föstudagur, 13. maí 2005

prófstressið aðeins að minnka

mig langar að gera svo mikið...
hefði t.d. ekkert verið meira en til í að fara í útilegu með Sveppa um helgina að kíkja á Stebba og lömbin hans.
mig langar líka óstjórnlega til útlanda... en það eru sem betur fer bara 44 dagar fram að Hróarskeldu!!

í dag er dagur sem ég hræðist mjög mikið...
semsagt föstudagurinn 13. hvort sem að þetta sé fáránleg hjátrú eður ei... þá er ég skíthrædd við hann... enda með 2 vegleg ör sem sanna óheppni mína á þessum dögum. ákvað því í morgun að vefja mig inn í dúnsænginga og sitja einhversstaðar úti í horni með steypta veggi við hvora hönd. en þeir sem þekkja mig ekki... þeir vita ekki að auðvitað gafst ég upp eftir 10 min og fann mér eitthvða mun sniðugra að gera. Eins og t.d. að þrífa... og þá meina ég ÞRÍFA. það var nu ekkert vooooða mikið drasl, eiginlega mest megnis ryk allstaðar, og þá sérstaklega á gólfinu. ég skil það samt eiginlega ekki... enda skúraði ég 2 þegar dimmision partýið var hérna heima. og ryksugaði fyrir partýið meira að segja... furðulegt nokk.. ég kenni samt teppinu um sem ég var með vafið utan um mig út um allt þegar ég var í prófalestrinum ógurlega um daginn. kl 2 í dag var ég semsagt búin að þurrka af allastaðar, klósettið svo fínt að ég gæti látið einhvern drekka úr því, sturtan glansandi, allir vaskar blingbling og gólfin svo hrein að ég gat málað mig áðan með því að spegla mig í parketinu!


En prófin eru ekki búin... það er nebbla eitt eftir, og svo sjálfsagt þetta #$%&/ endurtektarpróf! en Vistfræðiprófið er 17. maí og endurtektarprófið einhverntíman í fjarlægðri framtíð :)
krossleggjum bara putta að ég fái ekki símtal 19. maí milli 11 og 1 til að segja mér að ég hafi fallið í stæ 503 :(

Svo má ekki gleyma. 2 snafsar eru að spila á Celtic Cross alla helgina, og þá meina ég föstudag, laugardag OG sunnudag! allir þeir sem fara út að djamma um helgina hafa því enga ástæðu til að kíkja ekkert til okkar !!!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig