mánudagur, 9. apríl 2007

Sma blogg

ég hef eiginlega ekki skrifað almennilegt blogg hérnai nn síðan ég veit ekki hvenær!

páskarnir eru alveg búnir að slá í gegn og erum ég og brósi búin að hafa það mjög gott hérna í tómu kotinu en mamma og pabbi eru í Austurríki.
Þau reyndar gleymdu okkur ekki alveg heldur fékk ég páskaegg, sem ég fékk lokins lyst á í dag, eftir mikla þynnkudaginn sem var í gær. . .úffs

í sambandi við sjóstakkana sem þið eruð kannski búin að sjá mynd af hérna aðeins neðar á síðunni, þá var óvissuferð hjá nemendafélaginu okkar, Curator.

Fyrst voru kosningar þar sem var kosið í næstu stjórn og var ég ekki í framboði þetta árið, en það er aldrei að vita hvað mér detti í hug að gera á næsta ári :D

eftir að allir voru búnir að kjósa var farið upp í rútu og byrjað að drekka óheyrilega mikið. Rútan skutlaði okkur svo í laugardalinn þar sem æsispennandi ratleikur var í grasagarðinum ásamt mjög hissa öndum og gæsum sem ráku upp stór augu þegar drukknar, skríkjandi hjúkkur á hælum. Í ratleiknum þurftum við svo að glíma við ýmsar þrautir eins og kasta hlutum í kassa, semja ljóð, finna falin egg, semja slagorð og muna hvað aðrir stjórnarmeðlimir heita :D

auðvitað rúllaði okkar lið upp keppninni, já eða komum fyrst í mark... en við sökum liðið sem vann stigakeppnina um svindl ! :D

eftir öll þessi hlaup fórum við og drukkum aðeins meira en rútan vildi kki faram eð okkur neitt nema fyrir utan laugardalshöllina, þar birtist svo aðal Bootcamp gaurinn ! OMG ! ég sem var búin að fara í einkaþjálfun þennan daginn og hlaupa út um allan grasagarð á hælum.
Bootcamt gaurinn var frekar hress með allar þessar stelpur og lét okkur bera upp hvor aðra upp brekku... ferð eftir ferð eftir ferð.... eftir ferð... úffs ! enduðum við svo á að hlaupa upp brekkuna, snúa okkur 10 hringi í kringum stöng og reyna svo að stefna niður brekkuna aftur, án þess að detta eða hlaupa á eitthvað... það tókst misvel hjá fólki :D

eftir öll hlaupin fórum við svo að borða HLAUP-staup... sem áttu eftir að vera aðeins smá upphitun.
ferðin endaði svo í Hafsúlunni, bát niðrá höfn þar sem við fengum grillaðar pulsur, drukkum ennþá meira og átum enn fleiri hlaup-staup. ... svo komu 2 strákar og spiluðu og sungu og vááá hvað við skemmtum okkur vel ! ! ! :D

en jæja...


best að fara að róta í ísskápnum og sjá hvort að mamma hefur skilið eitthvað matarkyns eftir.
SHARE:

7 ummæli

  1. Nafnlaus7:36 e.h.

    Hvernig tókst til með nautið og sósuna??

    SvaraEyða
  2. nammi namm... rosalega vel :D

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus9:14 e.h.

    alveg rétt, ég smakkaði sósuna. Hún var mjög góð :-)

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus10:45 e.h.

    takk fyrir síðast sæta;)

    SvaraEyða
  5. já, smakkaðirðu sósuna ? ? :D
    úff... það er svo margt sem ég ekki man :D

    já og takk fyrir síðast Guðný :p
    let's do this again . . .

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus9:58 f.h.

    Glæsó.. Heppnaðist líka þrusu vel hjá okkur. Hefur bara aldrei heppnast jafn vel og nú :D

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus10:52 f.h.

    ef ég man þetta rétt fékk ég ekki miklu um það ráðið hvort ég smakkaði hana eða ekki ;-) hehe

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig