föstudagur, 20. maí 2005

jibbí jei!

Jæja, þá er það loksins komið á hreint. ég er víst að fara að útskrifast þann 28. þrátt fyrir alla þá svartsýni sem ég hef borið í brjósti mér :)

Til hamingju Hildur og Árún sem ætla líka að afreka það að útskrifast! :)

Ég var svo ógeðslega svartsýn að ég var eila ekki búin að hugsa neitt! Nú er semsagt allt komið á fullt í undirbúningi, búin að staðfesta sumarbústaðinn fyrir utan-úr-reykjavík liðið, panta myndatöku, riiiisa ístertu og bjórnum verður plöggað í dag! :) hljóma 2 kútar ekki nóg?? :)
var alveg í argandi, gargandi vondu skapi i gær... veit eila ekki af hverju... en hvenær vita kvenmenn eignlega fullkomlega AFHVERJU þær fara í vont skap... grey fúsi!
Var nú alveg í meðallagi pirruð yfir Eurovision!!!! og ætla því bara ekkert að tala neitt um það meir hér.

Veit ekki aaaalveg hvað planið er í kvöld. en ætli við reynum ekki að æfa einhver eurovisionlög ég og fúsi fyrir eurovisionkvöldið á kaffinu á laugardaginn, planið er svo auðvitað á morgun að hittast yfir pizzu á kaffinu, horfa a eurovision og drekka ííískaldan bjór á 300 kall og taka svo við við að syngja. Það verða auðvitað aaaaallir að mæta :)

Týpískt, ég komin heim í sveitina og hvað haldiði, mamma auðvitað stungin af einu sinni enn og á Akureyri í þetta skipti. Hún er haldinn þeirri lensku að fara alltaf að heiman þegar ég KEM heim, veit ekki alveg hvernig ég á að túlka þetta en ég hugsa bara um feðgana á meðan, það er svo óttalega erfitt að sjá þá með hnífapörin og sorgarsvipina við eldhúsborðið þegar þeir fá engan mat. Hljómar kornfleks ekki bara ágætlega fyrir þá :) get náttla gert smá mismunandi, kornflex með mjólk í kvöld, kornfleks með rúsínum á morgun, kornflekskökur í sunnudagskaffinu og svo kornfleks með súrmjólk á sunnudagskvöldið, já, hver hefði vitað að það væri hægt að bjarga helginni með kornfleksi! hehe

jæja, ætla að fara að búa til gestalistann...

sjáumst sem flest á morgun!!

XXX
é
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig