sunnudagur, 28. október 2012
Brauðsúpa
uppskriftin er svoldið slumpuð en læt hana koma svona ca hérna vegna fjölda fyrirspurna...
300 gr rúgbrauðskubbur, skorinn í bita, soðið í potti með rúmum 1L af vatni í 15 mínútur. 1 msk kakó og 2 msk sykur/púðursykur eða eftir því sem þið viljið. Sett svo í blender eða matvinnsluvél (ekkert vesen með að leggja þetta í bleyti áður s.s.) og blandað þar til allt brauðið er orðið að mauki. Soðið upp aftur. Ef þetta er of þykkt, bætið þá vatni, ef þetta er of þunnt, reddið þið ykkur með maizenamjöli+vatni og þykkið.
Gott að setja sítrónusneið útí og sjóða með eða sítrónudropa. Rúsínur settar útí og látið malla þar til þær eru mjúkar. Borið fram með nóg af þeyttum rjóma!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
©
Ragna.is
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)