mánudagur, 23. júlí 2007

Sumarhátíð 4x4 í Vík

já. hún var haldin núna síðustu helgi. Í einhverri ofurbjartsýni (kenni bláu pillunum um sem ég tók einhverntíman í byrjun júní) endaði ég í framkvæmdanefnd fyrir hátíðina og því fylgir aðeins meira vesen en ég gerði mér eiginlega grein fyrir. Sem betur fer eru stelpurnar í 4x4 líka helvíti duglegar og þær redduðu Skeljungi til að styrkja okkur um stórt samkomutjald og þeir borguðu tjaldstæðið svo að allir 4x4 meðlimir fengu frítt inn á hátíðina. fleira var nú reddað fríu sem ég kann ekki alveg nógu skil á hver reddaði, þeir fá auðvitað líka hrós. Við fengum semsagt 300 pulsur og meðlæti, slatta af gosi og snakki, jógúrthúðaðar rúsínur ( það var nú reyndar Halldór Ingi sem kom með þær ) og svo fékk ég 10 fána merkta 4x3 á flugi. Elli fékk frá Coke 50 stk derhúfur merktar okkur sem settu mikinn svip á hópinn okkar alla helgina en félagsmenn voru duglegir að láta sjá sig og þá með húfurnar á kollinum svo að við vorum auðþekkjanleg.

Íris Mjöll og Lóló komu strax á miðvikudeginum til að hjálpa okkur við uppsetningu á þessu helsta en það er hellingur sem þarf að gera ! :) eins og t.d. Slá svæði fyrir samkomutjald, setja upp samkomutjald, redda borðum í samkomutjaldið, fá lánaðar ruslatunnur til að dreifa um svæðið, setja upp dósatunnur (frá Víkverja), merkja svæðið með skiltum, setja upp fánaborgir, ná í fótboltamörk fyrir vatnsfótboltann, láta slá blett fyrir hann, finna gítarista fyrir fjöldasöng, redda fólki til að sjá um Sig fyrir unglingana, finna einhverja til að sjá um leiki fyrir börnin á laugardeginum, setja saman varðeld fyrir laugardaginn, búa til dagskrá, búa til söngblað fyrir fjöldasöng, útbúa blað fyrir bílasýningu, finna leiðsögumann fyrir bílarúnt, tala við forstjóra Bensínorkunnar all oft út af því að við settum hátíðina aðeins saman við opnun nýju stöðvarinnar hérna í Vík.
Ég gerði ekki nema brotabrot af þessu og ætla ekki að taka neinn heiður á þessu ! :) Það stóðu sig allir mjög vel og þó að ég ætli persónulega að gefa Siggi Gýmir sérstakt kredit fyrir að hafa verið mjög liðtækur ( lesist sem ÞOLAÐ MIG ) þegar ég/við sendum hann út um alla Vík að ná i hitt og þetta. Jú og Palla og Þráinn líka sem fengu sinn skerf af því.

Á föst og lau þurfti svo að taka á móti fólki sem kom á jeppunum sínum og láta það hafa dagskrá og kynna þeim aðeins fyrir fyrirkomulaginu.
á föstudaginn tók auðvitað upp á því að rigna !!!! Fyrr um daginn hafði verið alveg rugl gott veður og eiginlega OF heitt til að gera eitthvað. Hvað um það, þegar fólk var sem mest að streyma að þá rigndi þykkum úða eins og veðurguðirnir væru aðeins að stíða okkur Víkurunum sem vorum að reyna að halda því fram að það VÆRI EKKI ALLTAF rigning í Vík. Við eiginlega gátum gleymt því að þetta væri fyrsta almennilega rigningin í rúman mánuð... so be it ;)

Einhverjir söfnuðust bara í samkomutjaldinu (aðallega harðir Víkarar) og drukkum aðeins og sungum... kl 3 ákvað að það væri kominn svefntími fyrir mig og skrölti heim, já, við tókum líka aðeins á því kvöldinu áður !!

Laugardagurinn byrjaði með testósterón-karla-hvað-fjaðrar-bíllinn-þinn-vel-KEPPNI sem gekk undir nafninu "Rampurinn" Þá keyra bílarnir upp á ramp með annað framhjólið og sú hæð sem hann kemst er mæld, margfölduð með 1000 og deilt í með lengd á milli hjóla. ( ég vona ða ég muni þetta rétt) já, það var enginn kostur að vera á löngum
bíl ;) einnig sannaðist það að sá sem vann og sá sem var í 3. sæti voru báðir Blazer sem eru eins og margir vita, fremur stuttir bílar.

Bláa Tröllið - Sigurvegari í fjöðrunarkeppninni

þegar rampurinn var búinn tók við smá panic í smá stund því að ég, Ingvar og Carina vorum að henda drasli upp á kerru til að keyra með út í helli við Hjörleifshöfða þar sem við ætluðum að grilla pulsur fyrir liðið, bjóða með því svo gos og síðar meir jógúrtrúsínur í eftirrétt, en tíminn eiginlega flaug frá okkur. Allt gerðist þetta þó og grillaði ég 230 pulsur á MET tíma og allir voru afar ánægðir með rúntinn og pulsurnar ( og veðrið, því að þarna var komin bongóblíða eins og alltaf er í Vík ! *HUH* ) fjöldinn var mikill en einhver taldi 53 bíla og margir hverjir stútfullir af fólki

Sú seinni er fengin að láni
Eftir að bílalestin fór aftur frá okkur hentum við dótinu saman og fórum til Víkur þar sem að ég fór í að skipuleggja aðeins Bílasýninguna sem var haldin fyrir ofan Þjóðveg ( norðan við
Orkustöðina )

ódýrara bensín, já takk

Fólk kíkti svo á bílana, skoðaði myndband af trukkaferð inn í Þórsmörk, borðaði fleiri pulsur, vöfflur og drakk meira gos. Veðrið var alveg þvíííílíkt gott !
Þarna á meðan að þetta var þá sáu Þráinn, Ívar og Jón Hilmar um sig fyrir unglingana í hömrunum á tjaldstæðinu og Íris Mjöll, Hjördís Rut og Lóló um leiki fyrir yngri börnin. Já það var eitthvað að gerast í hverju horni um allt svæðið!

kl 4 var blásið til vatnsfótbolta þar sem 4x3 á flugi skoruðu á Suðurlandsdeild 4x4 og vann sá betri ( og vanari ) ... s.s. 4x3 á flugi !
Þeir sem ekki vita þá er vatnsfótbolti aðeins ólíkur venjulegum fótbolta að því leiti að markmenn eru vopnaðir brunaslöngum með alvöru vatnskrafti og eiga þeir að verja markið eingungis með VATNSBUNUNNI. Þeir sem hafa séð þetta í action vita að þetta er alveg óendanlega fyndið... þ.e. að sjá þau berjast á móti ískaldri bununni, sjá ekki neitt og vera LÖNGU búin að týna boltanum en hlaupa samt áfram og þykjast vera að spila fótbolta.


Þráinn og Maggi í kælingu hjá Ingvari
Agnes, formaður 4x4 sá svo um dómgæslu sem fólst í sér að taka fyrir leikmenn sem "brutu" af sér og setja þá í bala með köldu vatni og ausa yfir þá vatni með skóflu. Eitthvað fékk hún samt að finna fyrir innihaldi balans eftir að hún hafði refsað einum áhorfanda fyrir að siga hundinum sínum inná völlinn og STELA boltanum ! haha
Agnes formaður í sturtu
kl 7 var það svo hópgrill þar sem tendrað var í 2 tunnugrillum og einhverjir nýttu sér þann lúxus.


Brennan sem ég missti af

kl 8 varð ég að yfirgefa svæðið en 2 snafsar ( ég og Fúsi ) vorum að spila á ættarmóti á Gaddstaðaflötum á Hellu og vorum þar frá 10 til 12 svo að ég missti af brennunni og fjöldasöngnum... ( DEM ) Haukur og Þráinn fengust til að spila undir söngi og hef ég heyrt að Íris Mjöll hafi staðið sig með prýði sem forsöngvari þar sem að ég var fjarri góðu gamni...
Ég kom samt galvösk kl 1 aftur í geimið í samkomutjaldinu, drakk svo hratt að ég þori ekki að segja frá magninu og söng til 5 um morguninn ( ég er ennþá hás
- Já svona mikil var innlifunin....

þessi helgi var í ALLA staði alger snilld og þakka ég öllum sem gerðu sitt til að láta þetta ganga upp ! Enginn getur gert svona einn... Við fáum öll hrós !!! *hneigja siiiiig*

Ein sæt mynd af mér og Jóni "frænda" svona í lokin


ég ætla líka að minna á að mér finnst ekkert leiðinlegt að fá komment...
SHARE:

6 ummæli

  1. Nafnlaus7:34 f.h.

    vá geggjuð helgi að baki greinilega..

    4 vikur mín kæra... 4 vikur !!!!

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:29 f.h.

    Heyrðu frænka...Takk kærlega fyrir hátíðina. Þú stóðst þig heldur betur með sóma og getur verið stolt af. Við ættum bara að taka þetta að okkur árlega því ég veit að það verður mjög erfitt fyrir aðrar deildar að toppa þessa helgi.
    Skemmti mér alllllll svakalega vel og er svona að skríða saman. Bið að heilsa mömmu þinni og öllu hinu frændfólkinu mínu sem hún kynnti mig fyrir :-).... Sjáumst fljótlega skvís.
    Hey já ég er búin að setja inn myndir og hér er slóðin

    http://public.fotki.com/Arbakkinn/sumarhatid-4x4-2007/

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus7:58 e.h.

    vááá langt og gott blogg! :) þessi helgi var snilld! Sjáumst vonandi sem fyrst! knús! :)

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus7:47 e.h.

    Ég verð nú bara að segja að mér finnst frekar lélegt hvað fáir kvitta miðað við hvað ég veit að margir lesa þessa síðu daglega!! Skora á ykkur gott fólk að kvitta einu sinni! :)

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus10:59 e.h.

    Helena:
    gott blogg!
    Ég er ein af fastagestunum hehe. Ég held að kvittkerfið sé kannski vandinn, maður þarf næstum próf á það;)
    Ég bíð svo spennt eftir myndum:) Mamma þín stóð sig vel með myndavélina á lofti!

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig