Mér finnst að flestir ættu að skella sér í stutta útivist í berjamó einu sinni á ári. Jafnvel þó svo að berjasulta eða hlaup sé ekki það sem þið stefnið á að gera. Það er fyrst og fremst svo gríðarlega mikill peningasparnaður í því að eyða 3 tímum af einum degi í að tína ber.
Bláberin er hægt að frysta í zip-loc pokum í allt að ár og nota svo út í boozt, kökur, búa til bláberjasósu (t.d. á ostaköku) eða afþýða og borða með rjóma eða skella útá skyrið.
Ég hef lesið mér til um margar aðferðir til að frysta ber. Allt frá því að setja berin í glös með vatni og frysta svo glösin til þess að setja sykur útí pokann. Hjá mér hefur það aldrei klikkað að setja berin annað hvort í box eða vel lokanlegan poka. Maður hristir svo pokann eða boxið til áður en maður notar berin og þau losna mjög auðveldlega í sundur.
Bláberjasulta:
Uppskrift:
Hlutföllin eru svona sem þið aðlagið svo að því magni af berjum sem þið hafið
ath að mín uppskrift er uppskrift að sykurminni bláberjasultu en þið kunnið kannski hafið kannski kynnst. Það kemur þó ekki niður á bragðinu þó að sykurinn sé aðeins minni :)
1 kg ber
500 gr hrásykur/sykur
1/2 bréf af bláu Melatin
Ber og sykur soðið saman í potti í 15 mínútur við vægan hita þar til sykurinn er uppleystur og berin sprungin. Melatin duftinu er hrært saman við 2 msk af sykri og blandað saman við og soðið við vægan hita í 10 mín í viðbót.
Ég tek vanalega eina krukku frá áður en ég bæti hleypinum útí og geymi inní ísskáp, til þess að nota sem íssósu yfir veturinn :)
Hellið sultunni á hreinar krukkur og tyllið lokinu á.
Geymist í rúmt ár í eldhússkáp
í ár notaði ég hvítan sykur... Finnst hrásykurinn þó betri :) |
fjólublátt himnaríki? |
Til að lesa um hvernig ég hreinsa krukkurnar þá stendur það í blogginu um Krækiberjahlaupið
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)