þriðjudagur, 3. maí 2005

blogg...

jæja, ætli ég þurfi ekki bráðum að fara að blogga eitthvað...
er búin að vera í verkfalli, blogglega séð og á öðrum vígstöðvum :)
Ekkert mikið hefur gerst.
Jú, hjartað í Trausta er farið að slá aftur, með nokkrum hjartsláttartruflunum þó, en hann þarf bara að endast til 17. maí. Ekki vegna þess að ég er að fara að kaupa mér nýjan bíl, heldur þá er ég að fara til víkur þá, og vonandi þarf ég ekki að fara í nein endurtektarpróf:/ pabbi og Jón minn geta þá passað hann... klappað honum og klórað honum á maganum.

Er búin að ákveða hver kemur með mér á Hróarskeldu, mun fyrr en ég ætlaði að ákveða það.... ætlaði að hugsa um það alveg fram í byrjun júní, en nei! kona út ölgerðinni hringdi fyrir viku og þá þurfti þetta bara að gerast STRAX!
ég semsagt sat með kökk í hálsinum og illt í maganum að ákveða mig í heilan dag!!! játa að þetta var ógeðslega erfitt og hætti meira að segja við að fara á tímabili. Sem betur fer fékk ég aftur vitglóruna í hausinn sem ég var búin að tapa á því tímabili... hjúkk
Anyway, ætla samt ekki að segja hver kemur með, hún/hann fær að vita það í tíma, en allavegana er ölgerðin búin að bóka miða fyrir mig og mrs/mr x út þann 29. rétt í tíma fyrir aðal hátíðarhöldin og svo heim 5. júlí, Hróarskelda er samt búin 3. júlí svo að kaupmannahöfn verður tekin í nefið og jafnvel að maður fari í sturtu !
Tuborg spæsir vist á mann tjaldi svo að ég þarf ekki að hugsa um það, og svo er að kaupa sér svefnpoka á 2 þús og vona að það verði bærilega heitt.
Ekki það að maður sé nú ekki vanur smá úrkomu, og svo þótti það geðveikt gaman þegar maður var lítill að velta sér um í drullunni.... maður hefur ekkert elst úr því er það?

dimmision var í MH á föstudaginn! snilld það! vaknaði eld eld eld snemma og fór í skólann i morgunmat með kennurunum...
fórum svo öll heim.. en við vorum eitthvað um 20... ( ekki öll á myndinni hér fyrir neðan)
upphófst mikið brambrölt og vesen þar sem allir settu á sig sósulit, og er því sósulitur út um allaveggi!!!! :D þurfti svo að meika með svertingjameiki og mála sig á indian style. Þetta fór allt fram í stökustu rólegheitum fyrir utan þóru sem reyndi að keyra niður mann og annan í kapp við tímann og okkur sem drukkum eins hratt bjórinn sem við gátum!
Þegar allir voru búnir að skipta um húðlit og orðnir smá í glasi var kominn tími til að drulla sér í skólann þar sem við áttum að syna bollywood atriðið okkar kl 11 fyrir framan allan skólann! það er alveg ástæða fyrir drykkjunni sko! en áður en við fórum niður eftir, æfðum við okkur í portinu hérna heima, bak viðl. settum bara lagið á og dönsuðum á táslunum hér úti í geggjuðu veðrinu við bollywood lagið! get ekki sagt annað en að við höfðum vakið athygli á næstu þökum þar sem vinnumenn hrundu niður í hrönnum við að snúa sér of hratt við... þeir meira að egja tóku okkur upp á video og skemmtu sér konunglega.
Veðrið var GEGGJAð svo að við löbbuðum niðrí MH, þráinn brói, sem var búinn að jafna sig eftir að hafa vaknað með húsið fullt af fullum indverjum tók allt dótið okkar *hósthóst* (vínið) og tók svo einhverjar myndir af okkur í atriðinu...

Var öllum svo smalað upp í rútu og niðrá austurvöll fór allur hópurinn. Þar var eitthvað trallað og svo étið á helstu stöðum og svo aftur upp í rútu kl 2 og farið í bláa lónið. Mikið ógeðslega var ég fegin að ná af mér sósulitnum!!!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig