mánudagur, 30. júní 2008

sjálfsskoðun ? :)

jæja, komin í 2ja daga frí núna. Ætli ég fari ekki á Flúðir á morgun og fagni með fjölskyldunni að Afi -elsti gröfumaður á íslandi ( híhí ) verði 80 ára á morgun .... og ennþá að vinna ! úff... geri aðrir betur ! Ælti dagurinn sem  hann hætti að vinna verði ekki dagurinn sem  hann xxxx, jú sjálfsagt :) 

var ég búin að segja ykkur frá merkilegri uppgötvun sem Heiðrún, systir hennar Rúnu í Steig gerði um daginn. Hún keypti nefnilega nýjustu-vinsælustu túristabókina sem er til sölu í öllum búðum þessa dagana og heitir hún "50 crazy things to do in Iceland" Á heilli opnu príða hana yndislega fallegt fólk og er kvenmaðurinn á myndinni alveg ofur hress, á þessari opnu er nefnilega stór mynd af mér og Fúsa, spilandi á efri hæðinni á Celtic forðum daga! Ættum við ekki að biðja um prósentur af þessu ? hah?  :) skemmtilegt samt og ég er búin að kaupa bókina. 
Viddi var samt ekkert á því að þetta væri ég þarna á myndinni því að af sjálfsögðu hefur hann aldrei þekkt mig eins og ég VAR. 

Þessar vikurnar stend ég í stað, og það ekkert smá fast! Þarf að fara að gera eitthvað róttækt til að ýta mér af stað aftur, en ég man að ég festist líka svona í þyngdinni eftir að ég missti 20 kílóin. svo allt í einu fór þetta að mjakast og ekki af neinni skýranlegri ástæðu. 
Ég er samt ennþá að venjast þessari nýju Rögnu. Oft eru föt svoldið vitlaus í stærðum og ég hef alltaf getað sirkað út stærðina, þeas hvort að flíkin passi eða ekki bara með því að horfa á hana. Núna get ég það engan veginn og fer oftast hálf brosandi út úr klefanum aftur til að ná í 1-2 stærðum minni flík.  Þetta kallast samt seint vandamál. 

Ég á líka svoldið erfitt með að venjast myndum. Mér finnast þær allar blekkja svo mikið. Rassinn minn getur ekki hafa minnksað svona mikið og lærin geta ekki hafa minnkað svona í þvermáli, eru kálfarnir mínir orðinir svona litlir (ég sem kallaði þá beljur!)... Það er auðvitað langt í land með þetta allt saman og það sem eftir er verður erfiðara en það sem af er gengið, þetta á sjálfsagt eftir að kosta mann meiri tíma og svita en það gerði í upphafi :) ég nýt þess samt á meðan að ég er ennþá að venjast spegilmyndinni af ÖLLUM líkamanum að labba framhjá gluggum og kíkja... jú... lærin HAFA minnkað! ;) 

bros kveðjur 

Ragna :) 
SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus3:17 e.h.

    ég þarf oft að líta tvisvar til að vera viss um að þetta ert þú þegar ég sé þig:) þetta er frábært hjá þér hvað þú hefur staðið þig vel í þessu:)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus8:34 e.h.

    Ha ha þú ert nú meira krúttið :D þú ert líka óóóóógisla dúúúleg og stendur þig eins og hetja í þessu öllu saman :D

    klapp klapp ;o)

    Bogga

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig