósakálið helst ófrosið, setjið það á klædda ofnplötu

Á meðan rósakáið eldast/brúnast, sjóðið niður balsamik edik og sykur

Uppskrift: 
Fyrir 6 

2 pokar frosið rósakál
matarolía

salt og pipar
1.5 dl balsamik edik 

0.75 dl sykur


Aðferð:
-Setjið afþýtt rósakál á klædda ofnplötu (einnig hægt að nota ferskt rósakál en það er oft erfitt að fá það ferskt og gott nema í kringum hátíðarnar. Passið ykkur ef þið kaupið ferskt rósakál að plokka af blöð sem virðast visnuð eða gulnuð.
-Hellið olíu yfir, saltið og piprið (ég nota fínmalaðan hvítan pipar)
-Skerið stóra rósakálshnausa í tvennt.
-Bakið við 180-190°C í 30 mínútur, veltið við eftir þörfum á um 10 mín fresti þar til hausarnir eru orðnir gullinbrúnir á nokkrum hliðum
-Á meðan rósakálið er inní ofni, setjið þá sykur og balsamik edik saman í pott og sjóðið niður á um 10-15 mínútum eða þar til að það líkist orðið karamellu eða sírópi. Ef það kólnar um of áður en rósakálið er tilbúið, hitið það þá aðeins.
-Þegar rósakálið kemur út, hellið þá balsamik sírópinu yfir og berið fram :)

ath
það er aaaafskaplega gott að setja steikt beikon saman með sem er smátt niðurskorið.







SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig