miðvikudagur, 15. desember 2010

Jólabakstur

Ég hef nú ekki gert mikið í því núþegar að baka fyrir jólin.
Ég og Ingibjörg Rósa hittumst hins vegar hér í Stubbaselinu um daginn gerðum breskar Mince pies sem eru litlar bökur fylltar með fyllingu sem samanstendur af sætum þurrkuðum ávöxtum, hnetum, möndlum og smá áfengi.
Alveg skugglega gott og minnir okkur báðar á tímann sem áttum í Bretlandi þó að það hafi verið um 10 ár á milli þess sem hún var í UK og svo þegar ég var þar ...

Vignir, frændi viðars kom svo og hjálpaði Viðari við piparkökubaksturinn og á meðan gerðum við Ingibjörg einnig sörur (fyrsta skiptið hjá mér, og tókst snilldar vel  ! )

Við sátum svo öll og skreyttum piparkökurnar saman.
ég vil koma með eina sniðuga ábendingu.

Ekki nota glassúr á piparkökurnar. Gerið frekar krem sem heitir "Royal Icing"
Það litast mun fallegra heldur en glassúrið og gerir kökurnar ekki svona skelfilega linar eins og glassúrið gerir.

Gaman er að setja krem í sprautupoka líka og sprauta þá útlínurnar og nota þynnra krem í sama lit til að fylla uppí eyðurnar. eins og hér :


eða hér:




Skoðið svo SignatureSweetShoppe youtube síðuna og dáist að fallegu jólakökunum sem hún skreytir ! :)

Royal Icing kýs ég að gera með meringue powder (fæst í Húsasmiðjunni)
uppskriftin er hér: Royal Icing 


Nú orðið fæst orðið meira og meira af skrauti, lituðum sykri, matarlitum (ég mæli eingöngu með gel-matarlitum, þeir koma einfaldlega fallegast út í hvert skipti og þynna ekki kremin), skrauti og spreyi.
Enn sakna ég margs sem ég sé á erlendum síðum en þetta er allt að koma.
Helsti draumurinn væri ef einhver búð myndi bjóða upp á allt vöruúrval Wilton og þá yrði ég hamingjusöm ! (Búðir sem selja Wilton vörur á íslandi eru t.d. Húsasmiðjan, Byko og Partýbúðin)

samvinnan var gríðarleg

ótrúlega góðar saman

mincemeat að fara bollana

lokið sett á 



tilbúin !!!! 

girnlilegar. gylltar, heitar sætar, crunchy...



málarateamið

nauðsynlegt að halda einbeitingu !

Arnar Smári duglegur

nauðsynlegt að hafa málara í svona verk :) 


jæja folks !
þið sem eruð ekki búin að gera piparkökur.. go for it !
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig