laugardagur, 21. apríl 2007

Eirberg...

stofa 205 er heimili mitt þessa dagana, vinsamlegast athugið að ég tek þar við heimsóknum fram til 14. maí . . .

var hér að læra til 12 í gærkvöldi, fór heim og beint upp í rúm og var svo komin hingað kl hálf 9 í morgun, með smá útúrdúr að skutla Palla hennar Árúnar í flug til Akureyrar...

nú er ég búin að hella upp á kaffi (súkkulaði og möndlukaffi) ásamt því að þurrka af í eldhúsinu og losa það við gamlar kaffislettur og brauðmola, ég meira að segja þurrkaði innan úr örbylgjuofninum sem lyktar alveg eins og örbylgjuofn í skóla á að lykta... eins og Dominos pizza og popp.
ég lét það vera að ráðast á ísskápinn þó að það væri mjög freistandi að komast að því hvað í ósköpunum hafi dáið þar inni ! ! ! læt það biða betri tíma.

þá hefst lesturinn... aftur...

p.s. endilega kommentið hérna í færslunni fyrir neðan

Ragna Eirbergingur
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig