mánudagur, 7. júlí 2008

Rapport...


Já, ég er komin heim úr Þórsmörk... 

Ferðin byrjaði í sundi um daginn þegar ég og Ingibjörg vorum að spjalla... hvernig væri nú að fara í stelpu-heilsuferð inn í Þórsmörk. Ég hafði alltaf ætlað að fara þangað á hverju sumri síðan-ég-veit-ekki-hvenær og aldrei farið, núna var því komið að ég hafði ekki farið þangað síðan ég var 7 ára... skömm ! Ingibjörg er auðvitað svo mikill snillingur að hún tók strax vel í þetta og stuttu seinna var það bara ákveðið! Stelpu-Heilsuferð í Þórsmörk 4.-6. júlí :) 

Þar sem við erum hvorugar á jeppum og eigum ekki jeppa-"menn" þá neyddumst við til að taka kynnisferðir uppeftir, sem var nú ekki alslæmt, það sem verra var að við vorum með leiðinlega þungt tjald og kælitösku sem við vorum varla að nenna að ganga með langar vegalengdir ef við kæmumst hjá því, sú ósk var samt frekar langsótt þar sem að rútan sem við tókum gekk bara upp í Húsadal og Bása, sem hefði ekki verið vandamál, nema að för okkar var heitið í LANGADAL... Þá var komið að því að sveifla ljósa hárinu, smjatta á tyggjóinu og blikka rútubílstjórann hann Runólf. Runólfur okkar reddaði svo málunum með því að skutla okkur 2 í Langadal með sérstöku lóðsi frá Skálaverði þar á bæ. 
Þegar við stigum út úr "Einka-rútunni" okkar gullu við mikil óp því að þá voru strákarnir Broddi og Svavar búnir að sjá hvaða prinsessur voru mættar á svæðið :) haha
Okkur var snarlega kippt inn í Kaffi/te og svo sýnt seinna hvar við ættum að tjalda. Tjaldstæðið var sérvalið og að sögn þeirra það besta í bænum, enda var útsýnið alveg frábært og inn í þykkum runnum svo að þarna var hlýtt og skjólgott. 

Á laugardaginn vöknuðum við snemma í miklum hita og eftir morgunverkin og morgunmatinn kíktum við í kaffi til skálavarðanna sem sátu og góndu á hitamælinn. 17°C kl 10 um morgun og það var skráð í sérstaka bók. Hitinn þennan daginn fór síðar í 22°C í forsælu og golu... 

Heilsuferðin þennan daginn fól í sér morgungöngu á Valahnjúk þaðan sem við fórum niður í Húsadal, skoðuðum Sönghelli og Össu, fundum ekki Sóttarhelli og flatmöguðum svo aðeins í Húsadal í sólbaði enda var veðrið alveg frábært ! Gengum við svo aftur yfir í Langadal og höfðum þá farið þennan stórfína hring. Þarna var veðrið SVO gott að við lögðumst aftur í sólbað... Við ákváðum að nýta þennan frábæra trjálund okkar til sólbaðs og afklæddumst flest öllu, en skildum þó einhverjar flíkur eftir svo að þýskir túristar, viltir í skóginum myndu ekki ásækja okkur of mikið. 
Rosalega var mikið af kóngulóm þarna !!!

þegar ég var búin að slá af mér ótal mörg stykki og rísa upp ótal sinnum hoppandi til að hrista þær af mér þá GAFST ÉG UPP... sérstaklega þegar ég stóð upp og það voru 5 kóngulær á dýnunni... nei takk ! sumt er bara too much fyrir mig.  Tókum við því dýnurnar undir hendurnar og töltum í "öllum" fötunum niður að skála skálavarðanna og lögðumst þar á pallinn, PÖDDUFRÍAR. Við biðum svo og vonuðum eftir að skálaverðirnir kæmu og myndu bera á okkur sólarvörn en það fór auðvitað eins og fyrridaginn með þessa karlmenn. Þeim er því miður ekki treystandi með að standa sig með svona hluti :) og erum við því brunnar!!
Ég meina, þarna lágu 2 sjóðandi ljóskur í sólbaði, á PALLINUM hjá þeim og þeir mæta ekki... USS!! hneyksli

en jæja
við jöfnuðum okkur á þessu og skelltum okkur í aðra göngu. Þessi ganga fór líka í hálfgerðan hring þar sem við gengum inn Litlaenda og niður Stóraenda og skoðuðum STEINBOGANN... sem tók samt smá tíma að finna. Með aumar tær og táberg fórum við aftur í tjaldið og reyndum að kveikja upp í einnotagrillinu okkar sem stóð utan á með STÓRUM stöfum "EXPRESS" ... my ass ! Það tók okkur klst að kveikja upp í skrattanum og það með mikilli vinnu, blæstri og kassa-hristi. Uppskera erfiðisins var samt 100% því að hamborgarinn var örugglega einn sá besti sem við höfum smakkað ! hann var líka 100% hollur ;) 

Brenna var síðar haldin um kvöldið sem fuðraði upp í ekki neitt og fáninn sunginn niður... Í Langadal er nefnilega GRÍÐARstór fánastöng með enn stærri fána. Fáninn er 4.0x2.8 metrar og fánastöngin litlir 20 metrar að hæð. En já.. þegar fáninn er dreginn af húni er sungið hástöfum "ísland ögrum skorið" og hann dreginn hægt niður á meðan, síðan er svakaleg athöfn að ganga frá fánanum og ég veit ekki hvað :) skemmtilegt samt

á sunnudaginn vöknuðum við í svipuðum hita og morguninn áður en ekki í sól, skýin hreinsuðu sig af þó bráðlega og gengum við frá í rólegheitum og tókum svo rútuna aftur til baka, Verst er að það tók bara smáá tíma.. úffs.. vorum ekki komin niðrá veg fyrr en að ganga 5 en við lögðum af stað kl 2. Renndum svo inn í bæinn um 7 og höfðum tekið 2 farþega með okkur úr rútunni.

FFFFRRRRRÁÁÁBÆR HELGI ! 

takk Ingibjörg fyrir að dröslast með..

"þetta var æði" 

MYNDIRNAR eru komnar inn HÉR 
SHARE:

3 ummæli

 1. takk sömuleiðis fyrir að rífa mig af stað! þetta VAR svo sannarlega æði... :-)

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus8:28 f.h.

  Get trúað því að þetta hafi verið gaman :)

  SvaraEyða
 3. uh, gleymdi að spyra þig hvort ég mætti birta mynd af þér á Iceland Review...

  http://www.icelandreview.com/icelandreview/daily_life/?cat_id=16539&ew_0_a_id=308921

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig