fimmtudagur, 12. maí 2005

verð að fara að blogga eitthvað

Er búin að vera í prófum... jibbí.. og er reyndar ennþá í prófum, það síðasta á þriðjudaginn!!

Þetta eru vonandi síðustu prófin min i MH... en sjáum samt til
stærðfræðin er búin að vera að fara með mig og er ég búin að vera að læra og læra og læra fyrir stærðfræði 403 og 503 prófin, fékk tilkynnt að ég náði 403 en er alls ekki viss um 503, reyndar er ég eiginlega alveg viss um að ég náði ekki... Sem er eiginlega mjög leiðinlegt þar sem ég VIRKILEGA lagði á mig í að læra og soldið sárt að það hafi ekki skilað sér í prófinu :(
fæ þá vonandi bara að taka endurtektarpróf.. :(
útskriftin er tímasett 28. maí.

Hef lítið verið að gera annað en að vera heima og læra. Skrapp samt í afmæli til Bjögga upp í Grafarholt á laugardaginn og hitti líka Ella sem er að fara með henni Huldu á Roskilde. Snilld að við þekkjumst! :D skora á alla sem ég þekki að senda inn tuborg sögu og reyna að vinna siðustu 2 miðana!!

allavegana
planið er í dag að taka til, enda hef ég lagt blátt bann við að horfa á draslið hér á meðan ég er að læra. tek til í dag og læri á morgun. Tók reyndar að mér smá spilerí um helgina... en það reddast alveg :) les bara á daginn og syng á næturnar..
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig