mánudagur, 30. apríl 2007

one down ....

4 to go ! ! :D

prófið í morgun var að vonum erfitt og snúið en ég held að ég hafi náð að klekkja á því og náði vonandi... (get engan veginn giskað á einkunn þó)

átti við alveg gífurlegan valkvíða að glíma í gær...
í kvöld er nefnilega Raularinn í Vík, og guð hvað mig langar :( í gær í einhverri klikkun langaði mig að læra í allan dag, bruna til víkur kl 9, ná endanum á Raularanum kl 11 og vera svo á ballinu til 2, keyra til baka, vera komin í bæinn kl 4 - 5 , sofa til 11 og læra svo allan morgun daginn líka.!
æj. þetta hefði bara aldrei gengið upp.
en núna finnst mér ég vera að missa af einhverju, sem ég auðvitað er , en spurningin er hvað er mikilvægast hjá mér þessa dagana... ná fóstufræði prófinu eða skoða strákana í sveitinni og sannfærast enn einu sinni að það sé ekkert í þá varið. Svo langar mig að vera með stelpunum á djamminu.

það sem ég GET huggað mig við er að ég er að fara til víkur á djammið þann 12. maí ( líka í á próftímabilinu)

já, maður verður að velja og hafna þegar ég er í skóla líka. og það komin á þetta skólastig ! nú verð ég að læra hlutina til að kunna þá, ekki bara til að ná !

óver and out
-Ragna Raulari
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus7:12 e.h.

    gangi þér vel að læra fyrir hin prófin og við eigum eftir að sakna þín í kvöld:(

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig