það er líka gaman að eyða löngum tíma í að fletta kökubókum þegar maður getur ekki valið hvað manni langar til að baka...
um daginn rakst ég á síðu sem er fullkomin fyrir fólk sem hefur gaman af þessu.
þessi síða heitir www.tastespotting.com
þeir sem fatta ekki conceptið þá er t.d. til trainspotting og jafnvel planespotting. Þá eru fanatískir áhugamenn um lestar og flugvélar sitjandi við lestateina eða flugvelli með kíkja og fylgist með áhugamálinu sínu, taka myndir, skrifa niður hvað þeir sjá og hvaða tegundir þeir eiga eftir að sjá.. þetta eru sko alvöru nördar. Fínt og flott með það að það er til svona fyrir matarnörda.
Þarna sendir fólk inn myndir af uppskriftum sem það hefur rekist á á netinu og þú getur síðan klikkað á myndirnar sem leiða þig að uppskriftinni af þessum tiltekna rétti.
Leitarvélin er líka góð og hægt er að slá inn hvað þú gætir hugsað þér að gera og þá birtast margar margar myndir af girnilegum réttum ...
oh my god ! þetta er æði ! :)
er btw núna að baka í 2. sinn upp af þessar síðu. fyrri tilraunin heppnaðist príðarvel og núna er í ofninum sítrónu og bláberja kaka... namm !
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)