mánudagur, 23. apríl 2007

mynd dagsins


Vitiði hvað. Mér er alveg sama þó ég bloggi bara um að ég sé að læra... og að ég bloggi um það á hverjum degi ;)

ég er hérna til að skrifa hvað ég geri :) og það sem ég geri er að læra .... (þessa dagana allavegana )

í dag er Bókhlaðan málið !
ég átti von á meiri geðveiki hérna, það eru ekkert svo margir hérna... og bara örfáir sem virðast ekkert hafa sofið síðan síðasta fimmtudag og eru í Joe Boxer náttbuxum. Það er þó við búið að geðveikin fari stigvaxandi þegar nær líður að prófum og í prófunum... Þá ætla ég að fara aftur upp á Eirberg, þar er ég hliðina á geðspítalanum ef ske kynni að ég færi endanlega yfirum :p
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus7:25 e.h.

    Hva, ég held ég bloggi aldrei eins mikið og þegar ég sit ein yfir lærdómi allan daginn. Þá hef ég engan til að spjalla við um það hvað þetta eða hitt í bókunum sé fáránlegt og þá er gott að blogga um það :-)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig