mánudagur, 14. júlí 2008

jahérna hér... mánudagur strax...

og hér er enn eitt mánudagsbloggið :/

Vikan síðasta hvarf algerlega í erfiðar næturvaktir og svefn svo að ég hef einhverjar afsakanir :) 
Ég og Viðar fórum í bíó að sjá Mamma Mía og henni mæli ég svo sannarlega með :) kannski ekki besta mynd sumarsins en með þeim skemmtilegustu. Langar að sjá þessa aftur sem og Sex and the city.

um helgina var haldið svakalegt reunion hjá '83-'85 árgöngunum í Víkurskóla og fór það fram í HELLIRIGNINGU og roki, tjah, en það er nú svo týpískt að við kipptum okkur ekkert upp við það og enduðum á að troða okkur öll í heitapottinn í sundlauginni.
Um kvöldið hittumst við svo á Ströndinni þar sem við fengum góðar pizzur, verðlaun voru veitt og næsta reunionnefnd kosin. 

Heyriði ... ein spurning
Ekki leynist einhver hérna sem vann 2ja vikna aðgang að silfursporti á Núinu? 
og vill einhver gefa mér hann ? 
Það væri vel þegið :)
sendið bara á ragna (hjá) ragna.is

myndir koma bráðum inn


í kvöld er það svo hljómsveitaræfing á Selfossi í nýja og fína æfingarhúsnæðinu okkar sem er með lazyboy, sófa og bjórkæli ! næææs

kveðja
xxx

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig