þriðjudagur, 15. júlí 2008

hress vs óhress...

gærdaginn tók ég með þrifum á íbúðinni, hátt og lágt og aðallega herbergið hans þráins sem beið þess ekki bætur að hafa mig þar inni í allan vetur að læra.  .  . Ég þvoði meira að segja af sænginni hans jóa og núna er allt orðið spikk og span :) 

Nýja hljómsveitarhúsnæðið er æði fyrir utan bergmálið sem er þar inni og vorum við öll meira og minna heyrnarlaus eftir æfinguna. Tek með mér tappa næst og reynum að finna út úr hvernig best er að hljóðdempa staðinn aðeins. 

skjótt skipast svo veður...
vaknaði í morgun alveg drulluslöpp eftir svefnlitla nótt þar sem á annað hvort skalf eða svitnaði og komin með hausverk og hálsbólgu dauðans... veik um sumar? jább! bingó ! 
druslaðist samt í vinnuna og vældi svo að fá að fara heim þegar ég mældi mig með 38 stiga hita og að vinna með sjúklinga í peniu... (ekkert ónæmiskerfi) 

er því heima í hreinu íbúðinni og hreyfi mig hægt.. :D

til hamingju með afmælin Hildur og Harpa Þöll :)
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus5:14 e.h.

    velkomin í hópinn yfir fólk sem verður veikt um sumar... bara fúlt..

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig