miðvikudagur, 30. júlí 2008

working the nightshift...

já ég var búin að ákveða að blogga í nótt þar sem það er svo langt síðan síðast en einhvernvegin er nóttin bara búin að líða ósköp hratt fyrir framan sjónvarpið á milli þess sem maður stússast og svarar bjöllum. Núna þar sem klukkan er að verða 6 er farið að koma að blóðprufutökum, sýklalyfjagjöfum og lífsmarkamælingum.

Síðasta helgi var æði, hreint út sagt :)
Ég flaug norður seinni partinn á fimmtudaginn, beint eftir vinnu, þar sem að ég hafði fengið alveg fruntalega gott tilboð á flugi fyrir svolitlu síðan, flugið kostaði mig bara 3800 kall.. ég meira að segja athugaði visa reikninginn til að sjá hvort að þetta hefði virkilega verið satt :)
Íris Björk vinkona kom með í flugið til að fá andlegan stuðning en hún er komin í sumarfrí og verður heima í sælunni í einhvern tíma.
Helgin hjá mér og Viðari var ansi plönuð... en ekki hvað, svona þegar ég á í hlut?
Á fimmtudeginum höfðum við það bara ansi kósí og fórum út að borða og svo fengum við okkur Brynjuís :)
Á föstudeginum var Viðar auðvitað að vinna og ég nýtti tímann í að fara í litun hjá Bryndísi(fannst þetta fyndið, sérstaklega þar sem konan var óendanlega lík mömmu) á Hárgreiðslustofu með AVEDA vörum á Akureyri og kíkti síðar til Írisar á pallinn heima hjá mömmu hennar. Veðrið var geeeðveikt og þurfti maður að anda hægt svo að maður svitnaði ekki hratt. Í hádeginu fórum við að borða á Strikinu og borðuðum úti á svölum í góða veðrinu.
Þar sem veðrið var svona gott þá urðum við að nýta sólina 100% og fórum síðar í sund með Diljá litlu hennar írisar og frænku þeirra.

Loksins þegar Viðar var búinn að vinna og allt orðið tilbúið brunuðum við austur á leið og byrjuðum á að fara á tjaldstæðið í Ásbyrgi en þar var allt troðfullt og búið að loka á fleiri farfugla svo að við færðum okkur yfir í Vesturdal sem er aðeins vestar og Hljóðaklettar eru þar. Við sáum sko alls ekki eftir þessari tilfærslu þar sem að náttúran er afar falleg þarna og svo var veðrið ólýsanlega gott. Við grilluðum ekki fyrr en upp úr 10 í kvöldkyrrðinni og hlýunni og skriðum svo í bælið sem var nú ekki alveg það mýksta.
Hitinn í tjaldinu vakti okkur rúmlega 6 morguninn eftir og gátum við lítið sofið eftir það. Enduðum á að hrökklast út úr tjaldinu með teppi og dýnu og leggjast í sólbað því að veðrið var enn betra en deginum áður, þrátt fyrir að það væri svoldið hvasst. Guði sé lof fyrir þetta rok, því að annars hefði verið ólíft. Rokið var líka útlenskt (heitt) svo að þetta var næs :)

Eftir grillun númer 2 lögðum við af stað í 1 1/2 tíma gönguferð um svæðið og skoðuðum Hljóðakletta og Rauðhóla, tókum svo saman tjaldið og rúlluðum okkur á Húsavík þar sem Arnar og Anna, vinir Viðars voru og auk þess stóðu Mærudagar yfir í bænum. Mamma Arnars var svo yndisleg að leyfa okkur að hafa afnot af sturtu og baði og við tjölduðum á túnbletti fyrir neðan húsið, á aðeins sléttara undirlendi en nóttina áður :)
Það sem eftir var af deginum fór í að labba um markaðinn á hafnarbakkanum, kíkja á (lélega) 4x4 sýningu, borða á Sölku, labba um bæinn, fara á kvöldvökuna og einhversstaðar í millibilinu lögðum við okkur (svona þar sem við sváfum ekkert of vel á hólunum nóttina áður).
Ég var voooðalega léleg í öllu djammeríi þó svo að bærinn hafi IÐAÐ af fjöri og böll voru í hverjum hjalli, kom ekki niður heilum bjór og við vorum skriðin ofan í pokana ansi snemma á djamm-mælikvarða :)
´
Á sunnudeginum var mér sópað í 1 árs afmæli hjá dóttur, vini Viðars og endaði kvöldið með því að fara út að borða, borða brynjuís (aftur... skylda) og horfa á DVD...
´
Mánudaginn hoppaði ég heim og fór svo að vinna...
:(

Ég er sem betur fer ða fara aftur norður um helgina..
ég fæ nefnilega besta verslunarmannahelgarfrí sem ég hef nokkurntíman fengið síðan ég byrjaði að vinna á sumarin. Frí föst-lau-sun-mán og kvöldvakt á þrið :) Auðvitað fer ég á eina með öllu og rifja upp gamla takta á dansgólfinu með Eurobandinu ;)
SHARE:

3 ummæli

 1. Nafnlaus5:14 e.h.

  Gaman að sjá færslu frá þér sæta..

  Taktu nú á því fyrir norðan um helgina fyrir mig.. Það var svo gaman hjá okkur á eurobandinu þarna um árið.. var það ekki annars bara í hitteðfyrra??

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus9:32 e.h.

  Góða skemmtun á Akureyri :)

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus10:56 e.h.

  Jibbí, við sjáumst á skrallinu hérna ;o)

  Bogga

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig